Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Page 12

Frjáls verslun - 01.09.1992, Page 12
EFNAHAGSMÁL FRAMVINDA OG HORFUR: ATVINNULÍFIÐ GREIÐIR12% RAUNVEXTI Raunvextir banka á útlánum hafa stórlega hækkað frá árinu 1989. Raunvextir banka og spari- sjóða á óverðtryggðum útlánum hækkuðu um 1,5 til 2 prósent fyrstu sex mánuði ársins miðað við í fyrra. Fannst þó mörgum að raunvextir banka væru nógu há- ir í fyrra. Fyrstu sex mánuðina þurfti atvinnulífið og einstakl- ingar að greiða yfir 12 prósent raunvexti af óverðtryggðum út- lánum. Samkvæmt útreikningum Seðla- banka íslands voru raunvextir, vextir umfram verðbólgu, á almennum óverðtryggðum skuldabréfum um 12,6 prósent að jafnaði fyrstu sex mánuði ársins og 12,3 prósent á 60 daga víxillánum. Á meðfylgjandi línuriti sést þróun vaxta á þessum tveimur algengu út- lánaformum frá árunum 1986 til 1991 að viðbættum fyrstu sex mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er einföld. Raunvextir hafa hækkað á bilinu 3 til 4 prósent frá árinu 1989 og hvorki meira né minna en um 8 prósent frá árunum 1986 og 1987. Á verðtryggðum útlánum banka og sparisjóða hefur einnig orðið umtals- verð hækkun. Fyrstu sex mánuði ársins voru raunvextir slíkra lána 10,1 prósent borið saman við 9,6 prósent í fyrra og 7,8 prósent á árinu 1990. Á einu og hálfu ári hafa því raunvextir á verðtryggðum útlánum hækkað um 2,3 prósent að jafnaði. Árið 1986 voru raunvextir á þessum útlánum 5,1 prósent. Þessi mikla raunvaxtahækkun, sem dembst hefur yfir atvinnulífið og einstaklinga, kemur á sama tíma og þensla í þjóðfélaginu hefur dottið nið- ur vegna minnkandi eftirspumar sem stafar af minnkandi þjóðarfram- leiðslu. Að sjálfsögðu hafa háir raun- vextir einnig slegið á þensluna. Víkjum þá að raungengi krónunnar. Raungengi krónunnar lýsir best af öllu samkeppnishæfni íslendinga í viðskiptum við aðrar þjóðir. Hækk- andi raungengi þýðir að samkeppnis- staðan sé að versna en lækkandi að hún sé að batna. Frá árinu 1980 náði raungengið há- marki á árunum 1987 og 1988. Eftir það lækkaði það verulega og hefur haldist svipað síðan. Ljóst er þó að raungengið hefur hækkað aðeins það sem af er þessu ári. Raungengið er mælt út frá fram- færslukostnaði hérlendis og launa- kostnaði miðað við verðbólgu, gengi, laun, atvinnu og framleiðslu í helstu viðskiptalöndum okkar. í meðfylgj- andi línuriti er hvort tveggja sýnt. Ferðaþjónustan getur unað vel við sinn hag á þessu ári. Koma erlendra ferðamanna fýrstu átta mánuði árs- ins, 116 þúsund talsins, var meiri en á sama tíma í fyrra sem var metár í komu erlendra ferðamanna. íslend- ingar hafa einnig verið meira á far- aldsfæti til útlanda á árinu en í fyrra. Að vísu var nokkur fækkun á ferðum þeirra í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði fyrir ári en aukningin síðast- liðinn vetur og vor vegur það upp. Atvinnuleysi í ágúst var minna en í júlí. Meira dró úr atvinnuleysi hjá konum en körlum. Raungengi krónunnar, sem mætir samkeppnisstöðu Islendinga gagnvart öðrum þjóðum, hefur mjakast upp á við frá árinu 1990. Samkeppnisstaðan hefur versnað sem því nemur. TEXTI: JÓN G. HAUKSS0N 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.