Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 31
J
LÍKJfl MÁ HOFISF. VIÐ
DANSK SUPERMARKED
Það félagaform, sem Sigurður Gísli
Pálmason hefur innleitt með því að
hafa Hof sf. sem eignarhaldsfyrirtæki
sem á svo aftur í mörgum öðrum
fyrirtækjum, sem keppa sín á milli, er
þekkt erlendis. Fyrirtækið Dansk
Supermarked er mjög gott dæmi um
þetta.
Dansk Supermarked rekur þrjár
tegundir verslanakeðja á danska mat-
vörumarkaðnum. Það rekur 180
Nettó-verslanir í Danmörku sem eru
afsláttarverslanir eins og Bónus. Þá
rekur það mörg vöruhús undir heitinu
Fötex. í þessum vöruhúsum er bæði
seld matvara og fatnaður. Líkja má
Hagkaup í Kringlunni við þessar
verslanir þótt þær séu ekki í eins
glæsilegu húsnæði. Þá á Dansk Sup-
ermarked búðir sem nefnast Bilka.
Líkja má Hagkaup í Skeifunni við þær.
Allarverslanirnar, Nettó, Fötex og
Bilka, keppa grimmt sín á milli þótt
Supermarke eigi þær allar. Þær sam-
einast hins vegar aðeins í magninn-
kaupum á vörum sem þær selja allar.
Vörumerkin í Nettó eru um 800 á
móti yfir 10 þúsund í Fötex. Innkaupin
skarast því aðeins að hluta. Fyrirskip-
unin er: Rekið verslanir ykkar með
hagnaði á hverjum degi.
Augljóst er að margt er orðið líkt
með Supermarke í Danmörku og Hofi
sf. Hof sf. er hatturinn yfir öllu sam-
an. Stefna þess á að vera að hvert
undirfyrirtæki keppi og skili hagnaði.
Hugsunin er sú að í sjálfu sér skipti
ekki máli hvaðan hagnaðurinn komi.
BÓNUS ALDREITEKIÐ LÁN
Innan kaupmannastéttarinnar hef-
ur Jóhannes í Bónus verið á milli tann-
anna á mönnum. Sögur um hann hafa
verið mjög skrautlegar. Þær hafa
verið á þá leið að hann væri skuldum
vafinn með Bónus. Að hann greiddi
svo mikið með vörum að Bónus væri
rekið með stórtapi og svo framvegis.
Sjálfur hefur Jóhannes margsagt í
fjölmiðlum að Bónus hafi aldrei tekið
lán, hafi enga yfirdráttarheimild í
bönkum, hafi aldrei farið á „fittið“,
þ.e. skrifað innistæðulausa ávísun,
og síðast en ekki síst að fyrirtækið sé
rekið með hagnaði.
Kúnstin á bak við velgengni Bónus
er sá mikli veltuhraði sem verið hefur
í versluninni. Vörumar hafa verið
pantaðar inn með 14 daga greiðslu-
fresti, sem telst staðgreiðsla í versl-
un, í staðinn fyrir 60 til 70 daga
greiðslufresti eins og tíðkast víðast.
Eftir 14 daga hefur Bónus verið búið
selja allar vörurnar gegn stað-
greiðslu. Bónus hefur því í raun aldrei
átt vörurnar sem inn hafa komið.
Greiðslan frá viðskiptavinunum er
notuð til að greiða heildsölum. Bónus
hefur fengið mikinn afslátt hjá heild-
sölum út á staðgreiðsluinnkaupin.
Jóhannes í Bónus hefur greitt með
vörum til að laða til sín viðskiptavini
og hefur það verið notað í rökum um
að allt hafi verið á afturfótunum hjá
honum. Þetta er hins vegar algengur
PíJUíJLiDljjL;
Pana Pocket kx - 9000
■ Tónval
■ 900 MHz, 40 rásir
■ 10 skammvalsminni (20 tölustafir)
■ Langdrægni 400 m. utanhúss
■ Langdrægni 200 m. innanhúss
■ Handtæki vegur 390 gr.
■ Móðurstöð vegur 500 gr.
■ Samþykktur af Fj arskiptaefti rlitinu
Verð kr. 32. 903 stgr.
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S 695500/695550