Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 42
100 ST/ERSTU
við um flestar atvinnugreinar í þjóðlíf-
inu.
Framan af ári var atvinnuleysi nán-
ast ekkert í landinu, mældist 1,7% af
mannaflanum í upphafi árs, miðað við
3,2% í janúar 1990 - og kannanir á
atvinnuhorfum bentu til að atvinnu-
rekendur þyrftu að fjölga starfsmönn-
um nokkuð. Þegar leið á seinni hluta
ársins 1991 kom annað í ljós. í árslok
var atvinnuleysið orðið 2,4% sam-
kvæmt tölum Félagsmálaráðuneytis
og rætt um fækkun starfsfólks hjá
mörgum fyrirtækjum. Að meðaltali
var atvinnuleysi ársins 1,5%, en 1,7%
tvö árin á undan.
Vinnuaflsnotkun á árinu
1991 jókst um 1% á árinu.
Árið 1990 hafði hún minnkað
um hálft prósent. Vinnuafls-
notkunin á síðasta ári var
talin vera 127 þúsund ár-
sverk. Á listum Frjálsrar
verslunar í þessu blaði er
greint frá nær 700 íslensk-
um fyrirtækjum, atvinnu-
veitendum sem bjóða
megnið af þessum störfum.
Þegar listar Frjálsrar
verslunar eru skoðaðir má
víða sjá mannaflafækkun,
oft mikla - en einnig hið
gagnstæða hjá sumum fyrir-
tækjanna.
Umboðsfyrirtæki, SH,
íslenskar sjávarafurðir og
SÍF og fjölmörg önnur, eru
eins og áður á listum
Frjálsrar verslunar, þrjú hin
fyrstnefndu meðal fimm stærstu
fyrirtækja landsins. Á hverju ári heyr-
um við gagnrýnar raddir, sem telja að
fyrirtæki af þessari gerð eigi ekki
heima á listanum. Bent er á að velta
þeirra segi ekki mikla sögu þar sé um
að ræða veltu umboðsaðilanna, fram-
leiðendanna. Þetta eru vissulega rök.
Hinsvegar má benda á að erlend blöð,
sem birta samskonar lista, viðhafa
sömu vinnubrögð í þessum efnum.
BREYTINGAR Á GERD LISTANNA
Um fjórtán ára skeið hafa listar
Frjálsrar verslunar yfir stærð og af-
komu íslenskra fyrirtækja komið út.
Listar yfír fyrirtækin hafa birst seinni
hluta árs í blaðinu, síðari árin í byrjun
október. Listar Frjálsrar verslunar
hafa reynst hin merkasta heimild um
íslensk fyrirtæki og vekja mikla at-
hygli í hvert skipti sem þeir eru birtir.
Þá hafa þeir gildi til langframa og oft til
þeirra vitnað í ræðu og riti. Áreiðan-
leiki listanna hefur reynst mikill og
fátítt að leiðrétta hafí þurft þær upp-
lýsingar sem þeir geyma.
Að þessu sinni urðu miklar breyt-
ingar á vinnslu listanna. Þeir eru að
langmestu leyti til orðnir með beinu
sambandi og samvinnu við hundruð
fyrirtækja. Áður fékk blaðið meiri-
hluta upplýsinganna úr listum yfir eft-
irágreidd slysa-, lífeyris- og atvinnu-
leysistryggingagjöld. Þar fengust
uppgefnar slysatryggðar vinnuvikur
hjá fyrirtækjunum sem og launa-
greiðslur þeirra. Á árinu 1991 voru
þessi gjöld felld niður en upp tekið
samtímagjald, tryggingagjald. Þar-
með hættu þessar upplýsingar að
koma fram eins og verið hafði.
Það er út af fyrir sig áhyggjuefni ef
ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar
um mannaflann í þjóðfélaginu,
hvernig hann skiptist milli greina, til-
færslur milli greina, og launaskiptingu
í hinum ýmsu atvinnugreinum.
Byggðastofnun hefur þegar lýst yfir
áhyggjum í þessa veruna í blaði sínu.
Unnið mun vera að því að ráða bót á
þessu.
Fijáls verslun réði til sín unga og
dugmikla háskólanema sem í sumar
hafa verið í tengslum við fyrirtækin í
landinu og aflað þeirra upplýsinga
sem fram koma á listum blaðsins að
þessu sinni.
ALDREIFYRR HAFA JAFN MÖRG
FYRIRTÆKI SVARAÐ
Fyrirtæki sem verið hafa á listum
Frjálsrar verslunar fengu senda lista
til útfyllingar snemma sumars. Aldrei
fyrr hafa jafn mörg fyrirtæki brugðist
vel við spumingum okkar og skiptu
þau hundruðum fyrirtækin sem sendu
inn skilmerkilegar upplýsingar.
Hringt var í fyrirtæki sem
ekki höfðu svarað. Var yfir-
leitt vel tekið í að gefa upp-
lýsingar sem óskað var eft-
ir. Þó eru alltaf einhver
fyrirtæki sem einhverra
hluta vegna vilja ekki gefa
upp fjárhagslega stöðu sína.
Fyrirtækjunum eru við
þetta tækifæri færðar bestu
þakkir fyrir ánægjulegt sam-
starf.
Þessi fyrirtæki eru þó
ekki í hópi 100 stærstu fyrir-
tækjanna í landinu. Sá listi á
að vera mjög áreiðanleg
heimild sem fyrr. Einkum
eru það minni fyrirtæki og
örfá meðalfyrirtæki sem
óskað hafa eftir að vera ekki
á listanum. Oft virðist það
stafa af minnkandi veltu eða
slæmum almennum fjárhag
sem menn vilja ekki gera öðrum heyr-
inkunnugan.
NÝ STÓRFYRIRTÆKI
Athygli vekur að á sama tíma og
fyrirtæki auka veltu sína lítið meira en
nemur verðbólgunni, sýna jafnvel
mun minni veltu en árið 1990, eykst
velta hjá ýmsum fyrirtækjum. Sem
dæmi má nefna Bónus-ís-Aldi hf. og
Þríhyrning hf. Ljóst er þó að veltan
hefur yfirleitt minnkað milli ára og það
oft svo miklu munar.
Við skoðun og lestur listanna sem
hér fara á eftir, kemur ýmislegt í ljós
varðandi rekstur fyrirtækja á Islandi.
Stundum góð tíðindi en önnur því
miður verri.
ÞEIR UNNU LISTANN
Þeir unnu listann um 100 stærstu að þessu sinni.
Frá vinstri: Sigurður Karlsson tölvufræðingur, Jón
Birgir Pétursson blaðamaður, Bjarni Benediktsson
laganemi, Valgeir Baldursson, nemi í stjórnmála-
fræði og Jón Otti Jónsson viðskiptafræðinemi.
42