Frjáls verslun - 01.09.1992, Blaðsíða 25
Jóhannes
Jónsson
BONUS SF.
VIÐRUÐ
Á LEYNIFUNDUM
komulagið. Eftir viðtalið var starfs-
mönnum beggja fyrirtækja greint frá
því. Viðbrögð starfsmanna voru á
einn veg; þeir misstu andlitið, eins og
það er kallað.
Sú leynd, sem hvfldi yfir viðræðun-
um, getur á vissan hátt verið próf-
steinn á framhaldið. Ætlunin er nefni-
lega að Hagkaup og Bónus keppi
áfram grimmilega, hversu ótrúlegt
sem það kann að virðast í fyrstu. A
milli starfsmanna fyrirtækjanna á að
ríkja samkeppnisandi. Ekki verður
um nein samskipti þeirra á milli að
ræða.
ÍFYRRA
SAMEINING NOKKURRA
FYRIRTÆKJA í SUMAR
Eftir að Hagkaupsarmurinn keypti
helminginn í Bónus hafa nokkur fyrir-
tæki, sem barist hafa heiftarlega um
hríð, runnið saman. Ölgerðin Egill
Skallagrímsson hefur keypt fram-
leiðsluréttinn á gosdrykkjafram-
leiðslu Gosan. Þar ber auðvitað hæst
gosdrykkina Pepsi og 7up. Þá hafa
Teppaland og Parkethúsið sameinast
og sömuleiðis húsgagnaframleiðend-
urnir GKS og Bíró-Steinar. Búast má
við auknurn samruna fyrirtækja á
komandi vetri til að mæta versnandi
efnahagsástandi.
En víkjum aftur að kaupum Hag-
kaupsarmsins á helmingnum í Bónus.
Við kaupin vakna upp ýmsar spum-
ingar. Er Hagkaup að kaupa frá sér
samkeppni? Ætla aðstandendur Hag-
kaups og Bónus, sem skilað hafa
heimilinum í landinu einu raunhæfu
kjarabótunum undanfarin áratug, að
svíkja heimilin með græðgi og stór-
hækkuðu vöruverði? Hefur orðið slík
samþjöppun á valdi á matvörumark-
aðnum að sú harða og frjálsa sam-
keppni sem þar hefur ríkt er í hættu?
Samkvæmt kenningum hagfræð-
innar er ætíð hætta á að fákeppni á
mörkuðum leiði til hærra vöruverðs.
Þess vegna verður tíminn einn að
leiða það í ljós hvort verðið á mat-
vörumarkaðnum eigi eftir að hækka.
Hugmyndafræðin á bak við kaup Hag-
kaupsarmsins er hins vegar að við-
halda þeirri samkeppni, sem verið
hefur, og láta fyrirtæki í eigu sama
aðila keppa innbyrðis. Þetta er á viss-
an hátt nýjung hér á landi.
MEÐ UM HELMING MARKAÐARINS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Ætla má að Hagkaup, Bónus og
10-11 verslanimar séu með um helm-
ing allrar verslunar á matvörumar-
kaðnum á höfuðborgarsvæðinu.
Aætlað er að Bónus velti yfir 3 mil-
ljörðum á þessu ári miðað við 2,7
milljarða í fyrra, 10-11 verslanirnar um
700 milljónum og Hagkaup um 7,5
milljörðum. Matvörur og hreinlætis-
vörur eru eingöngu inni í dæminu.
Þetta gerir samtals yfir 11 milljarða á
markaði sem veltir um 23 milljörðum.
Út frá könnun Hagstofunnar frá
1988, sem Frjáls verslun hefur fram-
reiknað, veltir matvörumarkaðurinn
á öllu landinu um 37 milljörðum króna.
Um 63 prósent þjóðarinnar búa á höf-
uðborgarsvæðinu. Út frá því er fund-
ið út að veltan á matvörumarkaðnum
á höfuðborgarsvæðinu sé í kringum
23 milljarðar.
Helstu samkeppnisaðilarnir eru,
Mikligarður, Fjarðarkaup og Nóatún.
Frjáls verslun áætlar að þessar þrjár
verslanir séu með um 26 prósent af
markaðnum. Aðrar matvöruverslanir
25