Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 8
FRETTIR
/
Bókin Islensk fyrirtæki er komin út í 25. sinn:
NÝJU SJÖSTAFA SÍMA-
NÚMERIN ERU í BÓKINNI
Bókin íslensk fyrirtæki
stendur á merkum tíma-
mótum núna. Bókin hefur
verid gefin samfellt út í
aldarfjórðung og er nýj-
asta bókin, íslensk fyrir-
tæki 1995, sú tuttugasta
og fimmta í röðinni. Út-
gáfufyrirtæki Frjálsrar
verslunar, Fróði, gefur
bókina út.
Bókin hefur að vanda
að geyma miklar upplýs-
ingar um fyrirtæki og við-
skiptalífið á íslandi.
Helsta nýjungin í bókinni
að þessu sinni eru hin
nýju 7-stafa símanúmer
sem tekin voru í notkun í
desember síðastliðnum á
höfuðborgarsvæðinu. Á
landsbyggðinni eru síma-
númerin sem gilda fram
að 3. júní næstkomandi
ásamt símanúmerunum
eins og þau verða eftir
breytinguna.
Bókin íslensk fyrir-
tæki 1995 skiptist í fimm
kafla; kennitölu-, fax- og
símanúmeraskrá; fyrir-
tækjaskrá; gular síður;
útflytjendaskrá og um-
boðaskrá.
Fremst í bókinni er
Þekktir framkvæmdastjórar í viðskiptalífinu hafa jafnan
kynnt bókina fslensk fyrirtæki í auglýsingum. Að þessu sinni
er það útgerðarkonan í Hafnarfirði, Guðrún Lárusdóttir, fram-
kvæmdastjóri Stálskips, sem kynnir bókina.
KENNITÖLU-, FAX- og
SÍMANÚMERASKRÁIN.
Þar er nær öllum starf-
andi fyrirtækjum og
stofnunum raðað eftir
stafrófsröð. í þessari skrá
er hægt að finna á auga-
bragði þær upplýsingar
sem oft er mest þörf fyrir,
þ.e. faxnúmer, kennitöl-
ur og símanúmer.
FYRIRTÆKJASKRÁIN
er veigamesta skrá bók-
arinnar. I henni er að
finna upplýsingar um
flest starfandi fyrirtæki,
félög og stofnanir á ís-
landi, m.a. eru upplýsing-
ar um nafn, heimilsfang,
póstnúmer, símanúmer,
starfssvið og kennitölu
hvers fyrirtækis. Auk
þess eru ítarlegri upplýs-
ingar, eins og um nöfn
stjórnarmanna í fyrir-
tækjum.
í bókinni eru þrjár
skrár undir GULUM SÍÐ-
UM, meðal annars vöru-
og þjónustuskrá. Þar er
fyrirtækjum raðað niður í
flokka eftir því hvaða
vöru og þjónustu þau
selja.
ÚTFLYTJENDASKRÁ-
IN er skrá yfir íslenska
útflytjendur og þær vörur
sem þeir flytja út.
UMB OÐASKRÁIN hef-
ur að geyma upplýsingar
um erlend umboð og um-
boðsmenn á fslandi.
i-
~ ivirkan
dag
aö koma póstinum
þínum til skila póstur og sími
Viö spörum þér sporin
8