Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 51
SIMAÞJONUSTA EINYRKJA Möguleikamir eru margir við að skraddarasauma símamálin hjá einyrkjum Qúsundir einyrkja, manna sem starfa einir og hjá sjálf- um sér, eru í viðskiptak'f- inu. Símaþjónusta þeirra fer vissu- lega eftir því á hvaða sviði þeir vinna. Þannig þarf rafvirki annars konar símaþjónustu en sá sem rekur bókhaldsskrifstofu úti í bæ. Grunnpunkturinn hjá þeim báðum er þó sá sami; að auðvelt sé fyrir viðskiptavininn að ná til þeirra. Báðir væru að sjálfsögðu með síma, símsvara og faxtæki. Raf- virkinn væri hins vegar örugglega með farsíma eða boðtæki vegna þess að hann er mikið á ferðinni. Mjög líklega nýtti hann sér einnig símtalsflutning þannig að hringing á skrifstofuna til hans (líkiega oft- ast heima hjá honum) flyttist yfir í farsímann eða boðtækið væri hann ekki við á skrifstofunni. Farsími rafvirkjans væri núna mjög líklega GSM farsími þar sem þeir eru litlir og því mjög hentugir til að hafa á sér eða nálægt sér. Margir af gömlu farsímunum eru hins vegar oftast hafðir í bflum. Bókhaldsmaðurinn er minna á ferðinni og þörfin fyrir farsíma vegna starfsins því heldur minni. En gefum okkur að hann eigi til dæmis farsíma af gömlu gerðinni er að sjálfsögðu ekkert mál fyrir hann að hafa símtalsflutning af skrifstofunni yfir í farsímann. Ætti hann ekki farsíma er lík- legra að hann keypti sér GSM farsíma þar sem auðvelt er þá að ná til hans á fundi á Reykjavíkur- svæðinu. Möguleikarnir eru margir við að skraddarasauma símamálin hjá einyrkjum, mönnum sem starfa einir hjá sjálfum sér. Þá má benda á að hafi hvorugur símsvara geta þeir keypt sér að- gengi að talhólfi hjá Pósti og síma. Möguleikarnir eru margir við að skraddarasauma símamálin. Stóra málið hjá einyrkjum, sem öðrum, er að auðvelt sé að ná beint til þeirra og þá kemur sím- talsflutningur yfir í farsíma sér vel. Það er nokkur munur á að hafa símsvara - og að skilaboðin séu móttekin - eða að komast strax í samband við viðkomandi. í lokin má benda á að Sérþjón- usta símans er kynnt á bls. 21 í símaskránni, þeirri bláu. Panasonic símar þekktir fyrir gæði KXT2342E1 handfrjáls KXT2365E með skjá og handfrjáls KXT2396BE með símsvara KXT9100BS þráðlaus HEKLA -////?///(/ Laugavegi 170-174, sími 569 5500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: •HEIMASMIÐJAN KRINGLUNNI •HÚSASMIÐJAN »JAPIS BRAUTARHOLTI 0G KRINGLUNNI *RADÍÓBÚÐIN SKIPHOLTI 19 •SÍMVIRKINN HÁTÚNI 6 WAFA/A/?FJÖ/?flt/fí;*HÚSASMIÐJAN •RAFMÆTTI MIÐBÆ AKUREYRI:•KMPfÉLKG EYFIRÐINGA HAFNARSTRÆTI 91-95 •RADÍÓNAUST GEISLAGÖTU 14 •RADÍÓVINNUSTOFAN MÝRARVEGI •RAFLAND SUNNUHLÍÐ 12 0G HELSTU RAFTÆKJA VERSLANIR UM LAND ALLT 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.