Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 50
SIMAR
Afnám einokunar í símaþjónustu á íslandi:
NAT HYGGST KEPPA
VIÐ PÓST OG SÍMA
Um áramótin sótti NAT hf. um leyfi til að starfrækja GSM farsímaþjónustu í
samkeþþni við Póst og síma. Framundan er sþennandi tími í símamálum
f að líkum lætur á íslenska fjar-
skiptafyrirtækið NAT eftir að
verða í brennidepli á meðal al-
mennings á næstu árum. Það hefur
sótt um leyfi til að starfrækja einka-
rekna GSM farsímaþjónustu í
samkeppni við Póst og síma.
Fái það leyfið verður NAT
símafyrirtæki líkt og Póstur
og sími. Notendur GSM fars-
íma á vegum NAT kaupa hjá
þeim símkort og greiða þá
fyrirtækinu GSM símreikn-
ingana sína í stað Pósts og
síma. Notendur geta hringt á
milli GSM kerfanna og í al-
menna símkerfið - og öfugt.
þeirra má nefna bandaríska símafyrir-
tækið AT&T.
í umsókn NAT er miðað við að
GSM farsímaþjónusta fyrirtækisins
nái til 60% landsmanna innan tveggja
Fjarskiptafyrirtækið NAT
var stofnað í apríl á síðasta
ári. Að því standa Sigurjón
Ásbjörnsson hjá Icecraft,
REFEX og Símvirkinn - Símtæki.
Sigurjón er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og hvatamaður að stofnun
þess. Þess má geta að NAT er með
einkaumþoð fyrir GSM farsíma af
tegundinni AT&T en vert er að taka
fram að allar tegundir GSM síma
ganga að væntanlegri GSM farsíma-
þjónustu fyrirtækisins.
Um verulegar fjárfestingar verður
að ræða hjá NAT fái það leyfi stjórn-
valda til að reka GSM farsímaþjón-
ustu. Sú fjárfesting felst í símstöð en
þó fyrst og fremst í uppsetningu eigin
dreifikerfis um landið. Fyrirtækið
hefur því á undanförnum mánuðum
leitað samstarfs við öfluga alþjóðlega
samstarfsaðila á þessu sviði. Meðal
Sigurjón Ásbjörnsson er framkvæmdastjóri NAT
hf. sem sótt hefur um leyfi til að reka GSM farsíma-
þjónustu.
ára frá opnun hennar og að farsíma-
þjónusta fyrirtækisins nái til allt að
80% landsmanna innan tíu ára. Að
baki umsóknar NAT liggur mikil und-
irbúningsvinna varðandi arðsemisút-
reikninga og fleira.
Kastljós fjölmiðla beindist fyrst að
fyrirtækinu síðastliðið haust þegar
það tilkynnti að það hygðist keppa við
Póst og síma í GSM farsímaþjónustu.
Hinn 29. desember síðastliðinn af-
henti fyrirtækið svo samgönguráð-
herra formlega umsókn um leyfi til
starfrækslu einkarekinnar GSM far-
símaþjónustu hér á landi í samkeppni
við Póst og síma. Segja má að um-
sóknin, ein og sér, brjóti blað í ís-
lenskri símasögu.
Umsóknin endurspeglar þær
breytingar sem urðu á íslenskum
fjarskiptalögum árið 1993 í tengslum
við samþykkt EES-samninginn og
tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. En þá
var öll virðisaukandi síma-
þjónusta gefin frjáls, önnur en
hin almenna talsímaþjónusta
um fastnetakerfið, þ.e. síma-
þjónusta um símalínur.
Samkvæmt ákvæði EES-
samningsins mun frelsið í
símamálum aukast enn meira
frá og með 1. janúar árið 1997
þegar það mun einnig ná til
hluta af hinni almennu tals-
únaþjónustu um fastnetakerf-
ið.
Þótt komið sé á frelsi í
GSM farsímakerfinu sam-
kvæmt lögum er veiting leyfa
til reksturs einkarekinna sím-
stöðva háð ákvörðun stjórnvalda í
hverju landi. Það stafar af því að tíðni-
bandið er takmarkað. Um takmörkuð
gæði er að ræða líkt og fólk þekkir
varðandi sjónvarpsrásir. Veita skal
leyfi að undangenginni auglýsingu þar
um.
GSM farsímakerfið er evrópskt að
uppruna og hefur mjög rutt sér til
rúms í Evrópu og víðar. Það byggist
ekki hvað síst á svonefndum notenda-
kortum þeirra sem eru með GSM
farsíma. Með kortinu er hægt að
hringja úr hvaða GSM farsíma sem er
og kemur kostnaðurinn vegna sím-
talsins inn á símreikning korthafans
sem hann fær sendan frá sínu síma-
fyrirtæki.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTiÁN EINARSSON
50