Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 70
FOLK ÞÓRIR EINARSSON, RÍKISSÁTTASEMJARI ÞórirEinarsson, nýráðinn ríkissáttasemjari, segistvera í viðbragðsstöðu fyrir komandi samningalotur og kvíðir því ekki að vaka heilu næturnar. „Mér líst vel á starfið og hef ekki í hyggju að breyta því mikið þó að alltaf komi nýjar áherslur með nýjum mönnum. Líklega finnst flestum best þegar ekki þarf að leita til ríkissáttasemjara en ég á von á að til minna kasta þurfi að koma í samn- ingaviðræðunum sem standa fyrir dyrum. Það má segja að ég sé í viðbragðs- stöðu,“ segir Þórir Einars- son, nýráðinn ríkissátta- semjari. Þórir er 61 árs. Hann varð stúdent frá M.R. 1953, lauk viðskiptafræði frá Há- skólanum 1957 og fór síðan til Þýskalands í framhalds- nám. Þegar heim kom hóf Þórir störf hjá Iðnaðarmála- stofnun íslands, forvera Iðntæknistofiiunar, og vann þar í 10 ár en kenndi jafn- framt stundakennslu við verkfræðideild H.í. og Tækniskóla íslands. „Þá kenndi ég á fjölda námskeiða hjá félagasam- tökum og Stjórnunarfélag- inu og einnig hjá Verkstjórn- arfræðslunni sem rekin var á vegum Iðnaðarmálastofn- unarinnar. Reyndar var ég forstöðumaður hennar um árabil. Þar var á tímabili boðið upp á eitt ítarlegasta nám í stjómun og mannafor- ráðum sem völ var á hér- lendis,“ segir Þórir. 1972 varð Þórir kennari við viðskiptadeild Háskól- ans og prófessor 1974. Gegndi hann því starfi þar til nú fyrir skömmu. Hann hafði umsjón með stjórnun- arsviði deildarinnar, var deildarforseti um skeið og tók virkan þátt í að byggja upp kennslu í stjórnun og starfsmannamálum. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR 70 „Þegar ég tek saman alla mína kennslu, á námskeið- um og í skólum, reiknast mér til að ég sé búinn að kenna á fjórða þúsund manns. Ég hef einnig unnið mikið að stjórnunarstörfum innan Háskólans, var t.d. lengi formaður Háskóla- bíós, svo og stjómsýslu- nefndar skólans og átti sæti í þróunarnefnd sem nýlega hefur skilað áliti. Það sem komið hefur frá mér í rituðu máli hefur einkum verið um stjómun og starfsmanna- mál, nú síðast rit um sam- skiptastjómun, en einnig er ég meðhöfundur að tveimur viðskiptaorðabókum, ís- lensk - enskri og ensk - ís- lenskri." Þórir segist hafa sótt um starf ríkissáttasemjara m.a. vegna reynslu sem hann MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON hefur öðlast á því sviði t.d. þegar hann var sérstakur sáttasemjari í deilu banka- manna 1992 og formaður nefnda sem úrskurðuðu um kjör lögreglumanna og toll- varða 1993. Hann telur þó dýrmætasta þá reynslu sem hann fékk með setu í Verð- lagsráði frá 1979 og þar til samkeppnisráð tók við hlut- verki þess. Á AUÐVELT MEÐ AÐ FÁSÉR HÆNUBLUND „Ég var fulltrúi Hæsta- réttar í Verðlagsráði og þurfti oft að miðla málum á milliaðila vinnumarkaðarins sem sæti áttu í ráðinu. Auk þess kenndi ég samninga- tækni í mörg ár og tel mig hafa góða innsýn í þessi mál. Við erum þrír starfsmenn embættis ríkissáttasemjara í fullu starfi og þegar á þarf að halda er vararíkissátta- semjari kallaður til. Frá því að ég byrjaði hafa verið haldnir margir fundir í deilu leikskólastarfsmanna af Suðurnesjum og einnig hafa flugfreyjur komið með sín mál til okkar. Ég kvíði því ekki að þurfa að vaka þegar kemur að löngum samninga- lotum. Sem betur fer á ég auðvelt með að fá mér hænublund." STUNDAR LEIKFIMIMEÐ HÁSKÓLAKENNURUM Eiginkona Þóris er Ren- ata Einarsson, fædd Scholz, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Þau eiga tvo syni, 28 og 25 ára gamla. „í frístundum hef ég gam- an af útiveru, - skíðagöngu og gönguferðum á vetrum og á sumrin fer ég í nokkrar veiðiferðir og í gönguferðir um nágrennið. í mörg ár hef ég stundað leikfimi háskóla- kennara, þrisvar í viku, und- ir stjórn Validmars Ömólfs- sonar. Þetta eru ómissandi tímar og félagsskapurinn góður. Þarna gefst gott tækifæri til að hitta menn og hafa mörg mál verið leyst í búningsklefunum. Af félagsstörfum get ég nefnt Rótarýklúbbinn í Ár- bæ, Germaníu, þar sem ég hef verið í stjórn, og DAAD- félagið, þar sem ég er for- maður. Það er félag þeirra sem hafa fengið námsstyrk frá þýska ríkinu og í því eru á annað hundrað manns. Á sumrin gróðursetjum við í Heiðmörk og drekkum jóla- glögg í desember," sagði Þórir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.