Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 72
FOLK
HELGA THEÓDÓRSDÓTTIR, OFNASMIÐIUNNI
Helga Theódórsdóttir er fjármálastjóri Ofnasmiðjunnar. Ofnasmiðjan seldi hvorki
meira né minna en 50 hillukílómetra í Þjóðarbókhlöðuna á síðasta ári.
„Ofnasmiðjan vakti þjóð-
arathygli þann 1. desember
þegar Þjóðarbókhlaðan var
formlega vígð. Hillukerfi
Þjóðarbókhlöðunnar er frá
Ofnasmiðjunni og hefur það
fengið sérstakt lof fyrir
hönnun. Undanfarin tvö ár
hefur verið unnið mun
markvissar að markaðsmál-
um hjá fyrirtækinu og hefur
það skilað sér í bættri sölu
og betri hag,“ segir Helga
Theódórsdóttir, fjármála-
stjóri Ofnasmiðjunnar.
Helga er 40 ára. Hún lauk
stúdentsprófi frá M.R. 1974
og prófi í viðskiptafræðum
frá Háskóla íslands 1980, af
sölu- og fjármálasviði.
Helga vann í eitt ár á hag-
deild Verðlagsstofnunar en
flutti að því búnu til Dan-
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR
merkur þar sem hún bjó í
eitt ár. Þegar heim kom
vann hún í tvö ár við bókhald
hjá Gunnari Asgeirssyni hf.
en fór þá í bameignarfrí.
Síðan gerðist hún skrif-
stofustjóri hjá Securitas hf. í
eitt ár eða þangað til hún
réðst til Ofnasmiðjunnar ár-
ið 1987. Sem fjármálastjóri
hefur hún yfirumsjón með
bókhaldi og sér um uppgjör,
áætlanir og tölvumál.
INNRÉTTINGAR,
HILLUR OG GÓLFEFNI
„Hjá Ofnasmiðjunni vinna
nú um 40 manns,“ segir
Helga. „Fyrirtækið var
stofnað 1936 og hefur
þróast hægt og örugglega í
gegnum árin. Það er nú
MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
staðsett á tveimur stöðum,
verksmiðjan er við Flata-
hraun í Hafnarfirði en versl-
un og söludeild að Háteigs-
vegi í Reykjavík. Fjórar
deildir eru starfræktar í
Ofnasmiðjunni. Stærsta
deildin er innréttingadeild,
sem býður skrifstofu-, lag-
er- og verslanainnréttingar.
Henni næst kemur bygg-
ingavörudeild, sem selur
t.d. hið landsþekkta Pergo
parket en það hefur náð
mikilli útbreiðslu enda við-
haldsfrítt og slitþol þess
margfalt á við hefðbundið
parket.
Framleiðsludeildir eru
þrjár; hilludeild, ofnadeild
og ryðfríadeild. Ofiiafram-
leiðslan er orðinn veiga-
minni þáttur en áður hjá
Ofnasmiðjunni en fram-
leiðsla á hillukerfum hefur
orðið mun fyrirferðarmeiri
og eru smíðaðar margar
gerðir af hillum, hillukerfum
og fataskápum. Aðalverk-
efnið undanfarið hefur verið
nýja bókasafnskerfið sem
við bindum miklar vonir við.
Við seljum einnig imiflutt
hillukerfi fyrir fyrirtæki og
einstaklinga og má þar nefna
hinar vinsælu finnsku Lund-
ia hillur. í ryðfríu deildinni
eru smíðaðir vaskar og
vaskaborð fyrir stóreld-
hús.“
SPILAR BRIDDSOG
FERÍJÓGA
Eiginmaður Helgu er Öm
Friðrik Clausen, sem vinnur
í gestamóttöku á Hótel
Holti, og eiga þau tvö böm,
16 ára og 10 ára.
„Ég hef ekki gefið mér
mikinn tíma til tómstunda-
starfa og ver frítíma mínum
helst til samvista við fjöl-
skyldu og vini,“ segir
Helga.
„Ég hef gaman af ferða-
lögum, jafnt utanlands sem
innan, og hef mjög gaman af
að skoða landið okkar. Mér
finnst nauðsynlegt að kom-
ast í tengsl við náttúruna og
gisti í tjaldi eða nýti mér
bændagistingu á ferðalög-
um innanlands.
Við hjónin spilum reglu-
lega bridds við vini okkar og
líkamlega þættinum sinni ég
með því að fara í Kripalujóga
tvisvar í viku. Ég hef prófað
ýmsa leikfimi en finnst þetta
sú langbesta sem ég hef
komist í kynni við,“ segir
Helga.
72