Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 22
FORSIÐUGREIN
SÉRKÖNNUN Á SEXÍÁN
EFSTU FYRIRTÆKIUNUM
Skyggnst á bak við sextán vinsælustu fyrirtækin á aðallistanum í sérkönnun
um þau. Þar kemur margt afar forvitnilegt í Ijós
Ert þú
með lánshæfa
hugmynd til eflingar
atvinnulífi ?
Við veitum
góðri hugmynd
brautargengi!
Við veitum fúslega nánari upplýsingar
um lán til atvinnuskapandi verkefna
í öllum greinum.
O
LANASJOÐUR
VESTUR-NORÐURLANDA
ENGJATEIG 3 • PÓSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVÍK
SÍMI: 560 5400 • FAX: 588 2904
Frjáls verslun lét Gallup gera sér-
könnun í desember á sextán vinsæl-
ustu fyrirtækjunum á aðallistanum.
Könnunin staðfestir afgerandi vin-
sældir Bónuss og Hagkaups á toppn-
um. Ennfremur skiptast mörg fyrir-
tækjanna á sætum hvað vinsældir
snertir. í sérkönnuninni, þegar nöfn
fyrirtækjanna eru lesin upp, svara
miklu fleiri og taka afstöðu en þegar
svarendur eru sjálfir beðnir um að
nefna fyrirtæki.
Einhver kynni að spyrja hvort ekki
ætti þá að láta sérkönnunina gilda
sem endanleg úrslit og að aðalkönn-
unin yrði þá forkönnun, eins konar
undanúrslit. Það kemur vissulega til
greina. En það, sem mælir afar þungt
á móti því, er auðvitað hversu leið-
andi sérkönnunin er.
Hún er leiðandi í þeim skilningi að
nöfn fyrirtækjanna eru lesin upp og
síðan er spurt um viðhorfið til þeirra.
Hvað þá með öll þau fyrirtæki sem
ekki eru lesin upp? Geta þau ekki
breytt röðuninni enn frekar?
í sérkönnuninni er skyggnst á bak
við viðhorfin til fyrirtækjanna og
svörin greind eftir aldri, búsetu og
kyni svarenda. í fyrsta sinn eru við-
horfin einnig tengd við stjómmála-
skoðanir svarenda. Greint er á milli
hvort svarendur séu mjög jákvæðir,
frekar jákvæðir, hlutlausir, frekar
neikvæðir eða mjög neikvæðir.
Frjáls verslun ákvað að gefa fyrir-
tækjunum meðaleinkunn með því að
gefa gildinu mjög jákvæður töluna +
100, frekar jákvæður töluna + 50,
hlutlaus töluna 0, frekar neikvæður
töluna - 50 og mjög neikvæður töluna
- 100. Bæði jákvæð og neikvæð af-
staða endurspeglast í þeirri einkunn
sem hvert fyrirtæki fær.
TEXTI: JÓN G. HAUKSS0N MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N
22