Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 41
út í kaup á fjarskiptabúnaði. Sú vinna
leiðir í ljós hvort hagstæðara sé að
ganga strax til samninga við ákveðna
aðila eða láta bjóða út. Ekki er æski-
legt að bjóða út í öllum tilfellum þar
sem vinna við útboðsgögn skilar sér
ekki í tilætluðum spamaði.
Þegar um er að ræða stór verkefni
eða innkaup er æskilegra að fara út í
útboð. Jafnframt eru útboð æskileg
frá rekstrarsjónarmiðum og jafnvel
nauðsynleg í sumum tilvikum vegna
þeirra skuldbindinga sem við höfum
tekið á okkur, samanber EES-samn-
inginn.
Útboðin geta skilað fyrir-
tækjum góðum árangri bæði í
sparnaði við kaup á fjarsk-
iptabúnaði og einnig í rekstri
hans. En ef útboðsgögn eru
illa unnin opnast glufur sem
geta orðið fyrirtækjum dýr í
framtíðinni. Útboðsgögn
verða að skila skýrri mynd af
því sem farið er fram á. Þann-
ig vita báðir aðilar að hverju
þeir ganga. En nokkur brota-
löm hefur verið á þessu hjá
fyrirtækjum. “
að tengja símstöðvar saman og flytja
tölvuupplýsingar á milli þeirra.“
- Hvað er það einna helst
sem stjórnendur reka sig á
við kaup á fjarskiptabúnaði?
„Það erfiðasta, sem menn standa
frammi fyrir, er að hafa keypt búnað
sem uppfyllir ekki þær væntingar
sem gerðar voru til hans í upphafi.
Það eru jafnframt dýr mistök að
kaupa búnað sem úreldist eftir 1 til 2
ár. En einnig ber verulega á því að
þeir möguleikar, sem búnaðurinn
hefur
- Hvernig hefur inn-
kaupum fyrirtækja á
síma- og fjarskipta-
búnaði verið háttað?
„Það er mjög misjafnt.
Hluti þeirra stjómenda, sem
fara út í kaup á símstöðvum
eða öðrum fjarskiptabúnaði,
eðlilega oft á tíðum ekki nægjanlega
þekkingu á þeim búnaði sem þeir fjár-
festa í. Þetta leiðir stundum til þess
að menn rekast á takmarkanir þess
búnaðar, sem keyptur hefur verið,
þegar það er of seint. Fæst fyrirtæki
hafa markað sér stefnu í fjarskipta-
málum og kynnt sér þá möguleika
sem bjóðast í þessum efnum. Markv-
iss uppbygging á þessu sviði er nauð-
synleg samhliða annarri uppbyggingu
í fyrirtækjum.
Þróun í síma- og fjarskiptabúnaði
er mjög hröð og samnýting tölvu- og
sfmtenginga er orðin nokkuð algeng.
Margar símstöðvar í fyrirtækjum
bjóða upp á að tengd séu við þær
skjáir, PC tölvur, prentarar og fleira
sem miðla á milli notenda eða tengja
þá við tölvukerfi. Jafnframt er hægt
Halldór Lárusson, einn kunnasti símaráðgjafi ís-
lenskra fyrirtækja, bendir á að útboð geti skilað
fyrirtækjum góðum árangri í síma- og fjarskipta-
málum, bæði í sparnaði við kaup á búnaði en ekki
síður við rekstur hans.
býður upp,
skyldi.“
á séu ekki nýttir sem
D- Lýstu framtíðarhorfum í
fjarskiptamálum fyrirtækja?
„Stóra breytingin er sú að sími er í
raun ekki bara sími eins og við litum á
hann fyrir nokkrum árum. Nú er sím-
inn tengill að mjög öflugu fjarskipta-
kerfi þar sem hugarflug og þármagn
eru takmarkandi þættir. Möguleikar í
forritun og tengingum, sem sím-
stöðvar bjóða upp á núna, eru ótrú-
lega margir og nær endalausir.
Þessir möguleikar munu nýtast
betur þegar boðið verður upp á ISDN
tengingar (Integrated Services Digi-
tal Network) og samskipti við al-
menna símkerfið. Með þessu fyrir-
komulagi fær notandinn stafræna
tengingu og meiri flutningsgetu á
upplýsingum en áður. Auk talaðs
máls er mögulegt fyrir þá sem hafa
viðeigandi búnað að senda sín á milli
tölvuupplýsingar, myndrænt efni til
notkunar sjónvarpssíma, hreyfi-
myndir og video-texta. Raunar eru
þessir möguleikar fyrir hendi í sum-
um af þeim símstöðvum sem settar
hafa verið upp í fyrirtækjum á síðustu
mánuðum.
Þá má benda á breiðbandsnetið ATM
(Asychronous Transfer Mud). Með
slíkum tengingum á milli fyrirtækja
innanlands og til útlanda er hægt að
senda meira magn upplýs-
inga. Til dæmis er hægt að
halda sjónvarpsfundi sem
spara bæði ferðalög og
tíma.“
Hvenær verður
hugsanlega hægt að
tengja notendur
saman með ISDN-
kerfi eða ATM-kerfi
og hvað kemur það
til með að kosta?
„ISDN tengingar verða að
öllum líkindum mögulegar á
haustmánuðum eða í byrjun
ársins 1996 samkvæmt óst-
aðfestum upplýsingum.
Væntanlega verður þessi
þjónusta kynnt með góðum
fyrirvara. Það brennur mest
á mönnum að vita um stofn-
kostnað slíkrar þjónustu og
þá ekki síður rekstrarkostnað. Það er
mjög brýnt að þjónustuaðilinn gefi út
gjaldskrá sem fyrst þannig að hægt sé
að gera kostnaðaráætlanir varðandi
þessa þætti. Fyrr er ekki hægt að
svara því hvað þetta kostar. “
- Hefur þessi nýja tækni ekki
áhrif á aðra þjónustu hjá
Pósti og síma?
„Það er mín skoðun að þessi nýja
þjónusta komi til með að hafa mikil
áhrif á það sem fyrir er, til dæmis
módemsambönd á milli fyrirtækja,
Gagnanetið, Háhraðanetið, 2 Mb/s
sambönd fyrir innvalsnúmer og
fleira.“
- Hvað með þráðlaus sam-
skipti?
„Þráðlaus samskipti, eins og far-
41