Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 58
TOLVUR
AÐUR EN ÞÚ KAUPIR SÍMAMÓTALD
Vaxandi áhugi á tölvufjarskiptum, ekki síst vegnaþeirrar
kynningar sem Internet hefur fengið að undanförnu, hefur væntanlega
hleypt lífi í sölu á símamótöldum.
I V I ótölderumisjöfnogþvímik-
I i i I ilvægt að velja rétta tækið.
■■■■ Nú eru flest mótöld með
búnaði sem gerir kleift að ná sem
mestum hraða á símak'nunni, sk.
gagnaþjöppun (data compression) og
villuvöm (error correction) til að auka
öryggi í gagnaflutningi.
GAGNAÞJÖPPUN
Ég fjallaði nokkuð um þá tækni,
sem býr að baki gagnaþjöppun, í grein
um „Stacker“, fyrir nokkru. Og eins
og kom fram í þeirri grein er skyld-
leiki á milli þeirra tækni, sem notuð er
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur
skrifar reglulega
um tölvur og
tækni í Frjálsa
verslun.
í „Stacker" og þeirrar sem notuð er
við sendingu með mótaldi.
Tvenns konar gagnaþjöppun tíðk-
ast í mótöldum sem byggja á stöðlun-
um v.42bis og MNP-5 (= Microcom
Network Protocol, stig5). Flestmót-
öld em gerð fyrir báða staðlana og
geta skipt á milli þeirra. Staðallinn
v.42bis er yngri en MNP-5 og nær
fjórföldun á sendihraða símalínunnar
við bestu aðstæður. MNP-5 er
aðeins eldri staðall og nær ekki nema
tvöföldun á sendihraða við bestu að-
stæður. Dæmi: Sé mesti sendihraði
mótaldsins 2.400 baud (bitar/sek) og
tengt með v.42bis þá fæst 9.600 baud
á símalínunni en sé tengt með MNP-5
fæst ekki nema 4.800 baud. Sé mesti
sendihraði 14.400 baud þá fæst
57.600 baud með v.42bis.
Til að ná þessum hraða, með
gagnaþjöppun, verður að stilla sam-
skiptaforritið á 9.600, 4.800 eða
mita
CC-50
LJOSRITI
sem mælt er með
CCBO
BESTI VINUR ÞINN
5ai
'150 blaða bakki.
'Ljósritar 10 síður á mínútu.
'Sérstök stilling til
að Ijósrita ljósmyndir.
'Minnkun og stækkun 64% - 156%.
ZEgiil Guttormsson-Fjölval hf.
Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21
Helstu söluaðilar: SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur.
MYNDIR: KRISTJAN EINARSS0N
58