Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 68

Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 68
MARKAÐSMAL HVAÐA VIT ER í ÞVÍ AÐ AUGLÝSA TUNGUMÁL? Mjólkursamsalan hyggst verja milljónum króna næstu fimm árin til að hvetja þjóðina til aö tala rétt oggott íslenskt mál Hvað býr hér að baki? jólkursamsalan, sem nú fagnar 60 ára afmæli sínu, hyggst verja um 7 milljónum króna á þessu ári til að hvetja þjóðina til að tala rétt og gott íslenskt mál. Málræktarátakið stendur yfir næstu fimm árin. Verði útgjöld til þess á svipuðum nótum og í ár stefnir í að heildarkostnaður við það næstu fimm árin verði yfir 30 miiljónir, upphæð sem að sjálfsögðu er reiknað með að skili sér til baka í aukinni mjólkurneyslu. En hvað býr hér að baki? Af hverju í ósköpunum er Mjólkursam- salan að verja fé til þessara mála? Gunnar Steinn Pálsson, al- mannatengill og auglýsinga- maður, er hugmyndasmiður- inn að baki þessa átaks Mjólk- ursamsölunnar og hann segir frumhugmyndina vera þau sjálfsögðu sannindi að öllum góðum fýrirtækjum beri að leggja gjörva hönd á einhver þjóðþrifamál og skapa okkur enn betra umhverfi. „Með því að leggja áherslu á íslenskt mál erum við að undirstrika íslenskan uppruna Mjólkursamsöl- unnar og framleiðsluvara hennar.“ Átakið verður með þrennum hætti. „í fyrsta lagi munum við nota einn útbreiddasta fjölmiðil landsins, sjálfar mjólkurumbúðirnar. Þar munum við vera með ýmiskonar fróðleik, benda á hvað sé rétt mál og hvað rangt, við munum benda á ýmislegt sem betur mætti fara í framburði, benda á am- bögur, fjalla um slangur og fleira, auk þess sem við nýtum umbúðirnar væntanlega einnig til þess að kynna sjálfan bókmenntaarfinn. í annan stað snýst hugmyndin um að Mjólkursamsalan kosti með bein- um fjárframlögum ýmiskonar uppá- komur, ráðstefnur, málþing og þess háttar, auk ýmiskonar útgáfustarf- semi sem lýtur að verndum tungunn- ar.“ Að sögn Gunnars Steins verður slíkt gert í nánu samstarfi við íslenska málnefnd og Málræktarsjóð en þeir SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA aðilar eru viðsemjendur Mjólkursam- sölunnar og fulltrúar „íslenskrar tungu“ í málinu! Þriðji þáttur herferðarinnar er beinar auglýsingar Mjólkursamsöl- unnar, auglýsingarnar sem eru í lík- ingu við auglýsinguna sem við höfum þegar séð í sjónvarpi og kvikmynda- húsum. Þessu átaki Mjólkursamsölunnar er ætlað að standa næstu fimm árin ef vel tekst til. Gunnar Steinn segir að þessi leið sé í senn frumleg og eðlileg. „Hún er eðlileg að því leyti að stönd- ugum fyrirtækjum ber að leggja þjóðþrifamálum lið með einum eða öðrum hætti og hún er frumleg að því leyti að aldrei áður hefur farið með jafn skipulegum hætti í þessi mál. Hingað til hafa fyrirtæki helgað sig umhverfismálum, náttúruvernd, landgræðslu, skógrækt, stuðningi við íþróttafélög og annars konar mannrækt en málræktin er í raun nýtt viðfangsefni á þessu sviði.“ En þótt markmiðið sé að styðja við íslenskt mál segir Gunnar að ekki megi gleyma aðalmarkmiðinu sem er að selja sífellt meira af mjólk- urafurðum. „Ég er sannfærður um að ímynd selur vöru og þetta átak mun vonandi bæta stöðu Mjólkursamsöl- unnar til muna. Senn eigum við í sam- keppni við innfluttar mjólkurvörur og þá er mikilvægt að neytendur átti sig TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G FLEIRI „í kvikmyndahúsum hefur það til dæmis margsinn- is gerst að fólk hefur klappað hraustlega að lokinni sýningu auglýsingarinnar. Það er afar fátítt en seg- ir meira en mörg orð um hve þjóðinni þykir vænt um tungu sína.“ 68

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.