Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA ÞÖRF ÁMINNING PRÓFESSORSINS Eigi alls fyrir löngu birtist mjög athyglisverð grein eftir Þorvald Gylfason prófessor í Morgunblaðinu. f greininni vekur hann athygli á því á hvaða villigötum íslenskt efnahagskerfi og efnahagslíf sé og hvert við virðumst stefna hraðbyri. Prófessorinn segir einfald- lega að hagkerfið á íslandi sé að drabbast niður, færir fyrir því rök og tilnefnir helstu orsakir þess að svo sé komið. Hugvekja hans er skýr áminning til íslenskra stjórnmálamanna og raunar allra fslendinga því vit- anlega eiga flestir beina eða óbeina sök á því hvernig komið er. íslendingar hafa lengi státað sig af því að þjóðarframleiðsla á mann væri hér meiri en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum en nú er svo komið að við sígum æ neðar í samanburði við aðra og eins og pró- fessorinn bendir á erum við nú komin niður í 17. sæti af 24 þjóðum OECD og þau lönd, sem eru þar enn fyrir neðan okkur, eru þau sem lengi hafa verið fátækustu lönd Evrópu. En nú hafa þau það hins vegar fram yfir okkur að vera í efnahagslegri sókn á meðan stöðnun og afturför ríkir hérlendis. Sjálfsagt eru ekki allir sammála um þær orsakir sem Þorvaldur Gylfason nefnir til sem aðalundirræt- ur vanda efnahags- og hagkerfis landsins. Það er þó sennilega ómótmælanlegt að kjarni vandans er sú stjórnmálalega undanlátssemi sem ríkt hefur í land- inu allt frá því að viðreisnarstjórnin lét af völdum í byrjun áttunda áratugarins. Allt frá þeim tíma hefur ríkt hálfgerður pólitískur uppboðsmarkaður á íslandi sem orðið hefur til þess að venja fólk við lífskjör sem byggja á fölskum forsendum. Við höfum stöðugt tekið út úr Gleðibankanum, án þess að leggja þar nokkuð inn á móti. Undanhaldið hefur verið mjög hratt og þótt við séum kannski ekki enn alveg á brún sama hengifl- ugs og nágrannar okkar, Færeyingar, þá erum við stöðugt að nálgast brúnina og förum að sjá fram af henni ef ekki verður spomað við fótum. Nú eru alþingiskosningar framundan og vafalaust mun það fólk, sem verður að háttvirtum kjósendum á fjögurra ára fresti, verða vitni að því að stjórnmála- menn reyni að breiða yfir hinn raunverulega vanda í von um að hafa af því pólitískan ávinning. Að undan- förnu hefur mikið verið talað um efnahagsbata og bjartari horfur í efnahagsmálum okkar. Erfitt er hins vegar að koma auga á hver grundvöllur þessa bata er á meðan við sígum alltaf neðar og neðar í framleiðslu okkar og nýsköpun í atvinnulífinu er nánast engin. Vissulega hefur rekstur nokkurra fyrirtækja í fram- leiðsluatvinnuvegunum batnað og þau hafið sókn á nýjum vettvangi en þegar á heildina er litið er undir- staðan þó jafn veik og verið hefur. Þorvaldur Gylfason segir eina ástæðu vanda okkar vera þá að við búum hér við miðstýringu kauplags á vinnumarkaðnum og að fáeinir forkólfar verkalýðsfé- laga og vinnuveitenda semji beint eða óbeint um kaup og kjör langflestra launþega. Þeir séu búnir að eyði- leggja launakerfið. Vissulega er þetta rétt en því má þó ekki gleyma né vanmeta að það eru einmitt þessir aðilar sem höfðu frumkvæði að því jákvæðasta sem gerst hefur í efnahagslífinu undanfarin ári. Það voru þessir menn sem lögðu grunn að þeim stöðugleika sem verið hefur en ekki stjórnmálamennirnir nema þá að mjög litlu leyti. Þótt prófessorinn fjalli ekki um það í grein sinni þá þarf ekki mikla skarpskyggni til þess að sjá það og skynja að ein meginundirrót vanda okkar er sú að hið opinbera kerfi hefur flætt yfir alla bakka á undanförn- um áratugum. Það kerfi er nú orðið svo máttugt að við ráðum engan veginn við það og eigi að stíga einhver skref til baka upphefst slíkur hamagangur að hið hálfa væri nóg. Hið opinbera er farið að soga allt fjármagn til sín, ekki aðeins frá atvinnuvegunum heldur líka frá einstaklingum í formi æ hærri skatta og álagninga. Slíkt hefur aðeins eitt í för með sér - það að hægja á öllu í efnahagslífinu og drepa í dróma frumkvæði og áhuga einstaklinga á nýsköpun og at- vinnusköpun. Einstaklingarnir eru einfaldlega ofur- liði bornir af kerfinu og smátt og smátt finna þeir til vanmáttar síns og telja að það sé betra að fara sér hægt og fella sig inn í kerfið heldur en að vera að sprikla eitthvað með allan eftirlitsiðnaðinn á bakinu frá morgni til kvölds. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.