Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 54
N/ERMYND er Guðrún Marta, læknir á Raufar- höfn, þá Ólafur en næst honum Ingi- gerður hjúkrunarfræðingur, síðan Kristín tölvunarfræðingur og yngstur er Torfi Þorkell Torfason kjötiðnað- armaður. SÖNG OG SPILAÐIMEÐ KUNNUM POPPHUÓMSVEITUM Ólafur ólst upp við leik og störf í Kópavoginum sem var ansi líflegur á þeim árum en Kópavogurinn var sem óðum að byggjast og þar var margt af ungu barnafólki. Meðal þess, sem Ólafur tók sér fyrir hendur á æskuárunum, var að syngja í popphljómsveitum sem þótti ekki lítið töff á þessum árum. Meðal nafntoguðustu hljóm- sveita sem hann söng með voru Zoo, þar sem Björgvin Gíslason þandi gítarinn í kapp við raddbönd Ólafs, og Experi- ment sem einkum fékkst við að spila fyrir ameríska hermenn á Keflavíkurflugvelli en þar deildi Ólafur framlínunni með Önnu Vilhjálms. „Hann hefur alveg lagt tón- listariðkun á hilluna. Hann syngur ekki opinberlega en syngur ágætlega með sfnu nefi fyrir sjálfan sig,“ sagði maður sem stundum syngur með Ól- afi. Ólafur kvæntist Sigurbjörgu Rósu Þórhallsdóttur sjúkraliða árið 1971 og eiga þau saman fimm böm. Foreldrar Sigurbjargar eru Þórhallur Halldórs- son, verkfræðingur í Reykjavík, fæddur á Hvanneyri og kona hans Bryndís Sigurveig Guðmundsdóttir sjúkraliði. Fyrstu skrefin í hjúska- pnum stigu þau á Grundarstíg í litlu herbergi hjá afa og ömmu Ólafs. Síðar lá leiðin í Meðalholt og nú býr Ólafur í glæsilegu einbýli í Tjaldanesi 17 á Arnarnesi. Elst barna Ólafs og Sigur- bjargar er Bryndís f. 1971. Bryndís er aðstoðarhótelstjóri á Hótel Reykja- vík. Næstur kemur Davíð Torfi versl- unarstjóriíGarðakaup, f. 73, Þórhall- ur, f. 79, Ólafur Freyr, f. 84, og María Þórdís, f. 87. „Ólafur er maður sem hefur unnið eins og sleggja frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld alla daga vikunnar í 20 ár. Hann fer þetta algjörlega á hörkunni og seiglunni. Þegar þú sérð hvað liggur eftir þenn- an rúmlega fertugan mann þá sérðu að hann hefur lyft grettistaki. Og það hefur hann gert með eigin höndum. Þama fer maður sem hefur blinda trú á einstaklingsframtaki og sjálfstæði og hefur meðfætt peningavit að auki,“ segir samstarfsmaður Ólafs. ÓFEIGSFJARÐARÆTT Ólafur er af hinni svokölluðu Ófeigsfjarðarætt sem kennd er við Ófeigsfjörð á Ströndum. Ættin er kennd við Guðmund Pétursson óðals- bónda og hákarlaformann (1853-1934) sem bjó um langan aldur í Ófeigsfirði, harðduglegur og skarpskyggn afla- maður sem lét smíða smáa og stóra báta, ræktaði jörð sína og átti 17 böm með þremur konum. Guðmundur lét m.a. smíða hákarlaskipið Ófeig sem varðveitt er í heilu lagi í byggðasafn- inu á Reykjum í Hrútafirði og er minn- isvarði um horfna atvinnuhætti sem kröfðust harðfylgi og áræðni í meira mæli en nú þykir óhætt að krefjast af mönnum. Guðmundur var stofnandi Kaupfélagsins í Norðurfirði og kaup- félagsstjóri þess um árabil og eftir hans dag tók Torfi, sonur hans, afi Ólafs Torfasonar, við kaupfélaginu. Enn eiga afkomendur Guðmundar Ófeigsfjörð og rækja hlunnindi þar með miklum myndarskap. Ófeigsfjarðarfólk þykir harðsnúið en lífsglatt dugnaðarfólk sem vílar ekki fyrir sér mikla vinnu og vill ógjarnan láta hlut sinn fyrir öðrum. Ólafur gekk ekki lengi eftir hinum hefðbundna menntavegi eftir að skólaskyldu lauk en stefndi út á vinnu- markaðinn og vann fyrst í verslun föð- ur síns á Grundarstígnum. Það mun vera í eina skiptið sem Ólafur hefur unnið hjá öðrum en sjálfum sér. Heið- ar Vilhjálmsson kaupmaður keypti af þeim Þingholt og síðar, þegar feðg- amir fluttu sig um set suður Garða- kaup í Garðabæ, var það aftur Heiðar sem keypti verslunina Kaupgarð við Engihjalla af þeim en seldi Þingholt. „Það var fínt að skipta við Ólaf. Hann er mjög heiðarlegur og orðheldinn maður,“ sagði Heiðar sem nú verslar í Plúsm- arkaðnum í Straumnesi í Breið- holti. DÚXAÐI37 ÁRA Ólafur tók aftur upp náms- þráðinn árið 1986, þá 35 ára gamall og settist á skólabekk í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og lauk stúdentsprófi þaðan á sléttum tveimur árum og dúx- aði í þokkabót. Hann er því snarpur námsmaður ekki síður en framkvæmdamaður. „Pabbi tók þetta með trompi eins og allt annað,“ segir Bryndís, dóttir hans, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Reykjavík. Bryndís var kjörin For- dstúlka DV árið 1990 og ljósmynda- fyrirsæta Hollywood sama ár. Bryn- dís sat í bekk með föður sínum síðasta árið í Fjölbraut og segir að hann hafi verið elsti nemandinn í bekknum en ekki elstur í skólanum. Veturinn eftir að Ólafur lauk stúd- entsprófi settist hann á skólabekk í Háskóla íslands og sótti tíma í hag- fræði og mannfræði. Hann stundaði námið aðeins eina önn því hann þurfti þá að yfirtaka stjóm byggingarfram- kvæmda í Egilsborgum við Rauðar- árstíg. Þegar Ólafur er ekki að vinna dvel- ur hann með fjölskyldu sinni og kann, að annarra sögn, einna best við sig í moldargrúski í garðinum sem hann sinnir af alúð. Ólafur á tali við Bjarna Ásgeirsson, hótelstjóra á Hótel Reykjavík, en hann verður einnig hótelstjóri á Grand Hótel Reykjavík (Holiday Inn). 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.