Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 65
sunnudögum. Frétta-
mennirnir Karl Garðars-
son og Kristján Már
Unnarsson hafa unnið
sex nýja þætti í þáttaröð-
inni Framlagi til fram-
fara. Þættirnir eru orðn-
ir fjórtán talsins og eru
efni upp á sjö klukku-
stundir.
Börn verða áberandi í allri kynningu á íslenskum dögum sem táknræn mynd um mikil-
vægi uppbyggingar öflugs atvinnulífs.
DAGARNIR ERU DÆMIUM
GOTT MARKAÐSÁTAK
íslenskir dagar eru
ekki aðeins liður í að
vekja almenning til um-
hugsunar um mikilvægi
íslenskrar framleiðslu
heldur eru dagarnir líka
afar gott dæmi um vel
heppnað markaðsátak ís-
lensks fyrirtækis, Is-
lenska útvarpsfélagsins
hf. Það byggir á sam-
vinnu fjögurra deilda; dagskrádeilda
Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fréttadeild-
ar og markaðsdeildar.
Atakið skilar sér í auknu innlendu
efni í dagskránni um mikilvægi ís-
lensks atvinnulífs og þá vaxtarbrodda
sem víða er að finna og lítið eru í
sviðsljósinu. Umfjöllunin, ein og sér,
er íslensk dagskrárgerð og dæmi um
vaxtarbrodd.
Atak af þessu tagi skilar sér örugg-
lega í góðri ímynd fyrir fyrirtækið.
Efni af þessu tagi, eins konar þjóðar-
hvatning, á ævinlega upp á pallborðið
hjá áhorfendum. Það er ekki aðeins
að þeir hrífíst af efninu heldur líka af
átakinu í heild sinni, að ráðist hafi
verið í það. Sú jákvæðni skilar sér á
síðari tímum.
Fyrst og síðast má þó ætla að ís-
lensku dagarnir auki sölu íslenskra
vara. Þar með koma þeir öllum ís-
lenskum fyrirtækjum til góða. Má
minna á að íslensk framleiðslufyrir-
tæki hafa ævinlega fundið fyrir auk-
inni sölu í nokkum tíma eftir herferðir
af þessu tagi. Það er samt mat mark-
aðsmanna að stöðugur áróður þurfi að
vera fyrir hendi.
SÝNING í PERLUNNI
Að sögn Thors er einn helsti vaxt-
arbroddurinn í íslenskum dögum að
þessu sinni samnefnd sýning fslenska
útvarpsfélagsins í Perlunni helgina
18. og 19. febrúar. Þar gefst þeim
fyrirtækjum, sem taka þátt í átakinu,
kostur á að vera með sýningarbása. í
tengslum við dagana í fyrra var, með
skömmum fyrirvara, haldin sýning í
Perlunni einn laugardagseftirmiðdag
og sóttu hana 7 þúsund manns.
Að þessu sinni stendur sýningin
yfir í tvo daga, bæði laugardag og
sunnudag, og verður hún með meira
alvöru sniði en í fyrra. „Þetta verður
sýning í fullri stærð þar sem sett
verður upp sérstakt sýningarkerfi
með sýningarbásum og þess háttar.
A meðan á sýningunni stendur verða
jafnframt alls kyns uppákomur í boði,
eins ,og tískusýningar, vörukynning-
ar, lifandi tónlist og fleira,“ segir Thor
og bætir við:
„Með svona sýningu fá þau fyrir-
tæki, sem eru með okkur í átakinu,
augljósan snertiflöt við neytendur og
geta þannig metið árangurinn betur.
Þar fínna þau líklegast best hvemig
stemmningin er gagnvart átakinu.“
65