Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.01.1995, Qupperneq 65
sunnudögum. Frétta- mennirnir Karl Garðars- son og Kristján Már Unnarsson hafa unnið sex nýja þætti í þáttaröð- inni Framlagi til fram- fara. Þættirnir eru orðn- ir fjórtán talsins og eru efni upp á sjö klukku- stundir. Börn verða áberandi í allri kynningu á íslenskum dögum sem táknræn mynd um mikil- vægi uppbyggingar öflugs atvinnulífs. DAGARNIR ERU DÆMIUM GOTT MARKAÐSÁTAK íslenskir dagar eru ekki aðeins liður í að vekja almenning til um- hugsunar um mikilvægi íslenskrar framleiðslu heldur eru dagarnir líka afar gott dæmi um vel heppnað markaðsátak ís- lensks fyrirtækis, Is- lenska útvarpsfélagsins hf. Það byggir á sam- vinnu fjögurra deilda; dagskrádeilda Stöðvar 2 og Bylgjunnar, fréttadeild- ar og markaðsdeildar. Atakið skilar sér í auknu innlendu efni í dagskránni um mikilvægi ís- lensks atvinnulífs og þá vaxtarbrodda sem víða er að finna og lítið eru í sviðsljósinu. Umfjöllunin, ein og sér, er íslensk dagskrárgerð og dæmi um vaxtarbrodd. Atak af þessu tagi skilar sér örugg- lega í góðri ímynd fyrir fyrirtækið. Efni af þessu tagi, eins konar þjóðar- hvatning, á ævinlega upp á pallborðið hjá áhorfendum. Það er ekki aðeins að þeir hrífíst af efninu heldur líka af átakinu í heild sinni, að ráðist hafi verið í það. Sú jákvæðni skilar sér á síðari tímum. Fyrst og síðast má þó ætla að ís- lensku dagarnir auki sölu íslenskra vara. Þar með koma þeir öllum ís- lenskum fyrirtækjum til góða. Má minna á að íslensk framleiðslufyrir- tæki hafa ævinlega fundið fyrir auk- inni sölu í nokkum tíma eftir herferðir af þessu tagi. Það er samt mat mark- aðsmanna að stöðugur áróður þurfi að vera fyrir hendi. SÝNING í PERLUNNI Að sögn Thors er einn helsti vaxt- arbroddurinn í íslenskum dögum að þessu sinni samnefnd sýning fslenska útvarpsfélagsins í Perlunni helgina 18. og 19. febrúar. Þar gefst þeim fyrirtækjum, sem taka þátt í átakinu, kostur á að vera með sýningarbása. í tengslum við dagana í fyrra var, með skömmum fyrirvara, haldin sýning í Perlunni einn laugardagseftirmiðdag og sóttu hana 7 þúsund manns. Að þessu sinni stendur sýningin yfir í tvo daga, bæði laugardag og sunnudag, og verður hún með meira alvöru sniði en í fyrra. „Þetta verður sýning í fullri stærð þar sem sett verður upp sérstakt sýningarkerfi með sýningarbásum og þess háttar. A meðan á sýningunni stendur verða jafnframt alls kyns uppákomur í boði, eins ,og tískusýningar, vörukynning- ar, lifandi tónlist og fleira,“ segir Thor og bætir við: „Með svona sýningu fá þau fyrir- tæki, sem eru með okkur í átakinu, augljósan snertiflöt við neytendur og geta þannig metið árangurinn betur. Þar fínna þau líklegast best hvemig stemmningin er gagnvart átakinu.“ 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.