Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 16
FORSÍÐUGREIN
Vinsældakönnun Gallups fyrirFrjálsa verslun:
BÓNUS VINSÆLAST
/
I fyrsta sinn í sex ára sögu Bónuss mælistþað vinsælasta fyrirtæki landsins
og skákar Hagkaup úr topþsætinu. Þessi tvö fyrirtæki eru ísérflokki að
vinsældum - en hörðum andstæðingum þeirra hefur líka fjölgað
□ yrirtækið Bónus, semjóhann-
es Jónsson stofnaði í apríl fyrir
sex árum, er orðið vinsælasta
fyrirtæki landsins samkvæmt könnun
Gallups fyrir Frjálsa verslun. Það
skákar Hagkaup úr toppsætinu. Bón-
us var í öðru sæti í fyrra.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu þess
sem það hreppir toppsætið í þessari
vinsældakönnun Frjálsrar verslunar.
Bæði Hagkaup og Bónus skera sig úr
að vinsældum, þau eru í sérflokki.
Þau auka fylgi sitt örlítið frá því síð-
ast. Engu að síður hefur hörðum and-
stæðingum þeirra einnig fjölgað.
Könnunin var framkvæmd um miðjan
nóvember, einum mánuði fyrr en
venjulega. Úrtakið var 1.200 manns
en 841 tók þátt og svaraði. Úrtakið
var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá, fólk á
aldrinum 15 til 75 ára af öllu landinu.
FJÖGUR VINSÆLUSTU LÍKAÁ
MEÐAL ÞEIRRA ÓVINSÆLUSTU
Fyrst var spurt um hvaða þijú
fyrirtæki það væru sem viðkomandi
hefði jákvæðast viðhorf til. Af 841,
sem svaraði í könnuninni, nefndu 120
manns Bónus, 118 nefndu Hagkaup,
96 nefndu Flugleiðir, 61 nefndi
Eimskip og 24 Vffilfell. Þetta eru
fimm vinsælustu fyrirtækin. Greini-
legur munur er á fjórða og fimmta
vinsælasta fyrirtækinu.
Það er athyglisvert að fimm vin-
sælustu fyrirtækin eru öll á meðal sex
efstu þegar spurt er sérstaklega um
óvinsæl fyrirtæki. Spurt var: Nefndu
mér þau þrjú fyrirtæki sem þú hefur
neikvæðast viðhorf til? Hörðum and-
stæðingum þeirra hefur fjölgað en
harðir fylgismenn þeirra eru samt
miklu fleiri. Með öðrum orðum; þau
virðast umdeildari en áður.
SÉRKÖNNUNIN STAÐFESTIR VINSÆLDIR
BÓNUSS 0G HAGKAUPS
Eins og undanfarin ár sjá flestir
ástæðu til að nefna Eimskip í þessum
hluta könnunarinnar. Samt er mest
áberandi núna hvað hörðum andstæð-
ingum Flugleiða, Hagkaups, Bónuss
og Pósts og síma hefur fjölgað í aðal-
könnuninni.
Frjáls verslun hefur ætíð gert sér-
könnun um einstök, valin fyrirtæki.
Þau eru lesin upp og spurt sérstak-
lega um þau. Þessi könnun þykir leið-
andi í þeim skilningi að fyrirtækin eru
valin fyrirfram.
Sérkönnunin var gerð fyrri hlutann
í desember og var breytt svolítið út af
venjunni með val á fyrirtækjum. Nú
var eingöngu spurt um sextán efstu
fyrirtækin á aðallistanum. En áður
voru fyrirtækin valin eftir ákveðnum
atvinnugreinum og þannig reynt að
átta sig á vinsældum fyrirtækja sem
keppa á mismunandi sviðum. í sér-
könnuninni taka miklu fleiri afstöðu og
svara. Að því leyti er hún mun mark-
tækari en hún gagnast samt ekki til að
raða niður á aðallistann vegna þess að
fyrirtækin eru valin fyrirfram.
í sérkönnuninni er hægt að skoða
og greina svör eftir kyni, aldri, búsetu
og síðast en ekki síst stjórnmálaskoð-
unum. Hún staðfestir að Bónus og
Hagkaup eru í sérflokki hvað vinsæld-
ir snertir. Hún sýnir líka að ekkert
eitt fyrirtæki á íslandi á eins marga
harða fylgismenn og Bónus. Tæplega
annar hvor, sem svaraði, sagðist hafa
mjög jákvætt viðhorf til Bónus.
GRANDI0G ATLANTA ERU
HÁSTÖKKVARAR
En lítum nánar á aðallistann, könn-
unina í nóvember. Það vekur strax
athygli að ijögur ný fyrirtæki eru frá
6. til 10. sætis á listanum. Grandi og
flugfélagið Atlanta, sem var mikið í
fréttum vegna kjaramála áður en
könnunin var gerð, eru hinir eiginlega
hástökkvarar listans.
Grandi fer úr 16. í 6. sætið. Og
Atlanta, sem í fyrsta sinn kemst inn á
aðallistann, fer beint í 7. sætið.
Glæsilegur árangur það. Það vekur
einnig athygli að bankamir, sem voru
mikið í fréttum fyrst á árinu vegna
debetkorta, virðast allir hafa bætt
ímynd sína á síðasta ári. íslandsbanki
og Landsbanki færa sig upp í 8. og 9.
sæti. Fjarðarkaup í Hafnarfirði eykur
einnig fylgi sitt og vermir 10. sætið en
það var í 20. sæti síðast.
Það er auðvitað ekki síður fróðlegt
að sjá hvaða fyrirtæki færast niður
listann. Þar stingur fyrst í augun hið
mikla fylgishrun Sólar hf. Fyrirtækið
hefur ævinlega vermt eitt af efstu
sætunum, og tvisvar setið í toppsæt-
inu, fer úr 4. sæti í 22. sætið. Það var
í toppsætinu fyrir tveimur árum. Nú
nefna 11 manns það sérstaklega á nafn
en 76 í síðustu könnun.
MINNA FYLGIVIÐSÓL EFTIR
BROTTHVARF DAVÍÐS
Stóra breytingin hjá Sól á síðasta
ári var auðvitað að lánadrottnar seldu
TEXTI: 1ÓN G. HAUKSS0N MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N
16