Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 70
FOLK
ÞÓRIR EINARSSON, RÍKISSÁTTASEMJARI
ÞórirEinarsson, nýráðinn ríkissáttasemjari, segistvera
í viðbragðsstöðu fyrir komandi samningalotur og kvíðir
því ekki að vaka heilu næturnar.
„Mér líst vel á starfið og
hef ekki í hyggju að breyta
því mikið þó að alltaf komi
nýjar áherslur með nýjum
mönnum. Líklega finnst
flestum best þegar ekki þarf
að leita til ríkissáttasemjara
en ég á von á að til minna
kasta þurfi að koma í samn-
ingaviðræðunum sem
standa fyrir dyrum. Það má
segja að ég sé í viðbragðs-
stöðu,“ segir Þórir Einars-
son, nýráðinn ríkissátta-
semjari.
Þórir er 61 árs. Hann
varð stúdent frá M.R. 1953,
lauk viðskiptafræði frá Há-
skólanum 1957 og fór síðan
til Þýskalands í framhalds-
nám. Þegar heim kom hóf
Þórir störf hjá Iðnaðarmála-
stofnun íslands, forvera
Iðntæknistofiiunar, og vann
þar í 10 ár en kenndi jafn-
framt stundakennslu við
verkfræðideild H.í. og
Tækniskóla íslands.
„Þá kenndi ég á fjölda
námskeiða hjá félagasam-
tökum og Stjórnunarfélag-
inu og einnig hjá Verkstjórn-
arfræðslunni sem rekin var
á vegum Iðnaðarmálastofn-
unarinnar. Reyndar var ég
forstöðumaður hennar um
árabil. Þar var á tímabili
boðið upp á eitt ítarlegasta
nám í stjómun og mannafor-
ráðum sem völ var á hér-
lendis,“ segir Þórir.
1972 varð Þórir kennari
við viðskiptadeild Háskól-
ans og prófessor 1974.
Gegndi hann því starfi þar til
nú fyrir skömmu. Hann
hafði umsjón með stjórnun-
arsviði deildarinnar, var
deildarforseti um skeið og
tók virkan þátt í að byggja
upp kennslu í stjórnun og
starfsmannamálum.
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR
70
„Þegar ég tek saman alla
mína kennslu, á námskeið-
um og í skólum, reiknast
mér til að ég sé búinn að
kenna á fjórða þúsund
manns. Ég hef einnig unnið
mikið að stjórnunarstörfum
innan Háskólans, var t.d.
lengi formaður Háskóla-
bíós, svo og stjómsýslu-
nefndar skólans og átti sæti
í þróunarnefnd sem nýlega
hefur skilað áliti. Það sem
komið hefur frá mér í rituðu
máli hefur einkum verið um
stjómun og starfsmanna-
mál, nú síðast rit um sam-
skiptastjómun, en einnig er
ég meðhöfundur að tveimur
viðskiptaorðabókum, ís-
lensk - enskri og ensk - ís-
lenskri."
Þórir segist hafa sótt um
starf ríkissáttasemjara m.a.
vegna reynslu sem hann
MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
hefur öðlast á því sviði t.d.
þegar hann var sérstakur
sáttasemjari í deilu banka-
manna 1992 og formaður
nefnda sem úrskurðuðu um
kjör lögreglumanna og toll-
varða 1993. Hann telur þó
dýrmætasta þá reynslu sem
hann fékk með setu í Verð-
lagsráði frá 1979 og þar til
samkeppnisráð tók við hlut-
verki þess.
Á AUÐVELT MEÐ AÐ
FÁSÉR HÆNUBLUND
„Ég var fulltrúi Hæsta-
réttar í Verðlagsráði og
þurfti oft að miðla málum á
milliaðila vinnumarkaðarins
sem sæti áttu í ráðinu. Auk
þess kenndi ég samninga-
tækni í mörg ár og tel mig
hafa góða innsýn í þessi mál.
Við erum þrír starfsmenn
embættis ríkissáttasemjara
í fullu starfi og þegar á þarf
að halda er vararíkissátta-
semjari kallaður til. Frá því
að ég byrjaði hafa verið
haldnir margir fundir í deilu
leikskólastarfsmanna af
Suðurnesjum og einnig hafa
flugfreyjur komið með sín
mál til okkar. Ég kvíði því
ekki að þurfa að vaka þegar
kemur að löngum samninga-
lotum. Sem betur fer á ég
auðvelt með að fá mér
hænublund."
STUNDAR LEIKFIMIMEÐ
HÁSKÓLAKENNURUM
Eiginkona Þóris er Ren-
ata Einarsson, fædd Scholz,
löggiltur skjalaþýðandi og
dómtúlkur. Þau eiga tvo
syni, 28 og 25 ára gamla.
„í frístundum hef ég gam-
an af útiveru, - skíðagöngu
og gönguferðum á vetrum
og á sumrin fer ég í nokkrar
veiðiferðir og í gönguferðir
um nágrennið. í mörg ár hef
ég stundað leikfimi háskóla-
kennara, þrisvar í viku, und-
ir stjórn Validmars Ömólfs-
sonar. Þetta eru ómissandi
tímar og félagsskapurinn
góður. Þarna gefst gott
tækifæri til að hitta menn og
hafa mörg mál verið leyst í
búningsklefunum.
Af félagsstörfum get ég
nefnt Rótarýklúbbinn í Ár-
bæ, Germaníu, þar sem ég
hef verið í stjórn, og DAAD-
félagið, þar sem ég er for-
maður. Það er félag þeirra
sem hafa fengið námsstyrk
frá þýska ríkinu og í því eru á
annað hundrað manns. Á
sumrin gróðursetjum við í
Heiðmörk og drekkum jóla-
glögg í desember," sagði
Þórir að lokum.