Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 26
MARKAÐSMÁL
Stórmerk bifreiðakönnun Frjálsrar verslunar:
ELLEFU POSUND MANN
Um helmingur svarenda telur sig eingöngu ráða við að kauþa bíl sem kostar
innan viðl milljón. Vinsælustu umboðin eru Toyota, Ingvar Helgason, Hekla
ogBifreiðar & landbúnaðarvélar. Toyota Land Cruiser er draumabíll flestra
□ um ellefu þúsund heimilum er
ætlunin að kaupa nýjan bíl á
árinu, samkvæmt skoðana-
könnun Fijálsrar verslunar. Það er
smávægileg aukning frá sams konar
könnun blaðsins í endaðan janúar. Þá
kemur fram að um helmingur svar-
enda telur sig eingöngu ráða við að
kaupa bíl sem kostar innan við 1 millj-
ón króna. Ennfremur var spurt um
vinsælustu bílaumboðin og reyndist
Toyota hafa afgerandi forystu. Ingvar
Helgason, Hekla og Bifreiðar & land-
búnaðarvélar komu þar á eftir. Og
draumabíll landsmanna er tvímæla-
laust Toyota Land Cruiser, sam-
kvæmt könnuninni.
Könnun Frjálsrar verslunar var
gerð helgina 18. til 21. apríl sl. og var í
sama spurningavagni blaðsins og for-
setakönnunin sem sagt er frá á öðrum
stað hér í blaðinu. Byggt var á úrtaki
sem valið var af handahófi af síma-
númeraskrá frá Pósti og síma. Úrtak-
ið var 780 númer. Alls tóku 487 þátt í
könnuninni.
Spurt var: Ætlar þú að kaupa nýjan
bíl á árinu? Nefndu 1-3 bílaumboð
sem þú hefur jákvætt viðhorf til?
Hvað má bíll kosta miðað við þinn
íjárhag? Hvernig bíl myndir þú kaupa
ef peningar væru ekkert vandamál?
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ.
ÆTLAR ÞU AÐ KAUPA NYJAN BIL A ARINU?
Já % Nei % Hlutl. % Alls %
Konur 8,2 90,4 1,4 100,0
Karlar 14,8 81,3 3,9 100,0
Niðurstaða 11,2 86,2 2,6 100,0
Spurt í jan. 9,5 87,1 3,4 100,0
í könnuninni sögðust 11,2% svarenda ætla að kaupa sér nýjan bíl á árinu.
NEFNDU1 - 3 BÍLAUMBOÐ SEM ÞÚ HEFUR JÁKVÆTT VIÐHORF TIL?
Fjöldi Hlutfall
P. Samúelsson 198 40,6
Ingvar Helgason 161 33,1
Hekla 118 24,2
Bifr. & landbúnv. 63 12,9
Brimborg 54 11,0
Jöfur 33 6,8
Ræsir 26 5,2
Suzuki 17 3,5
Honda-umboðið 8 1,6
Heildarfj. svarenda 487
P. Samúelsson, Toyota, er vinsælasta bílaumboðið, samkvæmt könnun
Frjálsrar verslunar. Ingvar Helgason, Hekla og Bifreiðar & landbúnaðarvél-
ar koma þar á eftir.
JÓSEFSSON
26