Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 60
Matur er frainreiddur í sérlega glæsilegum
sal á neðstu hæð. Ilægt er að fá mat af
smáréttaseðli allan daginn. I
Fundarsalurinn á Hótel íslandi tekur 70
manns í sæti og þar er fullkomin aðstaða
með nauðsynlegum tækjum.
Hægt er að láta taka fundi upp á
hljóðsnældu ef óskað er.
Glæsilegt og personulegt hót
HÓtel ÍSLAIMD
„Hótel ísland er tiltölulega lítið hótel og því teljum við
okkur geta veitt persónulega þjónustu. Takmark okkar er
að gestir geti gengið að hlutunum vísum. Við reynum að
þjóna okkar viðskiptavinum á hlýlegan hátt og viljum geta
sinnt óskum fastagesta okkar óumbeðið,“ segir Ingibjörg
Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Is-
landi. Ingibjörg hefhr starfað á hót-
elinu frá opnun en áður vann hún á
Hótel Sögu. Reyndar er Hótel ísland
í eigu Hótel Sögu og hefur svo verið í nærfellt þrjú ár. Ingi-
björg hefur unnið við hótelstörf með hléum frá árinu 1984.
Hún segir að það sé spennandi að
taka við rekstri nýs hótels.
Hótel ísland er með nýjustu og
glæsilegustu hótelum landsins og
var fullklárað snemma árs 1992. Alls
eru í boði 119 herbergi, þau stóru
eru með baði en þau minni með
sturtu, þrjár svítur og fimm herbergi
með eldhúskrók. í öllum herbergj-
um er sími, sjónvarp, smábar, hitaketill og bakki með tei
og kaffi.
„Minni herbergin, sem reyndar eru ekki lítil, henta vel
fyrir einn eða tvo í styttri tíma. Stærri herbergin eru mjög
vinsæl hjá athafnafólki sem þarf að hafa góða aðstöðu. í
þeim herbergjum er setkrókur og gott skrifborð, auk
buxnapressu,“ segir Ingibjörg. Hún nefnir að herbergin
með eldhúskróknum henti vel þeim sem staldra lengur
við og vilja geta hitað sér eitthvað létt á þeim tíma sem
hentar. Annars segir hún eldunaraðstöðuna tiltölulega lít-
ið notaða, enda bjóði hótelið upp á mat allan daginn. Úr
þessum herbergjum er mikið útsýni í
allar áttir.
„Hótel ísland er tiltölulega lítið hótel og
því teljum við okkur geta veitt persónu-
lega þjónustu," segir Ingibjörg Ólafsdótt-
ir hótelstjóri. Myndin er tekin í anddvri
hótelsins.
60