Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 67
FOLK GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR, RÍKISSPÍTÖLUM „Tilgangur Gæðastjórnunarfélags íslands er að efla gæðavitund íslendinga og stuðla að því að aðferðir gæða- stjórnunar verði virkur þáttur á öllum sviðum þjóðlífs- ins,“ segir Guðrún Högnadóttir, formaður Gæðastjórn- unarfélags Islands. Bilgangur Gæða- stjómunarfélags ís- lands er að efla gæðavitund íslendinga og stuðla að því að aðferðir gæðastjómunar verði virk- ur þáttur á öllum sviðum þjóðlífsins. Við erum að virkja fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að tileinka sér þessa hugmynda- og að- ferðarfræði sem skilar sér í árangursríkari rekstri og aðgangi að nýjum mörkuð- um,“ segir Guðrún Högna- dóttir, formaður Gæða- stjórnunarfélags íslands. Innan félagsins eru tíu fag- hópar í jafn ólíkum greinum og hugbúnaðargerð, bygg- ingariðnaði, heilbrigðismál- um, landbúnaðarmálum og svo framvegis. Tvisvar til þrisvar í mánuði hittist hver hópur um sig og þar eru tek- in fyrir viðfangsefni gæða- stjórnunar á líflegan og fag- legan hátt. Sömu grundvall- arlögmál eru að baki gæða- stjórnunar í öllum geirum atvinnulífsins en fræðigrein- in er aðlöguð aðstæðum. Að sögn Guðrúnar er um að ræða tvö meginsvið gæða- stjórnunar, annars vegar al- tæka gæðastjómun og hins vegar gæðakerfi sem eru byggð á ISO-stöðlunum en íslensk fyrirtæki hafa vottun samkvæmt þessum aðlþjóð- legu stöðlum. Gæðastjóm- unarfélag íslands er tíu ára á þessu ári en starfsemi þess hefur aukist ár frá ári. Fyrir tíu árum var gæðastjórnun tiltölulega óþekkt hugtak hérlendis en íslensk fyrir- tæki hafa tekið vel við sér hin síðari ár. GÆÐASTARF RÍKISSPÍTALA Guðrún er forstöðumað- ur gæða- og þróunarskorar hjá Ríkisspítölum en í því starfi felst yfirstjóm á gæðamálum stofnunarinn- ar. Hún segir að hjá Ríkis- spítölum sé verið að vinna samkvæmt þremur leiðum. „Við erum að fara yfir bandarísku sjúkrahússstaðl- ana, skoða kröfur, sem gerðar eru til sjúkrastofn- ana í Svíþjóð og fylgjast með öðrum alþjóðlegum kröfum. í altækri gæðastjómun eru fjölmargir umbótahópar starfandi innan spítalans og auk þess erum við að fylgj- ast með ákveðnum þáttum sem gefa vísbendingu um hversu vel hafi tekist til með þjónustu við sjúklinga,“ segir Guðrún. „Við höfum unnið samkvæmt þessu formlega kerfi í rúm tvö ár. Ég tel ávinning af þessu starfi vera viðunandi ef við mælum árangur í breytum, svo sem tíma, nýtingu hrá- efna, einföldun á vinnuferl- um, ánægju sjúklinga og starfsmanna og fjárhagsleg- um spamaði. En þetta er stöðug sókn og við væntum þess að gera enn betur á næstu árum.“ ÁRÍAFRÍKU Guðrún kom til starfa hjá Ríkisspítölum haustið 1991, fyrst sem fræðslustjóri og sá þá um alla almenna fræðslu starfsmanna. í árs- byrjun 1995 tók hún við nú- verandi starfi þegar gæða- og þróunarskor tók til starfa. En hver er hennar bakgmnnur? „Ég hafði aUtaf mikinn áhuga á læknisfræði en ákvað að taka mér hlé frá námi eftir stúdentspróf. Þá réð ég mig til starfa í Afríku í eitt ár, bæði hjá Rauða krossinum og World Wild- life Foundation. Þar sá ég ýmsa aðra möguleika í fag- inu og þegar ég kom heim fékk ég undanþágu til að skrá mig í læknadeild. Ég fékk að velja fög úr hjúkrun- arfræði og viðskiptafræði en þær einingar giltu í skóla í Bandaríkjunum,“ segir Guðrún. í Bandaríkjunum lauk hún BS-gráðu í heil- brigðisfræðum með sjúkra- hússtjórnun sem sérgrein. Árið 1991 lauk hún MHA- gráðu (Master of Health Administration) en þar sér- hæfði hún sig í gæðastjórn- un. Guðrún er þrítug að aldri, fædd og uppalin í Reykjavík. Þriðjungi ævi sinnar hefur hún eytt í Bandaríkjunum, fyrst sem bam með foreldr- um sínum og síðar í sínu námi. Hún er gift Kristni Tryggva Gunnarssyni, úti- bússtjóra hjá íslandsbanka í Garðabæ. „Við erum mikið útivist- arfólk og emm dugleg að drífa okkur út í göngur, í tennis eða á skíði. Eins og aðrir íslendingar höfum við gaman af því að hitta fólk og erum í sælkeraklúbbum. Ég hef ánægju af allri handa- vinnu, stunda jóga og svo er fagið mitt áhugamál. Ég á það líka til að grípa í sellóið mitt gamla, eiginmanni og nágrönnum til skelfingar," segir Guðrún og hlær. TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.