Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 69
FOLK HELGA HRÖNN ÞORLEIFSDÓTTIR, INGVARIHELGASYNIHF. Helga Hrönn Þorleifsdóttir sér um markaðs- og auglýs- ingaherferðir Ingvars Helgasonar hf. nngvar Helgason hf. er eitt stærsta bíla- sölufyrirtæki lands- ins og hefur í mörg ár verið með umboð fyrir Nissan og Subaru bifreiðamar. Fyrir þremur árum keypti fyrir- tækið rekstur Jötuns hf. og stofnaði Bflheima ehf. Þar hafa verið til sölu Opel, GM, Isuzu og nú nýverið bættist SAAB við. Þar að auki feng- um við mörg umboð fyrir vinnuvélar og breiða k'nu landbúnaðartækja, þar á meðal Massey Ferguson, sem heyra undir Véladeild Ingvars Helgasonar hf.,“ segir Helga Hrönn Þorleifs- dóttir, auglýsingastjóri Ingvars Helgasonar hf. en fyrirtækið hefur vaxið mikið frá því Trabant var kynntur fyrir landsmönnum á Soga- veginum. Trabantinn er nú að mestu horfinn af götun- um og aðrar tegundir komn- ar í bflasölu Ingvars Helga- sonar. Húsnæðið við Sæv- arhöfða hefur verið stækkað með auknum um- svifum og nú eru Bflheimar komnir undir þak í norður- endanum. Við Sævarhöfð- ann er því mikið úrval bif- reiða, auk þess sem Bfla- húsið selur þar notaða bfla. Varahlutaverslun IH og Bfl- heima er þar einnig til húsa, nýtt verkstæði og heild- verslunin Bjarkey með leik- föng og gjafavörur. ALLAR AUGLÝSINGAR UNNAR INNAN FYRIRTÆKISINS Helga Hrönn hefur um- sjón með auglýsingum og markaðssetningu allra ofan- greindra vöruflokka. Hún er menntaður auglýsingateikn- ari og hannar flestar blaða- og tímaritsauglýsingar fyrir- tækjanna en Litróf sér um frágang fyrir prentun. Auk þess skipuleggur hún aug- lýsingaherferðir fyrirtækj- anna í samráði við stjóm- endur. Hún segist fá margar fyrirspurnir á dag um aug- lýsingar en slíkt sé skipulagt fram í tímann og ekki mögu- leiki að sinna öllum þeim sem vilja selja auglýsinga- pláss í alls konar rit. „Það er oft mikið að gera í markaðs- og auglýsinga- gerð þegar svo margvísleg þjónusta er í boði og mikið að gerast undir einu þaki. Stundum eru margar aug- lýsingar í vinnslu á sama tíma,“ segir hún. „Sam- keppnin á markaðnum er gífurleg sem sést á þeim fjölda tegunda sem er í boði. En okkur gengur vel, við er- um með þeim söluhæstu á markaðnum og þar ætlum við að standa. Það er mikil hagkvæmni í því að starf- semi fyrirtækjanna er nú öll komin í þetta nýja og glæsi- lega húsnæði þar sem allir ættu að geta fundið sér far- artæki við hæfi. Hag- kvæmnin mun skila sér í enn betri þjónustu og betra verði til okkar viðskipta- vina.“ Ingvar Helgason hf. hefur alltaf verið fjölskyldufyrir- tæki og kemur því ekki á óvart að Helga Hrönn sé einn fjölskyldumeðlima. Eiginmaður hennar er Ingv- ar Ingvarsson, heilsugæslu- læknir á Reykjalundi. „Nú starfa sjötíu manns hjá fyrirtækjunum og starfs- menn löngu orðnir langtum fleiri en bara fjölskyldan, eins og gefur að skilja,“ seg- ir Helga Hrönn og hlær. HESTAR OG SKÍÐI Helga Hrönn er 33 ára, fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MS og tók síðan lflé frá námi í nokkur ár áður en hún skráði sig í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún lauk námi í grafískri hönnun frá MHÍ árið 1990. Ári síðar byrjaði hún í núverandi starfi sínu hjá Ingvari Helga- syni hf. en hafði áður sinnt ýmsum störfum þar innan- dyra um lengri eða skemmri tíma. Helga Hrönn og Ingvar eiga fjögur böm; Þorleif Þorra, 14 ára, Játvarð Jökul, 11 ára, og tvíburana Hall- dóru Huld og Sigríði Sjöfn sem em sjö ára. Tómstun- dir hennar miðast við fjöl- skylduna. „Við fömm töluvert á hestbak og emm að koma okkur upp hesti á hvem fjöl- skyldumeðlim, þannig að það stefnir í fjölgun í hest- húsinu. Við fömm mikið á skíði þegar færi gefst. Á sumrin fömm við í veiði og oft í sumarhús á Snæfells- nesi þar sem er mikil nátt- úrufegurð og yndislegt að vera,“ segir Helga Hrönn. TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.