Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 68
VIGFÚS GÍSLASON, HÖRPU
Vigfús Gíslason, sölustjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu hf. Hann er 39 ára
áhugamadur um útivist og fjallgöngur. Hann býr í Þorlákshöfn og ekur 80 kílómetra á
dag, til og frá vinnu.
álningarverksmiðj-
an Harpa á sextíu
ára afmæli á þessu
ári og er í hópi elstu iðnfyrir-
tækja á íslandi sem enn
starfa. Harpa var sett á
laggimar við Skúlagötuna í
Reykjavík árið 1936 og þar
voru bækistöðvar fyrirtæk-
isins allt til ársins 1988
þegar það flutti upp á Stór-
höfða þaðan sem marglit
þökin í Grafarvogi blasa við.
Það er ekki ólíklegt að
Harpa hafi lagt sitt af mörk-
um þar eins og víða annars
staðar á landinu. Harpa
framleiðir gæðamálningu
sem með stöðugri vöruþró-
un hefur verið löguð að ís-
lenskum aðstæðum.
„Okkar stærsta verkefni
nú á vordögum er að minn-
ast þessara tímamóta og
halda afmælisfagnað fyrir
vini okkar og velunnara sem
koma víða að,“ sagði Vigfús
Gíslason sölustjóri hjá
Hörpu.
„Við munum minnast af-
mælis okkar með ýmsu móti
sem fólk mun taka eftir.“
Vigfús sagði að sumarið
væri jafnan háannatími í
málningarframleiðslu og þá
margfaldaðist salan í utan-
hússmálningu meðan sala í
innanhússmálningu væri
jöfn og stöðug allt árið.
Þessu mæta Hörpumenn
með því að byrja að fram-
leiða utanhússmálningu á
lager fljótlega eftir áramót
svo málningarglaðir við-
skiptavinir grípi ekki í tómt
þegar sólin hækkar á lofti.
Hjá Hörpu vinna að jafnaði
30 manns og reynt er að
jafna vinnunni á allt árið og
forðast sveiflur. Vigfús upp-
lýsir að veðurfar hafi vissu-
lega áhrif á málningarsölu en
þó ekki á þann hátt sem
margir halda.
„Samanburður á veður-
farstölum og sölutölum yfir
útimálningu leiðir í ljós að
það dregur ekki svo mikið
úr málningarsölu þótt rigni
heldur er það hitastigið sem
ræður. Því lægri sem hitinn
er því minna selst af máln-
ingu.“
Vigfús Gíslason er 39 ára
gamall. Hann fæddist og
ólst upp á bænum Flögu í
Skaftártungu, sonur Gísla
Vigfússonar og Sigríðar Sig-
urðardóttur, og lauk skyldu-
námi þar eystra en kom í
bæinn rúmlega tvítugur og
eftir stutta viðdvöl hjá
steypustöð fór hann að
vinna hjá Hörpu og árin eru
orðin 14 talsins sem hann
hefur starfað við að selja
málningu.
„Ég er ekki málarameist-
ari en ég reyni að vera vel
heima í faginu svo ég geti
rætt um málningu, bæði
við málara og tæknimenn."
Vigfús viðurkennir að
vera kröfuharður tóm-
stundamálari og segist t.d.
vera búinn að dútla við að
mála eldhúsið heima hjá sér
síðan um áramót.
Eiginkona Vigfúsar er
Lydía Pálmarsdóttir frá
Hvolsvelli og þau eiga tvo
syni, Gísla 17 ára og Sigur-
berg 11 ára. Þau hjónin eru
búsett í Þorlákshöfn og Vig-
fús ekur alltaf til vinnu sinn-
ar, 80 kílómetra á dag.
„Mér finnst þetta ekkert
mál. Ég ek alls um 30-35
þúsund kílómetra á ári.“
Vigfús og Lydía eiga sum-
arbústað í landi Flögu og átt-
hagarnir seiða því Vigfús
sem segist hvergi una sér
betur en við skógrækt og
gróðurvinnu kringum bú-
staðinn. Þau aka austur
hvenær sem tækifæri gefst
en á þessum slóðum á Vig-
fús stóran vinahóp og
frændgarð.
Vigfús heldur sér í þjálfun
með því að stunda innan-
hússknattspymu og lék
lengi með hópi Skaftfellinga
í Reykjavík en sparkar nú
austur í Þorlákshöfn þar
sem hann segir að sé frábær
aðstaða í nýlegu íþróttahúsi.
Á sumrin eru fjallaferðir
og gönguferðir hans líf og
yndi og hann hefur ásamt fé-
lögum sínum farið víða,
m.a. um Homstrandir og í
sumar er stefnt í Víkur og
Fjörðu milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda.
„Við ferðumst á eigin
vegum og göngum með all-
an búnað og nesti á bakinu,
frjálsir eins og fuglar. Þetta
er frábær ferðamáti og ekki
til betri aðferð til að njóta
íslenskrar náttúru.“
TEXTI: PÁLL ÁSGEIRSSON MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
68