Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 48
STJORNUN HVERNIG HVETJA ÞEIR? Mikilvægi hvatningar í stjórnun er ótvírætt. í þeim efnum geta stjórnendur fyrirtækja lært margt afíþróttaþjálfurum □ eir, sem gegna stjórnunar- störfum í fyrirtækjum, leita víða fanga þegar ná á árangri. Það vilja allir stjórna vinningsliði, njóta velgengni og ná á toppinn. í þeirri viðleitni að stilla starfsmenn sína saman svo bestur árangur náist horfa stjómendur stundum til sigur- sælla þjálfara í hópíþróttum. Þjálfar- arnir ráða yfir hópi ólíkra einstaklinga og standa frammi fyrir því verkefni að stilla þá saman svo hámarksafköst fá- ist hjá hverjum manni og liðið vinni sem einn maður. En hvernig fara þeir að og geta stjómendur nýtt sér eitt- hvað af þeirra aðferðum? Þorbjöm Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, á glæsi- legan feril sem leikmaður og síðan þjálfari sigursæls handknattleiksliðs Vals. Þorbjöm nýtur mikillar virðing- ar sem þjálfari, enda þykir árangurinn tala sínu máli um hvers hann er megn- ugur. Ásgeir Elíasson, fráfarandi þjálfari knattspyrnulandsliðsins, er einnig afar reyndur og farsæll þjálfari, stjómaði mildu sigurliði Fram á síð- asta áratug. En hvernig fara þeir fé- MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON lagar að því að gera hóp ólíkra manna að sigurliði? „Það er í fyrsta lagi mjög mikilvægt fyrir alla, sem sinna þjálfun, að leggja sig fram um að kynnast ólíkum pers- ónum í liðinu þar sem persónuleikar leikmanna em jafn ólíkir og liðsmenn eru margir. Þá er afar mikilvægt að skapa það vinnuumhverfi sem öllum h'ður vel í. Það er grundvallaratriði til að árangur náist. Ef mönnum h'ður vel við það, sem þeir eru að gera, þá skilar það sér margfalt til baka,“ segir Þorbjöm og leggur áherslu á orð sín. Ásgeir tekur í svipaðan streng. „Auðvitað verður leikmannahópurinn að búa yfir ákveðinni getu en það er ekki síður mikilvægt að öll aðstaða sé í lagi og að allir séu ánægðir. Ég legg mig fram um að kynnast sterkum og veikum hhðum manna og læt í ljós að ég hef trú á liðinu. Leikmenn þurfa hka að hafa trú á því sem ég er að gera. Saman vinnum síðan að markmiðum, setjum markið gjaman hátt en þó þannig að raunhæft sé að ná því.“ SNÝST UM MANNLEG SAMSKIPTI í upphafi hvers tímabils, þegar nýtt verkefni blasir við, segir Þorbjöm að sér hafi reynst best að setja strax ákveðin markmið. En markmiðin koma ekki frá honum einum sem stjórnanda heldur hópnum sem hann ætlar að fá til að vinna saman. Og þó menn stefni hátt og vilji á toppinn verða markmiðin að vera raunhæf. „Það má segja að ég stýri mark- miðasetningunni en ég stjórna henni ekki. Það draga allir upp markmið í sameiningu, með lýðræðislegum hætti, en ég hef hönd í bagga. Þá setja leikmenn sjálfir reglur um hvaðeina sem viðkemur starfinu. Það er mjög mikilvægt. Ef reglurnar eru brotnar þá brjóta þeir gegn sjálfum sér en ekki mér,“ segir Þorbjörn. Þorbjöm undirstrikar að þjálfun, á sama hátt og stjórnun, snúist að megninu til um mannleg samskipti. Þannig segist hann hafa upplifað að vel menntaður maður hafi tekið við stjórnunarstarfi í fyrirtæki og miklar vonir verið við hann bundnar. En sá hafði einungis þurft að stóla á sjálfan sig alla sína skólagöngu og starfsferil. Því hafi honum þótt liggja beinast við að setja öll markmið og reglur sjálfur. Hins vegar hafi það haft í för með sér að allir voru ósammála. „Þetta var 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.