Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 66
quais : -yotrc ’Brassene 3.13.68 - 31.88.80.84 Knx 31 HM .12 22 Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um þekkta erlenda bisnessveitinga- staði í Frjálsa verslun. ÁHERSLA Á SJÁVARRÉTTI Á matseðlinum á Brasserie Le Central er matseðillinn mögulega aðeins fínni en á venjulegu brasseríi en þó er hefðin sú sama. Réttirnir eru einfaldir og kjarngóðir. Höfuðáhersl- an er lögð á sjávarrétti, ostrur, rækj- ur, humar og annað góðgæti. Þá er á matseðlinum aldeilis frábær og mat- armikil fiskisúpa sem er ógleyman- leg. Einnig eru á matseðlinum hefð- bundnir brasseríréttir eins og glóðar- steikt nautasteik, buff tartar og súrkál. Opið er langt fram eftir nóttu. Þjónustan er mjög óþvinguð og gest- irnir eru strætisvagnabílstjórar, franskir miljónerar og breskir ferða- menn. Hótelið er látlaust en þægilegt og ódýrt og því tilvalið að dvelja þar. Frá Trouville er aðeins um 30 mín. akstur til strandarinnar þar sem her- sveitir bandamanna gengu á land 5. og 6. júní 1944. Á sjálfan D-daginn gengu 135.000 hermenn á land á klukkutíma og höfðu með sér 20.000 skriðdreka og bifreiðar. Innrásin í Normandí var án efa einn merkasti atburðurinn í hildarleik seinni heims- styrjaldarinnar. Það er svo sannarlega þess virði að eyða nokkrum dögum í Normandí og tilvalið að dvelja á Hotel Brasserie Le Central. Á vit fortíðar og fiskrétta í Normandí Við ströndina eru tvær samliggj- andi borgir sem heita Deauville og Trouville. Deauville er miðstöð kapp- reiða í Frakklandi og þar er haldin fræg kvikmyndahátíð. Deauville er stundum kölluð „Monaco norðurs- ins“. Trouville er hins vegar ekki eins fræg en þar er þó ánægjulegt að dvelj- ast því aðeins er um 15 mínútna gang- ur til Deauville þar sem fjörið er og fína og fræga fólkið. í Trouville er lítill og ódýr veitinga- staður þar sem einnig er hótel. Þessi veitingastaður minnir á veitingahúsin í París, eins og þau voru fyrir stríð. Þessi staður heitir Hotel Brasserie Le Central. Þessir veitingastaðir, sem Frakkar kalla Brasserie, voru upphaflega lítil brugghús þar sem bruggaður var bjór. Með tímanum fóru bruggaramir að selja einfalda rétti. Brauð með skinku, soðin egg og grænmetissúpur. Eftir því sem árin liðu fóru brasseríin að kaupa bjór frá stærri brugghúsum og um aldamótin má segja að hætt hafi verið að brugga bjór í brasseríunum. Brasseríin urðu vinsæl veitingahús þar sem seldur var einfaldur en kjarngóður matur á sanngjömu verði. Þá var yfirleitt opið lengur þar en á öðrum veitingahús- um. Hotel Brasserie Le Central 158 BD. F. Moureaux 14360 Trouville - Sur - Mer Sími: 31 88 13 68 Fax: 31 88 42 22 enn fer fólk að þyrpast í sum- arfrí og ýmsir sameina sumar- fríið því að sinna einhverjum viðskiptum. Flug og bíll er vinsæll ferðamáti sem stöðugt verður vin- sælli. í sumum borgum Evrópu, þar sem haldnar eru stórar vörusýningar, er stundum nær vonlaust að fá góða gistingu og yfirleitt eru hótelherbergi nálægt sýningarhöllunum mjög dýr. Það hefur því tíðkast í æ ríkari mæli að íslenskir kaupsýslumenn leigi bíl og gisti svo einhvers staðar nálægt þeirri borg sem sú sýning, sem heim- sækja á, er haldin í. Þetta fyrirkomu- lag er afar þægilegt og tilvalið er að taka makann með og taka smá frí í leiðinni. Þegar við íslendingar erum komnir úr landi má segja að við séum komnir alla leið því yfirleitt er frekar stutt á milli borga íNorður - Evrópu. Stutt er að aka til Norður Frakklands frá Hol- landi, Belgíu og Norður - Þýskalandi. Skemmtilegt er að aka um Normandí, þar er fagurt landslag og vinaleg sveitaþorp. Við ströndina er fróðlegt að skoða minjar frá innrásinni í Norm- andí. Þá er stutt yfir Ermasundið til Englands. Lc Central [ Brasserie Central er lítill og j ódýr veitingastaður í frönsku i borginni Trouville. Þar er i boðið upp á frábæra fis- [ krétti, svo og auðvitað glóð- arsteikt kjöt. Le Central er I við árbakka og setur hann sterkan blæ á staðinn. BRASSERIE CENTRAL 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.