Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 34
Þorsteinn Garðarsson, markaðs- og sölustjóri Skýrr hf., segir að Landskerfin bæti samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. „Landskerfi er samheiti yftr Ijölmörg sjálfstæð upplýs- ingakerfi sem skiptast á gögnum og eru vistuð hjá Skýrr hf. Landskerfin tryggja að allir landsmenn hafi jafnan að- gang og því njóta þeir sömu þjónustu án tillits til búsetu. Samvinna stjórnsýslunnar og Skýrr hf. hefur leitt til þess að Island er eitt örfárra landa í heiminum sem á samtengd upplýsingakerfi - Landskerfi," segir Þorsteinn Garðars- son, markaðs- og sölustjóri hjá Skýrr hf. um svokölluð Landskerfi. Innan Landskerfa rúmast upplýsingakerfi sem lengi hefur verið haldið utan um, eins og þjóðskrá, ökutækja- skrá og fasteignaskrá. Munurinn er sá að nú eru allar upp- lýsingarnar á einum stað og aðgengi á milli þeirra. Það þýðir að sá sem annaðhvort veitir eða sækir upplýsingar innan kerfisins getur gengið að þeim vísum. Upplýsingar eru alltaf uppfærðar á hveijum stað sem tryggir að not- andinn vinnur með nýjustu gögn á hverjum tíma. Embætti, sem fara með viðkomandi málaflokka á lands- vísu, til dæmis Ríkisbókhald með bókhaldsmál, Rikisskatt- stjóri með skattamál og Tryggingastofiiun ríkisins með al- mannatryggingar og svo framvegis, stýra gerð og þróun á sínum kerfum. Kerfin eru jafnframt í eigu þessara aðila en Skýrr hf. sér um að þjónusta þau. „Að baki Lands- Auglýsinga- kynning kerfum er ákveð- in þróun sem tekið hefur mörg ár og í því sambandi má nefna þróun á tækniumhverfi, þjónustu, ör- yggi og rekstri og þekkingaruppbyggingu starfsmanna. Skýrr hf. hefur um langan tíma haldið utan um kerfi fyrir stofnanir og fyrirtæki en misjafnt var hvenær hvert ein- stakt fyrirtæki uppfærði og geymdi sínar upplýsingar. Með Landskerfum er komin regla á upplýsingaflæðið og ekki síst sá möguleiki að samtengja flæðið á milli kerf- anna,“ segir Þorsteinn. Aðgengilegt allan sólarhringinn „Það sem Skýrr hf. leggur áherslu á er að Landskerfin séu aðgengileg allan sólarhringinn og að fyllsta öryggis sé gætt í meðferð og varðveislu gagna. Skýrr hf. hefur ára- tugareynslu í meðhöndlun upplýsinga og rekstri tölvu- kerfa. Starfsmenn búa yfir mikilli þekkingu á tækni og við- fangsefnum Landskerfanna. Auk þess verður að geyma og vinna slíkt magn upplýsinga í öílugum tölvum og þær eru til staðar hjá Skýrr hf.,“ segir Þorsteinn. -En hverjir eru notendur, hvernig fá þeir aðgang að upp- lýsingunum og hvaða tæki þarf til? „Notendur eru stofnanir um allt land, fyrirtæki og ein- staklingar. Nú þegar eru á milli 5-6 þúsund notendur dag- lega í kerfinu og aðgerðir í hverjum mánuði eru 6-7 millj- ónir. Við sjáum fyrir að notendum muni fiölga þegar fleiri sjá kosti beintengingar við upplýsingar," segir Þorsteinn. Tækni og notendur Hvað varðar tæknibúnað þarf skjái eða PC-tölvu með tengingu við kerfin. Það er hins vegar eiganda hvers kerf- is að ákveða hver hefur aðgang að upplýsingum hans. Hér kemur líka til kasta Tölvunefndar því mikið af upplýsing- Landsk um varða einkahagi fólks, svo sem tryggingabætur, en aðrar hafa alltaf verið opinberar, eins og ökutækjaskráin til dæmis. Skýrr hf. leggur mikla áherslu á öryggisþáttinn, bæði innan fyrirtækisins og eins innan hins lokaða kerfis. „A síðastliðnum tveimur árum hefur verið unnið mark- visst að þróun á nýju tækniumhverfi sem byggist á biðlara /miðlara-högun, með myndrænum not- endaskilum. Fyrstu kerfin eru komin í rekstur. Ennfremur hefur verið unnið að útfærslu á EDI sam- skiptum á milli kerfa, þannig að unnt er að senda upplýsingar rafrænt á milli kerfa. Vöruhús gagna (data warehouse) opnar möguleika fyrir Ykkar kerfi og upplýsingar, okkar þjónusta og öryggi. 34 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.