Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 59
Herbergi á Hótel KEA em eins, tveggja og þriggja manna. í öllum
herbergjum eru sjónvarp, sími og smábar.
Af matseðlinum má velja á milli margra gimilegra rétta.
um er alltaf að aukast," segir Elías. Á herbergjum eru
skrifborð og vinnuaðstaða fyrir fólk í viðskiptaerindum á
Akureyri.
„Við getum boðið viðbótarvinnuaðstöðu á herbergjum
ef beðið er um
slíkt og við kapp-
kostum að láta
gestum okkar í té
fyrsta flokks að-
búnað, hvort sem
þeir eru við vinnu
eða í afslöppun."
tefnusalir
Fundaaöstaöa
Á Hótel KEA eru fimm salir til funda- og ráðstefnuhalds.
Hægt er að leigja aðstöðu fyrir 20-80 manns í einum sal.
Með því að opna á milli tveggja eða fleiri sala er hægt að
stækka fundaraðstöðu og ef fjórir salir eru tengdir saman
er aðstaða fyrir 260 manns.
„Fundarsalirnir eru vel búnir tækjum. Þar er gott hljóð-
kerfi, sjónvarp, myndband, myndvarpi, skyggnimyndavél-
ar og flettitöflur. Nýverið var lagður ljósleiðari í húsið og
getum við í framtíðinni boðið upp á „Video-Conference“.
Við bjóðum ljósritunar- og faxþjónustu og sími er tengdur
í alla sali. Við fylgjumst vel með tækninýjungum og viljum
telja okkur í framvarðasveit þegar kemur að fundarað-
stöðu,“ segir Elías.
Innan hótelsins er hárgreiðslu- og snvrtistofa. Gestir láta fara vel
um sig í nuddpottinum en auk þess er hægt að fara í vatnsgufu og
sérlærðir nuddarar og snyrtifræðingar, auk hárgreiðslufólks, eru að
störfum alla daga.
gesta. Þar er boðið upp á pizzur og austurlenskan mat frá
morgni til kvölds. Súlnaberg er opið allan daginn og selur
heimilismat, grill- og smárétti. Súlnaberg tekur 110 manns
í sæti. Salurinn hefur nýverið verið endurnýjaður og er
hinn huggulegasti staður. Boðið er upp á hádegis- og
kvöldmatseðil en yfirbragðið breytist á kvöldin en þá er
þjónað til borðs. Súlnaberg er vinsæll matsölustaður hjá
Akureyringum.
Höfðaberg er matölustaður af betra taginu og opinn í há-
degi og á kvöldin. Þar er framreiddur matur samkvæmt
sérréttaseðli alla daga, auk morgunverðarhlaðborðs.
Dæmi um rétti er einibeijagrafinn lax með piparrótarsósu
í forrétt, hvítlauksristaðir humarhalar og eldsteikt Peking-
önd með ferskjum og karamellusósu í aðalrétt. Á Höfða-
bergi er gott úrval eðalvína hvaðanæva að úr heiminum.
Hótelbarinn er hlýlegur og heitir Lindarberg. Hann er
opinn alla daga frá kl. 18:00.
Skemmtun og afþreying
„Stefna okkar er að bjóða upp á vandaða skemmtidag-
skrá um helgar og við fáum skemmtikrafta héðan og víð-
ar að af landinu. Geirmundur er alltaf vinsæll, nýverið
frumsýndu Halli og Laddi nýja dagskrá hér og um daginn
var dansleikur með Agga Slæ og Tamlasveitinni. Hótel-
gestir fá ffítt inn á skemmtidagskrána. Skemmtanahaldið
er í Höfðabergi og bytjar dagskráin oft með kvöldverði,“
segir Elías.
„Við erum ákaflega stolt af því að geta boðið upp á glæsi-
lega hárgreiðslu- og snyrtistofu innan hótelsins. Þar starfa
faglærðir nuddarar og snyrtifræðingar, auk hárgreiðslu-
fólks, en auk þess er boðið upp á nuddpott og vatnsgufu-
bað. Hópar hafa mikið notað þessa þjónustu hér og
vinsælt að halda svokallaða dekurdaga. Allir vita að Akur-
eyri hefur margt að bjóða í listum og menningu, auk góðr-
ar aðstöðu til útivistar og hreyfingar. Við teljum að Hótel
KEA og Akureyri séu góður kostur fyrir þá sem vilja sam-
eina vinnu og afþreyingu í fögru umhverfi," segir Elías Bj.
Gíslason, hótelstjóri á Hótel KEA.
Hótel KEA
Matur og drykkur
Innan hótelsins eru þrír veitingastaðir. Það er Ding
Dong sem selur eingöngu matinn út og þar með til hótel-
Hafnarstræti 87-89 Akureyri. Sími: 46 22 200. Fax: 461 2285.
59