Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 42
HNÝTTI UPP í HEST ÞRIGGJA ÁRA
„Matthías var ákaflega duglegt barn og óragt. Hann var 3 eða 4 ára
þegar hann var farinn að geta hnýtt upp í hest. Hann hefur alltaf verið gífurlega
vinnusamur og vinnuharður. “
hefur sjálfur sagt í blaðaviðtölum að
lykillinn að velgengni hans sé fyrst og
fremst þrotlaus vinna og eljusemi,
stuðningur fjölskyldunnar og gott
starfsfólk. Hans helsta vopn í harðri
samkeppni á þessu sviði, sem ávallt
hefur verið fyrir hendi, hefur verið,
að hans sögn, að leggja áherslu á góða
þjónustu við landsbyggðina.
KYNNTIST KÆRUSTUNNI í VÉLSMIÐJU
Matthías kvæntist ungur
jafnöldru sinni, Elínu Ragnar-
sdóttur, sem er ættuð austan af
fjörðum, frá Djúpavogi, og er
elstadóttirþeirra, Lovísa, fædd
1950 þegar þau voru bæði innan
við tvítugt. Þau Elín og Matt-
hías kynntust þegar hann var að
vinna í vélsmiðjunni Keili en
stjúpfaðir Elínar var forstjóri
þar. Næstur bamanna kom
Reynir 1953, þá Lúðvík 1954,
Baldvin Smári 1956 og Ragnar
rak lestina 1964. í dag vinna öll
systkinin við Bílanaust og má
með réttu kalla það fjölskyldu-
veldi. Lovísa er skrifstofu- og fjármál-
astjóri, Reynir er framkvæmdastjóri,
Baldvin Smári er útibús- og fram-
kvæmdastjóri í Hábergi, Ragnar er
innkaupastjóri og Lúðvík er fram-
kvæmdastjóri Metró.
Samtals em bamaböm Matthíasar
orðin 14 og bamabamabömin 3.
Fjölskyldan er afar samheldin og
vinnur mikið saman eins og sést hér
að framan. Auk þess, sem talið er
upp, vinna tengdaböm Matthíasar
mikið hjá Bílanausti eftir því sem að-
stæður leyfa hverju sinni og bama-
börnin eru að byrja að vinna þar einn-
ig. Þannig má segja að Bílanaust sé
ekki bara fjölskyldufyrirtæki „par ex-
ellence" heldur ættarfyrirtæki.
RÆKTAR SKÓG í GRÍMSNESI
Matthías hefur alla tíð unnið gífur-
lega mikið eins og hann vandist við í
æsku. Sérstaklega á fyrstu árum
fyrirtækisins var vinnuálagið gífurlegt
og varla nokkum tímann stund aflögu
til þess að taka frí. Smátt og smátt dró
þó úr því en til þessa dags hefur Matt-
hías ekki lagt það í vana sinn að taka
sér sumarfrí en í stað þess hafa þau
hjónin oft farið í stuttar ferðir til sólar-
landa, s.s. Spánar, Kanaríeyja og
Flórída. Stöku sinnum skreppur
Matthías í veiði með sonum sínum,
m.a. í Hítará, og veitir það honum
mikla ánægju. Hann er sagður dijúg-
fiskinn. Þau hjónin keyptu sumarbú-
stað austur í sveitum, í Norðurkots-
landi í Grímsnesi, fyrir tæpum 20 ár-
um og þar una Matthías og Elín, kona
hans, sér löngum um helgar við að
prýða landið skógi og hefur orðið
vemlega ágengt. Afkomendur þeirra
sækja mikið í bústaðinn til þeirra svo
oft er glatt á hjalla þar.
„Matthías er afar heilsteyptur
maður sem gott er að eiga að,“ sagði
maður sem vel þekkir til hans og hef-
ur lengi gert. „Hann er með afbrigð-
um duglegur og ósérhlífinn og í við-
skiptum er hann heiðarlegur og orð-
heldinn. Hann er af gamla skólanum
og þorir að treysta samkomulagi sem
aðeins er handsalað."
Matthías og Elín hafa búið á nokkr-
um stöðum. Þau settust að í Kópa-
vogi þegar þau komu frá Keflavík en
þaðan fluttu þau í Árbæ, þar
sem þau bjuggu lengst, en það-
an í Mosfellsbæ, síðan í Foss-
vog og loks í Grafarvog þar sem
þau búa við Dverghamra. Ehn
hefur unnið töluvert utan heimil-
is, m.a. í Bílanausti, auk þess
sem uppeldi bamanna hvíldi að
mestu á hennar herðum vegna
mikillar vinnu Matthíasar.
HREINSKIPTINN 0G
HEIÐARLEGUR
„Hann faðir minn er hrein-
skiptinn, heiðarlegur og jafn-
lyndur en þegar hann skiptir
skapi getur orðið hvasst,“ sagði Lov-
ísa, dóttir hans. „Hann er afar vinnu-
samur, vinnan gengur fyrir öllu, og
gengur í öll störí og hlífir hvergi sjálf-
um sér. Hann ætlast til hins sama af
samstarfsmönnum sínum og kannski
sérstaklega af okkur bömunum."
Matthías hefur, eins og áður sagði,
yfirleitt ekki leyft sér mikinn munað í
formi frídaga en hin allra síðustu ár er
hann að byija að slaka á. Hann hefur
ekki tekið mikinn þátt í félagsstarfi
utan að vera félagi í Oddfellowregl-
unni þar sem hann tilheyrir stúkunni
Þorfinni karlsefni, nú Leifi heppna.
Hann hefur nýlega tekið upp hesta-
OÍOHE SBIKO VlLL«1«OV* »OCH yUIt
19 B B B ■ ■ ■
Þýsk-íslenska er í glæsilegu húsnæði við
Lynghálsinn.
ELLEFTI í RÖÐ 16 BARNA
Matthías er ekki konungborinn en af styrkum ættum harðgerra
vestfirskra sægarpa og aflamanna. Hann er ellefti í röð 16 barna Helga
Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur.
42