Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 58
Elías Bj. Gíslason liótelstjóri og Haukur Tn'ggvason veitingastjóri í anddyri Hótel
KEA.
Á Hótel KEA er aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds
fyrir allt að 260 manns. Nýjustu tæld eru í sölunum
og vel fylgst með Uekninýjungum.
Fimm fullkomnir funda- og ráð
Hótel KEA
„Hótel KEA er eitt af leiðandi hótelum á íslandi og er vel
kynnt sem slíkt. Það hefur verið starfrækt í rúm fimmtíu
ár en eigendur þess hafa alltaf kappkostað að hafa það
búið samkvæmt því sem markaðurinn krefst hverju sinni,“
segir Elías Bj. Gíslason, hótelstjóri Hótel KEA á Akureyri.
Elías hefur nýverið tekið við stöðu
hótelstjóra en var áður atvinnu- og
ferðamálafulltrúi í Vestmannaeyjum.
Hann er lærður matreiðslumeistari,
hefur BS gráðu í hótelstjórnun og MBA frá Bandaríkjun-
um. Síðastliðin sautján ár hefur hann verið viðloðandi hót-
el- og veitingarekstur þótt hann sé að-
eins 34 ára gamall. Hann hefur starfað
hjá Marriott hótelkeðjunni í Bandaríkj-
unum, rak Edduhótel með náminu er-
lendis og starfið í Evrópu. Hann segir
að þetta nýja starf leggist vel í sig og
sérstaklega vegna þess að eigendur
hótelsins séu mjög framsýnir í hótel-
rekstri.
Góö aöstaða fyrir fatlaða
Hótel KEA er í dag búið 72 herbergjum og einni svítu.
Tvö herbergi eru sérstaklega hönnuð fyrir hreyfihamlaða
sem eru bundnir hjólastólum og hefur Hótel KEA fengið
viðurkenningu ffá Svæðisstjórn fatlaðra á Norðurlandi íyr-
ir gott aðgengi fatlaðra.
„Öll herbergi eru með sérbaðherbergi, útvarpi, sjón-
varpi með gervihnattarásum, smábar og herbergisþjón-
ustu. Herbergin eru eins, tveggja manna og þriggja
manna og þrátt fyrir aldur hótelsins eru herbergin öll ný-
uppgerð og vel búin. Við bjóðum tíu
reyklaus herbergi og er reynslan sú að
eftirspurn eftir reyklausum herbergj-
Höfðaberg á Ilótel KEA er glæsilegur veit-
ingastaður þar sem í boði er matur af sér-
réttaseðli ásamt úrvali eðalvína. Um helgar
eru haldnir dansleildr í Höfðabergi og er þá
oft mildð fjör.
58