Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 6
 RITSTJORNARGREIN TVEGGJA GLASA FÓLK Það verður að teljast vanhugsað hjá nokkrum læknum, hjúkrunarfræðingum, skólastjóra og forstöðumanni Manneldisráðs íslands að koma fram í auglýsingum á mjólk fyrir hönd íslensks mjólkuriðnaðar. Nær hefði verið að þau skrifuðu greinar í eigin nafni um hollustu mjólkur, óháð framleiðendum þessa góða drykkjar. Þetta ágæta fólk, sem auglýsir mjólkina, er opinberir starfsmenn — að tannlækninum undanskildum. Hann er hins vegar formaður tann- vemdarráðs. Það, að opinberir starfsmenn komi fram og auglýsi vöm eins helsta hagsmunaaðila í ís- lenskum matvælaiðnaði, orkar ekki aðeins tvímælis heldur gengur það einfaldlega ekki upp. Þá stingur það vemlega í augun að forstöðumaður Manneldisráðs ís- lands skuli koma fram í auglýsingunum. Afar mikilvægt er að það embætti sé hafið yfir að aug- lýsa matvæli. Og enn alvarlegra er ef forstöðu- maður Manneldisráðs þiggur laun fyrir slíkt. í raun skiptir engu hvort forstöðumaður Manneldisráðs, skólastjórinn eða hinir ágætu starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar, sem þama stíga á stokk og auglýsa mjólk, þiggja laun fyrir það eða ekki. Kjarni málsins er að þeir eiga ekki að koma fram undir merkjum neins matvæla- framleiðenda. íslenskur mjólkuriðnaður er einhver öflugasti hagsmunaaðili í íslenskum matvælaiðnaði og á í mjög harðri samkeppni við framleiðendur ann- arra drykkja, eins og gosdrykkja og ávaxtasafa. Það þarf því ekki að velkjast í vafa um að opin- berir starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni, full- trúar heilbrigðis og hreysti — em með allra sterkustu auglýsendum sem völ er á. Einn þeirra, sem auglýsa mjólkina, er titlaður skólastjóri. Það minnir á að skólar landsins em einn helsti drykkjarvömmarkaður- inn. Þúsundir lítra renna þar ofan í nemendur á degi hverjum. Það er ekki aðeins sterkt að komast inn í kennslustofurnar til að selja — það geta ekki allir — heldur er ekki verra ef skólastjóri auglýsir mjólk- ina. Það er raunar umhugsunarvert að framleiðandi geti skírt vörur sínar nöfnum eins og skólaskyr og skóla- jógúrt. Og skólamjólk er hún víst kölluð mjólkin sem kemur í skólana á morgnana. Það að bæta forliðnum skóla- fyrir framan nafn vöm er nánast eins og að fá vottorð skólakerfisins um hollustu hennar. Ekki er nokkur vafi á að mjólk er góð, það gieypa menn strax með móðurmjólkinni. En allt er best í hófi, og það á við um alla drykki. Enda hvetja læknamir, hjúkrunarfræðingarnir, skólastjórinn og forstöðumaður Manneldisráðs fslands til að fólk sé tveggja glasa fólk, drekki tvö glös á dag — alla ævi. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun M. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, sfmi 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sfmi 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa M. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan M. — ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.