Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 6

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 6
 RITSTJORNARGREIN TVEGGJA GLASA FÓLK Það verður að teljast vanhugsað hjá nokkrum læknum, hjúkrunarfræðingum, skólastjóra og forstöðumanni Manneldisráðs íslands að koma fram í auglýsingum á mjólk fyrir hönd íslensks mjólkuriðnaðar. Nær hefði verið að þau skrifuðu greinar í eigin nafni um hollustu mjólkur, óháð framleiðendum þessa góða drykkjar. Þetta ágæta fólk, sem auglýsir mjólkina, er opinberir starfsmenn — að tannlækninum undanskildum. Hann er hins vegar formaður tann- vemdarráðs. Það, að opinberir starfsmenn komi fram og auglýsi vöm eins helsta hagsmunaaðila í ís- lenskum matvælaiðnaði, orkar ekki aðeins tvímælis heldur gengur það einfaldlega ekki upp. Þá stingur það vemlega í augun að forstöðumaður Manneldisráðs ís- lands skuli koma fram í auglýsingunum. Afar mikilvægt er að það embætti sé hafið yfir að aug- lýsa matvæli. Og enn alvarlegra er ef forstöðu- maður Manneldisráðs þiggur laun fyrir slíkt. í raun skiptir engu hvort forstöðumaður Manneldisráðs, skólastjórinn eða hinir ágætu starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar, sem þama stíga á stokk og auglýsa mjólk, þiggja laun fyrir það eða ekki. Kjarni málsins er að þeir eiga ekki að koma fram undir merkjum neins matvæla- framleiðenda. íslenskur mjólkuriðnaður er einhver öflugasti hagsmunaaðili í íslenskum matvælaiðnaði og á í mjög harðri samkeppni við framleiðendur ann- arra drykkja, eins og gosdrykkja og ávaxtasafa. Það þarf því ekki að velkjast í vafa um að opin- berir starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni, full- trúar heilbrigðis og hreysti — em með allra sterkustu auglýsendum sem völ er á. Einn þeirra, sem auglýsa mjólkina, er titlaður skólastjóri. Það minnir á að skólar landsins em einn helsti drykkjarvömmarkaður- inn. Þúsundir lítra renna þar ofan í nemendur á degi hverjum. Það er ekki aðeins sterkt að komast inn í kennslustofurnar til að selja — það geta ekki allir — heldur er ekki verra ef skólastjóri auglýsir mjólk- ina. Það er raunar umhugsunarvert að framleiðandi geti skírt vörur sínar nöfnum eins og skólaskyr og skóla- jógúrt. Og skólamjólk er hún víst kölluð mjólkin sem kemur í skólana á morgnana. Það að bæta forliðnum skóla- fyrir framan nafn vöm er nánast eins og að fá vottorð skólakerfisins um hollustu hennar. Ekki er nokkur vafi á að mjólk er góð, það gieypa menn strax með móðurmjólkinni. En allt er best í hófi, og það á við um alla drykki. Enda hvetja læknamir, hjúkrunarfræðingarnir, skólastjórinn og forstöðumaður Manneldisráðs fslands til að fólk sé tveggja glasa fólk, drekki tvö glös á dag — alla ævi. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun M. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, sfmi 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sfmi 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa M. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan M. — ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.