Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 69

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 69
FOLK HELGA HRÖNN ÞORLEIFSDÓTTIR, INGVARIHELGASYNIHF. Helga Hrönn Þorleifsdóttir sér um markaðs- og auglýs- ingaherferðir Ingvars Helgasonar hf. nngvar Helgason hf. er eitt stærsta bíla- sölufyrirtæki lands- ins og hefur í mörg ár verið með umboð fyrir Nissan og Subaru bifreiðamar. Fyrir þremur árum keypti fyrir- tækið rekstur Jötuns hf. og stofnaði Bflheima ehf. Þar hafa verið til sölu Opel, GM, Isuzu og nú nýverið bættist SAAB við. Þar að auki feng- um við mörg umboð fyrir vinnuvélar og breiða k'nu landbúnaðartækja, þar á meðal Massey Ferguson, sem heyra undir Véladeild Ingvars Helgasonar hf.,“ segir Helga Hrönn Þorleifs- dóttir, auglýsingastjóri Ingvars Helgasonar hf. en fyrirtækið hefur vaxið mikið frá því Trabant var kynntur fyrir landsmönnum á Soga- veginum. Trabantinn er nú að mestu horfinn af götun- um og aðrar tegundir komn- ar í bflasölu Ingvars Helga- sonar. Húsnæðið við Sæv- arhöfða hefur verið stækkað með auknum um- svifum og nú eru Bflheimar komnir undir þak í norður- endanum. Við Sævarhöfð- ann er því mikið úrval bif- reiða, auk þess sem Bfla- húsið selur þar notaða bfla. Varahlutaverslun IH og Bfl- heima er þar einnig til húsa, nýtt verkstæði og heild- verslunin Bjarkey með leik- föng og gjafavörur. ALLAR AUGLÝSINGAR UNNAR INNAN FYRIRTÆKISINS Helga Hrönn hefur um- sjón með auglýsingum og markaðssetningu allra ofan- greindra vöruflokka. Hún er menntaður auglýsingateikn- ari og hannar flestar blaða- og tímaritsauglýsingar fyrir- tækjanna en Litróf sér um frágang fyrir prentun. Auk þess skipuleggur hún aug- lýsingaherferðir fyrirtækj- anna í samráði við stjóm- endur. Hún segist fá margar fyrirspurnir á dag um aug- lýsingar en slíkt sé skipulagt fram í tímann og ekki mögu- leiki að sinna öllum þeim sem vilja selja auglýsinga- pláss í alls konar rit. „Það er oft mikið að gera í markaðs- og auglýsinga- gerð þegar svo margvísleg þjónusta er í boði og mikið að gerast undir einu þaki. Stundum eru margar aug- lýsingar í vinnslu á sama tíma,“ segir hún. „Sam- keppnin á markaðnum er gífurleg sem sést á þeim fjölda tegunda sem er í boði. En okkur gengur vel, við er- um með þeim söluhæstu á markaðnum og þar ætlum við að standa. Það er mikil hagkvæmni í því að starf- semi fyrirtækjanna er nú öll komin í þetta nýja og glæsi- lega húsnæði þar sem allir ættu að geta fundið sér far- artæki við hæfi. Hag- kvæmnin mun skila sér í enn betri þjónustu og betra verði til okkar viðskipta- vina.“ Ingvar Helgason hf. hefur alltaf verið fjölskyldufyrir- tæki og kemur því ekki á óvart að Helga Hrönn sé einn fjölskyldumeðlima. Eiginmaður hennar er Ingv- ar Ingvarsson, heilsugæslu- læknir á Reykjalundi. „Nú starfa sjötíu manns hjá fyrirtækjunum og starfs- menn löngu orðnir langtum fleiri en bara fjölskyldan, eins og gefur að skilja,“ seg- ir Helga Hrönn og hlær. HESTAR OG SKÍÐI Helga Hrönn er 33 ára, fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MS og tók síðan lflé frá námi í nokkur ár áður en hún skráði sig í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún lauk námi í grafískri hönnun frá MHÍ árið 1990. Ári síðar byrjaði hún í núverandi starfi sínu hjá Ingvari Helga- syni hf. en hafði áður sinnt ýmsum störfum þar innan- dyra um lengri eða skemmri tíma. Helga Hrönn og Ingvar eiga fjögur böm; Þorleif Þorra, 14 ára, Játvarð Jökul, 11 ára, og tvíburana Hall- dóru Huld og Sigríði Sjöfn sem em sjö ára. Tómstun- dir hennar miðast við fjöl- skylduna. „Við fömm töluvert á hestbak og emm að koma okkur upp hesti á hvem fjöl- skyldumeðlim, þannig að það stefnir í fjölgun í hest- húsinu. Við fömm mikið á skíði þegar færi gefst. Á sumrin fömm við í veiði og oft í sumarhús á Snæfells- nesi þar sem er mikil nátt- úrufegurð og yndislegt að vera,“ segir Helga Hrönn. TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 69

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.