Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 8

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 8
Ólafur Arason framkvœmdastjóri og Sigríöur, dóttir hans, sem sér um fjármál fyrirtœkisins í versluninni í Skiþholti 50c. um og Mitac ferðatölvum. Einnig var gerður samningur við Cherry sem framleiðir sérlega vönduð þýsk lyklaborð. Auk þess býður Cherry sambyggðar lausnir á lyklaborðum fyr- ir bæði snjallkort (smart card), „POSA", strik- amerki og USB hub. „Við gerum ráð fyrir umtalsverðri sölu- aukningu á CTX tölvum á næstunni, enda ver- ið í nánum samskiptum við fyrirtækið f inn- flutningi á skjám undanfarin ár. Þrjár gerðir eru á boðstólum, CTX Value, CTX Pro og CTX Utopia. Höfuðstöðvar CTX í Evrópu eru í Watford og hefur CTX og Tæknibær í sam- vinnu styrkt Jóhann B. Guðmundsson, leik- mann Watfordliðs Eltons John. Með CTX merkið á búningunum, hefur Watford á að- eins tveimur árum unnið sig úr annarri deild alla leið upp í ensku úrvalsdeildina. Horft björtum augum á framtíðina hjá Tæknibæ m þessar mundir eru fimm ár liðin frá því Tæknibær ehf. í Skipholti 50c opnaði tölvuverslun. Grunnur- inn að rekstri Tæknibæjar var lagður með stofnun fyrirtækisins árið 1986. Samningar voru gerðir á alþjóðlegum rafeindavöru- sýningum og hafinn innflutningur á mæli- tækjum og rafeindaíhlutum fyrir skóla- kerfið ásamt faxmótöldum með sérlausn- um fyrir fyrirtæki. Starfsemi Tæknibæjar er fjölbreytt. í upp- hafi sinnti fyrirtækið aðallega innflutningi á rafeindaíhlutum, mælitækjum og kennslu- tækjum, m.a. frá L.J. Technical Systems. Helstu viðskiptavinir voru verkmennta- og eftirmenntunarskólar. Fljótlega færðist starf- semin yfir í sölu á tölvuvörum, í byrjun með áherslu á módemlausnum, innflutningi, sölu og þjónustu. Upp úr 1994, er fyrirtækið opn- aði tölvuverslun að Aðalstræti 7, var byrjað að bjóða tölvuuppfærslur og einnig voru flutt- ar inn Gateway 2000 og Dan tölvur, en fljót- lega var hafin framleiðsla á eigin tölvum und- ir nafninu Jet, síðar AmJet. „Við höfum verið í eigin húsnæði undan- farin ár, 130 m2 verslunarhúsnæði auk 150 m2 skrifstofuhúsnæði að Skipholti 50c. Nú höfum við enn fært út kvíarnar og tekið í notkun 220 m2 húsnæði, bakhús að Lauga- vegi 168, á horni Laugavegs og Nóatúns. Þar verður vörulager og verkstæði en skrifstofu- og heildsöludeild auk verslunarinnar verður áfram í Skipholtinu," segir Ólafur Arason framkvæmdastjóri. Rekstur Tæknibæjar hef- ur gengið mjög vel og brúttóvelta fyrirtækis- ins margfaldast síðustu árin. Hröð og góð þjónusta Tæknibær sinnir heildsölu til annarra fyrirtækja og leggur mikla áherslu á hraða og góða þjón- ustu. Stakar tölvuvör- ur eru afgreiddar samdægurs út á land, nýjar tölvur afgreidd- ar sama dag eða næsta eftir að pöntun berst og vörupantanir frá birgjum vel skipulagðar og því oftast til á lager. Birgjar Tæknibæjar eru þekktir í tölvu- heiminum. Má þarnefna CTX, Citizen, Cherry, Jetway, Mitac og Micro 2000 auk fjölmargra annarra. Á þessu ári hóf fyrirtækið innflutning, framleiðslu og þjónustu á Trust og CTX tölv- iillitorWIIVIflilhMH Frá Mitac koma ferðatölvur, Mitac MiNote 6133 og 5033L, sem Tæknibær hefur að undanförnu boðið á kynningartilboði. Mitac MiNote 6133 ferðatölvan býr yfir öfl- ugum Intel Celeron 400 MHz örgjörva. Hún er með 12,1" eða 13,3" TFT skjá, frá 32 MB vinnsluminni, 4,3 eða 6,4 GB harðan disk, innbyggt diskettudrif og 24x geisladrif eða DVD og 56k innbyggt faxmódem. Loks má nefna að tölvan er með íslenskt Windows 98 lykla- borð með inn- greyptum, fslensk- um stöfum. Síðan er að sjálfsögðu hægt að fá ýmsar viðbætur." Veldu siállur Draumavélina Á vefsíðu Tæknibæjar, www.tb.is, er að finna leið til að velja sjálfur eigin „Drauma- vél", búa hana þeim kostum sem hver og einn vill og fá uppgefið verð tölvunnar með því að smella á reitinn „reikna". Að því búnu getur viðskiptavinurinn valið „prenta" og/eða „panta" og þar með gengið frá pöntuninni á Verslun og skrifytofur Tœknibœjar eru i Skiþholti 50c. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.