Frjáls verslun - 01.07.1999, Qupperneq 9
netinu. í vörulista Tæknibæjar er hægt að
velja um ótalmargar útfærslur á draumatölv-
unni og ákveða hvað menn vilja leggja mikið
í hana með hliðsjón af þörfum og fjárhag.
Þegar viðskiptavinurinn hefur sett upp „for-
múluna" fyrir draumatölvunni sjá starfsmenn
Tæknibæjar um að afgreiða hana samdæg-
urs eða næsta dag.
Fyrir skömmu tók Tæknibær þátt í sölu-
kynningu hjá USO á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi
manns kom á þessa kynningu og sýndi mikinn
áhuga á vörum fyrirtækisins, enda er um
5000 manna byggð á flugvellinum og tak-
markað vöruúrval. Áframhald verður á þess-
ari starfsemi því önnur kynning verður haldin
fljótlega þar sem fleiri íslenskum fyrirtækjum
er boðin þátttaka. „Til gamans má nefna að
þá verða íbúarnir að kaupa jólagjafir fyrir
ættingja og vini og senda gjafirnar aftur til
Bandaríkjanna, en þaðan fluttum við þær
inn,"segir Ólafur.
J f
Fgiy I : . jf
PMijRÁ'v'J
i
Tæknibær er fjölskyldufyrirtæki
Ólafur Arason framkvæmdastjóri stofnaði
Tæknibæ og rekur nú fyrirtækið með fjöl-
skyldu sinni, Agnesi Arthúrsdóttur, konu
sinni, og börnum þeirra, Sigríði (19 ára), sem
sinnir fjármálunum, og Arthúri (16 ára) sem
stjórnar m.a. vefsíðu fyrirtækisins. Ólafur er
rafmagnstæknifræð-
ingur frá Árósum í
Danmörku. Hann
starfaði í sex ár hjá
Pósti og síma, lengst
af sem yfirmaður rad-
íóeftirlitsins. Síðan
var hann í tíu ár
deildarstjóri rafiðn-
aðardeildar Iðnskól-
ans í Hafnarfirði. A. T„.
Að Laugavegi 168 er
Hja Tækmbæ er nu arþjónustan.
hátt á annan tug
starfsmanna. Verslunarstjóri er Elías Þor-
steinsson en Sigurður Rúnar Sigurðsson er
yfirmaður á lager og verkstæði að Laugavegi
168. Þá hefur rafeindaverkstæðið Radíóverk
ehf, annast viðgerðarþjónustu á CTX skjám,
módemum, geislaskrifurum o.fl. sem fyrir-
tækið flytur inn og sem vert er að gera við.
„Þótt Tæknibær hafi mikla reynslu í inn-
flutningi og dreifingu á tölvuvörum er nú tími
til kominn að líta í fleiri áttir sem tengjast
tölvutækninni. Stefnt er að því að byggja upp
hugbúnaðardeild sem þróar lausnir sem
tengjast hinum fjölbreytta vélbúnaði sem við
Innanhúss nýtir Tœknibœr háþróaðan viðskiptabókhaldshugbúnað, Navision Financial, og
Jjölnotendakerfið Lotus Notes. Þar sem Sigríður Ólafsdóttir er nú á lokaári í Verslunarskólan-
um kemur það sér afar vel fyrirfyrirtækið, jafnt sem það hentar henni um þessar mundir, að
byggja uþþ og virkja bókhaldseiningar í viðskiptabókhaldskerfi Tæknibæjar.
bjóðum. Má þar nefna lausnir í bókhalds- og
upplýsingakerfum, netþjónustu og vefþjón-
ustu. Ennfremur er í undirbúningi markaðs-
setning á snjallkortum (smart card), „POSA"
og strikamerkja-
lausnum í Cherry
lyklaborðum.
Ég legg áherslu
á að við munum
ekki gefast upp í
harðri samkeppni á
einkatölvumarkaðn-
um, til hagsbóta fyr-
ir einstaklingana,
lagerinn og viðgerð- heldur halda í það
minnsta markaðs-
hlutdeildinni á þeim
vettvangi. Einkunnarorðin eru „tölvuverslun
fagmannsins" og áhersla lögð á fagleg vinnu-
brög og vandaða vöru fyrir alla. Hins vegar
leggjum við kapp á að bæta við í upplýsinga-
tækni og á sviði heildarlausna fyrir fyrirtæki
og stofnanir. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir,
stærri sem smærri, hafa bæst f sístækkandi
hóp fastra viðskiptavina og teljum við okkur
eiga að stefna inn í nýja öld með því að mæta
þörfum þeirra."
Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað ár frá ári
og því horfa menn björtum augum til framtíð-
ar hjá Tæknibæ.ffl
—
Ólafur í fundarsal fyrirtækisms.
Skipholti 50c • 105 Reykjavík
Sími: 551 6700 • Fax: 561 6700
Heimasíða: www.tb.is
jmw
iUii
9