Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 20

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 20
FORSÍÐUGREIN Leynifundur sl. vor Forráðamenn Kaupþings funduðu á laun með forráðamönnum viðskiptabankanna þar sem rætt var um að sparisjóðirnir og viðskiptabankarnir eignuðust FBA sameiginlega — myndu kaupa 51% hlut ríkisins. Bankarnir voru hrifnir af hugmyndinni en ekki var bakland fyrir hugmyndinni innan sparisjóðanna og Kaupþings. hlutfall sparisjóðanna (áður Bis- hlutfall) að þeir væru lentir í vand- ræðum með lán sin til Scandinavi- an Holding og yrðu því að selja hlut félagsins í FBA. Þetta er ekki rétt þar sem CAD-hlutfall sparisjóðanna er mjög hátt og vel yfir mörkunum þannig að þetta atriði réði í engu úr- slitum um söluna bréfanna. Fram hjá niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins gátu sparisjóðirnir þó varla horft ætl- uðu þeir sér að láta Scandinavian Holding kaupa stóran hlut í afgangn- um í FBA, 51%, og lána Scandinavian Holding fyrir þeim kaupum. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, stjórnarformaður Kaup- þings og stjórnarformað- ur Scandinavian Holding í Lúxemborg. Sigurður Einarsson, forstjón Kaupþings. Leikfléttan Hvað um það, eftirfund- inn í Lúxemborg í júnílok, þar sem ákveðið var að kanna sölu á hlut Scandinavian Holding í FBA, hófst leit að hugsanlegum kaupanda og var dótturfélagi sparisjóð- anna, Kaupþingi, falið málið. Fullyrt er að í þeim könnunarviðræð- um hafi birst leikfléttan um að selja hlutinn í FBA til einhvers sem vildi spila með sparisjóðunum áfram og mynda með þeim banda- lag við að yfirtaka bankann síðar, sameina hann Kaupþingi, og ná fram hagræðingu af sameiningunni. Utgangspunkturinn var sá að næðist samkomlag við slíkan kaupanda þá gætu sparisjóðirnir tek- ið þátt af fullri hörku í nýju kennitölustríði, sem hæfist þegar 51% yrðu boðin út í dreifðri eignaraðild — enda þeir þá með andvirð- ið af sölunni á 26,5% hlutnum í FBA til ráðstöfunar. Ljóst var að næðu sparisjóðirnir t.d. öðrum 26,5% hlut i því kennitölustríði væri bandalag þeirra komið með 53% hlut og þar með væri hægt að sameina Kaupþing og FBA í eitt fyrirtæki undir forystu Kaup- þings. I slíkri sameiningu má ætla að Kaupþing yrði metið á um t.d. ijórðung á móti FBA þ-e. FBA (4/5) og Kaupþing (1/5). Hlut- ur nýja bandalagsins í FBA 53%, myndi að vísu lækka niður í um 42% við sameininguna en við bættist hlutur Kaupþings í samein- ingunni, um 20%. Samtals myndi þetta gera um 62% og öruggur meirihluti væri í höfn. Jafnffamt gætu sparisjóðirnir losað um bréf fyrir allt að 11% í bankanum án þess að hið nýja bandalag missti þar meirihlutann. Viðræður Við Sigurð Gisla í júlí sl. var Kaupþing komið á fullt skrið í leit sinni að kaupanda sem væri til í að vinna með þeim áfram. Þeir leituðu til Sigurðar Gísla Pálmasonar, forystumanns Hagkaupsfiölskyldunnar, Jóns Asgeirs, forstjóra Baugs, og Þor- steins Más Baldvinssonar, forstjóra Samheija. Sigurður Gísli Pálmason var efstur á blaði Kaupþings; fyrsti kostur og við hann hófust viðræður. Eftir því sem næst verður komist munu Kaup- þingsmenn hafa lagt áherslu á að Bjarni Ármannsson og aðrir helstu stjórnendur FBA fengju ekki að vita af þessum viðræðum. Og svo mun hafa verið til að byija með. Þegar málið var hins veg- ar komið á ágætan rekspöl er haft fyrir víst að Sigurður Gísli hafi haft samband við Bjarna og greint honum frá gangi mála. Upp frá því kom Bjarni að málinu — en allt frá því að salan á hlut Scandin- avian Holding i FBA var fyrst viðruð — er sagt að Bjarni hafi verið mjög áhugasamur um hvernig það gerð- ist og hveijir keyptu! Hvað um það, Bjarni kom að rnálinu og í hópinn bættust þeir Kári Stefánsson, Is- lenskri eríðagreiningu, og Gunnar Björgvinsson, athafnamaður í Lúx- emborg. Að vísu mun Hannes Smárason, ffamkvæmdastjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, hafa annast málið fyrst og fremst fyrir hönd Kára. Það var svo á miðviku- deginum fyrir verslunarmannahelg- ina, 28. júlí, sem hópur Sigurðar Gísla gerði tilboð sem hljóðaði upp á gengið 2,40. Því var haftiað. Strax í kjölfarið, daginn eftir, eða fimmtudaginn 29. júlí, er fullyrt að nýtt tilboð hafi borist frá hópi Sigurðar Gísla og að það hafi hljóðað upp á gengið 2,82.1 því fólst einnig að Bjarni yrði áfram forstjóri FBA. Um þetta tilboð ber heimildum ekki saman og snýst ágreiningurinn um það hvort þetta tilboð hafi borist eða ekki. Þetta voru jú munnlegar viðræð- ur. Innan raða Kaupþings er sagt að það hafi ekki borist og þvi standa hér orð gegn orðum. Verslunarmannahelgin Verslunarmannahelgin gekk í garð og um þá helgi var óvænt lögð lokahönd á samninga, ekki við hóp Sigurðar Gísla heldur við Orcuna S.A., íslenskt félag skráð í Lúx- emborg. A þriðjudeginum eftir verslunarmannahelgina, 3. ágúst, var síðan send út ílöggun um söluna. Kaupsamningur Orcunnar S.A. er trúnaðarmál en félagið mun hafa keypt 22,5% hlut Scand- inavian Holding í FBA — auk um 4,0% hlut til viðbótar — á geng- inu 2,81 og að andvirði yfir 5 milljarða. Hagnaður sparisjóðanna af sölunni nemur því nálægt 1,5 milljörðum. Það er ríkulegur hagnaður. Þess má þó geta að Scandinavian Holding mun lána stóran hluta af þessari upphæð, um 3,2 milljarða, til Orcunnar S.A En fullyrt er að hver hinna fjögurra fylkinga í Orcunni leggi fram um 450 milljónir, eða samtals um 1,8 milljarða. Miðað við að á fundinum í Lúxemborg í endaðan júní hafi verið ákveðið að kanna með sölu á hlut Scandinavian Holding í FBA koma orð Jóns Olafssonar í DV um síðustu helgi á óvart en þar segir hann að sér hafi fyrst verið boðið að kaupa þessi hlutabréf í desember í fyrra — eða fyrir níu mánuðum — og að aðdragandi kaupanna hafi verið langur. Mjög hefur verið deilt um það að í flögguninni frá 3. ágúst hafi ekki verið tilgreint hveijir væru eigendur Orcunnar S.A. og gerði Verðbréfaþingið þegar athugasemdir við það. Þær athugasemdir voru hins vegar hundsaðar. Þótt verslunarmannahelgin hafi ver- ið vel nýtt í viðræðunum við Jón Asgeir og félaga í Orcunni S.A. er ljóst að viðræður við þá voru einnig í gangi á lokaspretti við- ræðnanna við hóp Sigurðar Gísla, Kára Stefánssonar og Gunnars Björgvinssonar. Benda má á að Sigurður Gísli og félagar voru á bandi Bjarna Armannssonar í þessum viðræðum og finnst mörg- um að það hafi verið fullmikil bjartsýni hjá þeim að halda að samningar næðust við Kaupþing undir þeim formerkjum, þ.e. á 20

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.