Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 22
Davíð Oddsson forsœtisráðherra. Engum dylst að Davíð hefur tekið
þetta mál í sínar hendur.
hafi ekki verið búin að samþykkja formlega söluna, en það gerði
hún fimmtudagskvöldið 12. ágúst, og því hafi hópurinn ekki viljað
gefa sig upp íyrr; beðið hafi verið eftir formlegu samþykki selj-
anda. Raunar var Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður
Scandinavian Holding og Kaupþings, spurður að því á umræddum
stjórnarfundi hvort ekki væri örugglega verið að taka hæsta til-
boði og fullyrti hann að svo væri. Innan sparisjóðanna er það orð-
að þannig að um kjaftagang sé að ræða úr FBA að munnlegt tilboð
hafi borist frá hópi Sigurðar Gísla upp á 2,82, fimmtudaginn 29. júlí
og að það hafi verið hærra en Orcunnar SA En eins og fyrr seg-
ir þá stangast heimildir hér á og ágreiningurinn í málinu er raun-
ar um það hvort þetta tilboð hafi borist eða ekki.
Reiði DavíðS Eðlilega hafa menn velt vöngum yfir því hvers
vegna forsætisráðherra, Davíð Oddsson, er svo heiftarlega reiður
út í Kaupþing og sparisjóðina vegna sölunnar á hlut Scandinavian
Holding til Orcunnar SA Það er trúlega algert einsdæmi að for-
sætisráðherra fari slíkum hamförum gegn einu fyrirtæki vegna
hlutabréfaviðskipta á frjálsum markaði, sem hann hefur gert
gagnvart Kaupþingi að undanförnu. Hvers vegna er hann svo æva-
reiður vegna málsins? Varla dylst nokkrum að þar vegur þyngst
aðkoma Jóns Ólafssonar í Skifunni að Orcunni SA Sumir orða
það þó þannig að Jón Ólafsson sé fremur kornið sem fyllti mælinn
hjá Davið. Áhugi sparisjóðanna á FBA hefur ætíð verið mikill og
áður en til útboðsins á 49% hlut ríkisins í bankanum í fyrra kom
höfðu sparisjóðirnir rætt við stjórnvöld um að fá að kaupa bank-
ann og viðrað mun lægri fjárhæðir en þeir greiddu síðan fyrir
hann í kennitölustríðinu. Fullyrt er að kennitölustríðið, þar sem
Kaupþing og Búnaðarbankinn verðbréf (í eigu ríkisins) voru at-
kvæðamest, hafi farið mjög fyrir brjóstið á Davíð sem, eins og rik-
isstjórnin, hefur lagt á það áherslu að FBA væri í eigu margra, að
eignaraðild væri mjög dreifð. Erfitt er hins vegar að sjá hvað var
að því kennitölustríði og telja verður hæpið af stjórnvöldum að
streitast á móti og hafa horn í síðu þeirra frjálsu markaðsafla sem
þar voru að verki! Ennfremur telur Davíð það ekki viðeigandi hjá
Kaupþingi að skýra ekki kennitöluumbjóðendum sínum og öðr-
um viðskiptavinum frá því markmiði að kaupin væru frá fyrstu tíð
liður í þeirri hernaðaráætfun sparisjóðanna að ná yfirhöndinni í
FBA og sameina bankann við Kaupþing síðar. I fréttum hefur Dav-
íð sagt að ekkert væri i sjálfu sér athugavert við kennitölusöfnun
ef fyrirtæki væru með þeim hætti að styrkja eigin sjóði fyrir opn-
um tjöldum. Segja má að eftir að hlutur Búnaðarbankans verð-
bréfa í FBA var seldur til sparisjóðanna tiltölulega fljótt eftir útboð-
ið í FBA hafi þetta markmið í raun blasað við þótt það hafi aldrei
verið tilkynnt opinberlega. Sala þeirra á hlut Scandinavian Hold-
ing í FBAtil Orcunnar SA, Jóns Ólafssonar og félaga, með þeirri
leikfléttu sem hér hefur verið útskýrð að framan, var hins vegar
dropinn sem fyllti mælinn hjá Davíð og kom skriðu hans af stað
gegn Kaupþingi.
Davíð lítur á að salan til Orcunnar SA hafi allt að því eyðilagt
bréf ríkisins í bankanum nema til björgunaraðgerða komi — og að
mjög erfitt verði að selja afganginn í dreifðri eignaraðild þegar svo
stór hluthafi er kominn til sögunnar, og hvað þá þegar hann heitir
Jón Ólafsson og sem hefúr það orðspor á sér í viðskiptum sem
löngu er þekkt — hvort sem það orðspor er að ósekju eða ekki.
Menn bíða framhaldsins og þess hvort Davíð geti þakkað fyrir að
fá tilboð í hlut ríkisins í bankanum — úr því sem komið er.
Hllltur ríkísins eyðilagður? í fréttatíma Stöðvar 2 föstudags-
kvöldið 27. ágúst sl. var Davíð spurður að því hveijir hefðu eyðilagt
stefnu ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild: „Eg held þvi fram
— og hef sagt það áður — að sú (kennnitölu) söfnun sem þarna átti
sér stað og sú tilraun til að selja einum aðila öll þessi bréf frá spari-
sjóðunum gekk þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Fram hjá því
verður ekki gengið; það liggur fyrir.“ Og skömmu síðar í viðtalinu
um það hvort hann hafi vitað af þreifingum Kaupþings við hóp Sig-
urðar Gísla Pálmasonar: „Ég vissi ekki af þeim þreifingum. Hins
vegar er það ekkert launungarmál að fjölcli manns hefur iðulega
komið að máli við mig um það að þeir hefðu áhuga á að kaupa bréf
í Fjárfestingarbankanum, því ég hef litið þannig á að það væru
menn sem væru að undirbúa sig undir að kaupa þegar ríkið myndi
selja. En þá áttu menn auðvitað ekki von á því að það væri búið að
eyðileggja bréfin fyrir ríkinu að stærstum hluta. Auðvitað verður
það ekki gert núna því ríkið mun bregðast við,“ sagði Davíð.
Hreinn Loftsson Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingar-
nefndar, sagði þetta um kennitölusöfhunina í sama fréttatíma:
„Það er ekkert óeðlilegt við það þótt einhveijir aðilar, eins og þess-
ir sjóðir, auglýsi eftir að fá að kaupa bréf af almenningi inn í sín
söfn. Þegar horft er til þess gengis sem var á bréfunum á þessum
tíma var það ekkert óeðlilegt miðað við það að um eðlilega söfnun
væri að ræða inn í þessa sjóði. Síðan fór af stað þróun, sem enginn
gerði sér grein fyrir að færi af stað með þeim hætti sem raunin var,
þ.e. Kaupþing fór að safna í þessu skyni — og kaupa og sprengja
upp verð bréfanna sem eingöngu getur skýrst af því að það standa
fyrir dyrum áform um að sameina bankann Kaupþingi, þ.e. ná til
sín ráðandi hlut í bankanum.“
Svar Kaupþings við ásökunum forsætisráðherra um óeðlilega
viðskiptahætti í kennitölustríðinu var að óska eftir opinberri rann-
sókn hjá Fjármálaeftirlitinu og hvort óeðlilega hefði verið staðið
að málum. Telja verður þessa leið hjá Kaupþingi afar eðlilega en
Fjármálaeftirlitið hyggst jafnvel láta rannsóknina ná til fleiri verð-
bréfafyrirtækja.
22