Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 26

Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 26
Finnur erfáskiptinn og ekki orðmargur í daglegri framgöngu og það kom mörgum sem þekkja hann á óvart þegar hann sóttist eftirstarfi forstjóra Nóa-Sírusar á sínum tíma. FV-mynd: Geir Olafsson. 0m þessar mundir er verið að ganga frá formlegri stofnun nýrra samtaka atvinnulífsins sem ætlað er að koma frarn sem ein heild fyrir at- vinnurekendur í samningum við verka- lýðshreyfingu. Stærstu þættirnir í þessari nýju samsteypu eru VSI, Vinnumálasam- band samvinnufélaganna, Landsamband íslenskra útvegsmanna, Samtök fisk- vinnslustöðva, samtök iðnaðarins, nýstofn- uð samtök fýrirtækja í fjármálaþjónustu og fleiri. Finnur Geirsson, formaður nýrra sam- taka atvinnulífsins, hefur ekki verið sér- staklega áberandi í viðskiptalífinu undan- farin ár. Hann hefur starfað sem forstjóri fjölskyldufýrirtækisins Nóa-Síríusar síðan 1990 og þykir hafa farist það vel úr hendi. Tilnefning hans í embætti formanns nýrra samtaka atvinnulífsins hefur mælst vel fýrir. Lítum aðeins nánar á hver hann er þessi Finnur: Uppruninn: Fæddur í Reykjavík 8. júní 1953. Foreldrar: Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, þing- maður og ráðherra, og Erna Finnsdóttir húsmóðir. Systkini: Hallgrímur, forstjóri Arvakurs, f. 1949, kvæntur Aðalbjörgu Jakobsdóttur félagsfræðingi, Kristín bókasafnsfræðing- ur, starfsmaður Alþingis, f. 1951, gift Frey Þórarinssyni, kennara í VHR, og Aslaug jarðfræðingur, f. 1955, dósent við Háskóla íslands, sambýlismaður hennar er Sigur- geir Kristjánsson eðlisfræðingur. Námið: Finnur varð stúdent frá MT1973 og lauk cand.oecon prófi frá Háskólanum 1977. Þá hleypti hann heimdraganum og TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson Súkkulaði og samn Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulíjsins, er kominn í eldlínuna. serlega áberandi í viðskiþtalífinu á undanförnum 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.