Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 31

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 31
FASTEIGNIR Eftir nokkra raunverðslækkun fast- eigna frá árinu 1990 hefur verð á góðum fasteignum hækkað um 20% á skömmum tíma. Það þýðir að eign, sem kostaði 13,5 milljónir króna á síðasta ári, er núna verðlögð á yfir - 16 milljónir! llir þurfa þak yfir höfuðið. Þessi setning er gamalkunnug úr aug- lýsingum fasteignasala og sann- leiksgildi hennar er öllum ljóst. Um þessar mundir er áreiðanlega gam- an að vera fasteignasali því fasteignavið- skiptí, að minnsta kostí á höfuðborgar- svæðinu, hafa ekki í mörg ár verið eins líf- leg. Það eru nefnilega fleiri sem vilja eign- ast þak yfir höfúðið í Reykjavík og ná- grenni en oft áður. Það má lýsa ástandinu þannig að allt sem er falt á fasteignamarkaði á suðvestur- horninu seljist fljótlega eftír að það er aug- lýst. I fréttum eru birtar frásagnir af heil- um ljölbýlishúsum sem seljast á einum sól- arhring og allir þekkja einhvern sem er að selja húsið sitt og skipta. Fasteignaverð hefur hækkað umtals- vert á þessum veltítímum og hefur hækk- unin verið sérstaklega ör á fýrrihluta þessa árs. Þegar hagtölur um verðþróun á íbúð- arhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru skoðaðar má sjá að verðið stóð í stað eða Iækkaði að raunvirði frá 1995 og þar tíl í ársbytjun 1998 en þá fór verðið að stíga og stígur enn. Þessu má líkja við að verðið hafi verið alveg niðri í kjallara fyrir fimm árum en stefhi nú upp úr þakinu. Fólksflutníngar Segja má að fýrir þess- ari hækkun séu nokkrar samverkandi ástæður. Ein helsta ástæðan er miklir fólksflutningar utan af landi tíl höfuðborg- TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson MYNDIR: Geir Úlafsson 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.