Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 36

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 36
komu þeir bræður Guðmundur og Hjálm- ar Kristjánssynir, þá Sigurbjörn, lögfræð- ingur þeirra, og Pétur Sigurðsson rak lest- ina. Það mátti greina vonbrigði í svip bæj- arfulltrúans sem rak lestina. Að þessu loknu voru varamenn tilnefndir án mót- mæla og annað sæti varamanns fékk Andri Arnason, lögfræðingur bæjarins, og teljast það nokkrar sárabætur en hinn varamaður í stjórn er Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, starfsmaður Guðmundar Kristjánssonar. Stjórnin hélt sinn fyrsta fund í snatri þar sem Guðmundur var kosinn formaður og síðan urðu helstu persónur og leikendur samferða suður aftur með fjögurvélinni. tækið hafa tapað tæpum tveimur milljörð- um á síðustu fimm árum en fyrirtækið var stofhað 1992. Margir telja líklegt að í kjölfar þessarar yfirtöku verði sölumál Básafells flutt frá Is- lenskum sjávarafurðum og til Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna þar sem Guð- mundur situr í stjórn og á nokkurn hlut. Guðmundur hefur ekkert staðfest um það mál annað en að sölumálin verði látin í hendur þess aðila sem stendur sig best. Rétt er að taka fram að Guðmundur hafnaði ítrekað tilboðum um viðtal í blað- inu um þetta mál. FRÉTTASKÝRING Verður fyrirtækið selt? Svartsýnismenn í hópi heimamanna telja hinsvegar líklegt að nýir eigendur ætli að liða fyrirtækið í sundur, selja allt sem hægt sé að selja og hagnast þannig á þessum viðskiptum um hundruð milljóna. Þessir svartsýnismenn fullyrða að búið sé að semja við Einar Odd Kristjánsson og Hinrik Kristjánsson á Flateyri um að kaupa saltfiskvinnslu Básafells á Flateyri. Gunnar Hjaltalín, þekktur fjármálamaður í Reykjavík og endurskoðandi, fékk flest at- kvœði í stjórn. einn, svo framboð á stólum var einum minna en frambjóðendur. Það var mikið pískrað og skrafað í hornum og eftir drykklanga sellufundi var Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Básafells, sendur á fund Péturs til að spyija hvort hann væri til í fund þar sem reynt yrði að semja um málið svo ekki þyrfti að koma til hlutfalls- kosningar. „Það er ekkert að semja um,“ sagði Pétur og var harð- ur á svipinn eins og verk- fallsvörður á hafnarbakka. Svanur fór með þau skila- boð til baka og menn drifu sig í að prenta út atkvæðaseðla. Kristinn Hallgrímsson, lög- fræðingur Básafells, stýrði fundi og það hefði mátt heyra hlutabréf detta meðan menn fylltu út seðlana með einbeit- ingu í svipnum. Rjóð starfs- stúlka á hótelinu vappaði milli borða með pappakassa með rifu á lokinu og sa&iaði seðlum. Svo var gert hlé meðan talið var og menn fengu sér kaffi og kleinur og slógu á léttari strengi. Það hefði síðan mátt heyra hina klass- ísku saumnál detta þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Guðmundur segir fált Eins og kannski við má búast hefur Guðmundur verið orð- fár við fjölmiöla um þær ráðstafanir sem hann hyggst grípa til og eiga að rétta rekst- ur Básafells af. Fyrirtækið tapaði um 350 milljónum á fyrstu sex mánuðum reikn- ingsársins sem það telur Flestir kusu Gunnar Hjaltalin Gunnar Hjaltalín fékk flest atkvæði, næstir honum OgfomaðurVerkalýðsfélagstns. jafiit fiskveiði- árinu og eigið fé þess var komið niður i 20%. Þó sagði Guðmundur í samtali við RUV að enga sérfræðinga þyrfti til þess að gera betur en nú er gert. Það þarf kannski ekki að koma á óvart því á undanförnum árum hefur fýrirtækið verið rekið með tapi jafnt og þétt og í fljótu bragði sýnist fyrir- Verður fyrirtækið liðað sundur? Á vor- dögum lét Arnar Kristinsson af starfi fram- kvæmdastjóra Básafells og við tók Svanur Guðmundsson sem áður starfaði í Grund- arfirði. Hann hafði áður starfað hjá Kaup- þingi sem ráðgjafi og sérfræðingur í sjávar- útvegi. Hann sópaði, eins og nýir vendir gera jafnan, og greip þegar í stað til aðgerða. Frystitogarinn Sléttanes var seldur með umtals- verðum veiðiheimildum. Kaup- andinn var Ármann Ármanns- son, útgerðarmaður í Reykja- vík, sem áður gerði út Helgu RE. Ármann fékk rúm 800 tonn af þorski með skipinu en lét í staðinn verulegan rækjukvóta. Þessi aðgerð var umdeild og olli verulegum sporðaköst- um og gusugangi innan fyrir- tæksins og í kjölfarið hættu bræðurnir Eggert og Hali- dór Jónssynir störfum hjá fyrirtækinu. Þeir bræður, einkum þó Eggert, eiga nokkuð hlutafé í Básafelli og lögðust fast gegn þessu. Auk Sléttaness á Bása- fell rækjutogarana Orra og Skutul sem báðir eru í ágætu standi. Sérstaklega er Skutull mikið og öflugt aflaskip sem er ný- komið úr klössun og er upphaflega systur- skip t.d. Akureyrarinnar, Vigra, Viðeyjar, Engeyjar og fleiri aflaskipa. Básafell rekur saltfiskvinnslu á Flateyri, hefðbundna bol- fiskvinnslu á Suðureyri og rækjuverk- 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.