Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 38
FRÉTTASKÝRiNG
Ný stjórn Básafells á sínum fyrsta fundi. Talið frá vinstri: Guðmundur Kristjánsson, stjórnar-
formaður, Hjálmar Kristjánsson, Steinþór Kristjánsson, skrifstofustjóri Básafells, ritari stjórn-
ar, Svanur Guðmundsson, framkvœmdastjóri Básafells, Pétur Sigurðsson, Gunnar Hjaltalín
og Sigurbjörn Magnússon.
komendur Jóns B. Jónssonar skip-
stjóra sem hölðu verið hluthafar frá
upphafi. Nýir menn koma í staðinn
en Islandsbanki seldi tveimur aðil-
um hlut í nýju fýrirtæki, hvorum
um 10% eignarhlut í sameinuðu
fýrirtæki. Annars vegar er um að
ræða Þormóð ramma-Sæberg á
Siglufirði og hins vegar Ránar-
borg ehf. sem er eignarhaldsfélag
Þorsteins Wilhelmssonar sem er
stærsti eigandi Samheija á Akur-
eyri. Um mánaðamót verður nýtt
félag formlega stofnað og þá
skýrast línur um framtíð fýrir-
tækjanna. Islandsbanki á enn
óseld 19% hlutaijár í nýja fyrir-
tækinu og á Isafirði er það al-
mennt álit manna að miklu máli
skipti hver kaupir þau. Ef það yrði t.d. Sam-
herji þá yrði ffamhaldið væntanlega líkt því
sem það varð þegar Hrönn sameinaðist
Samheija.
Kristján Jóhannsson, núverandi frarn-
kvæmdastjóri Gunnvarar, er ásamt Jó-
hanni Júlíussyni, föður sínum, einn stærsti
eigandi Gunnvarar en samanlagt eiga þeir
feðgar um 30% í Gunnvöru sem er ígildi
um 18% í nýju fyrirtæki. Ekki er talið lík-
Tveir frœgustu menn Vestfíarðn
hluthafafundi Básafells Tv h• ° main aö loknum
Kristjánsson og roZrinZ *b3ar?™ttu™n“ Einar Oddur
Kjartansson. °8 s>sluma**rinn ólafur Helgi
legt að Kristján verði framkvæmdastjóri
hins nýja fyrirtækis og er bent á að hann
ætli sér annað hlutskipti en nýlega keypti
Kristján fyrirtæki á ísafirði sem heitir Olíu-
samlag útvegsmanna en það annast olíu-
dreifingu til skipa og báta á Isafirði. Þetta
telja menn staðfesta að Kristján reikni ekki
með því að verða starfsmaður hins nýja fyr-
irtækis þótt hann hafi verið meðal hlut-
hafa.
Guðmundur segir fátt
Eins og kannski við má búast hefur Guðmundur verið orðfár við fjölmiðla um þær
ráðstafanir sem hann hyggst grípa til og eiga að rétta rekstur Básafells af.
Fyrirtækið tapaði um 350 milljónum á fyrstu sex mánuðum reikningsársins sem
það telur jafnt fískveiðiárinu og eigið fé þess var komið niður í 20%.
Þó sagði Guðmundur í samtali við RÚV að enga sérfræðinga þyrfti til þess að
gera betur en nú er gert.
Á undanförnum árum hafa miklar upp-
stokkanir orðið í vestfirskum sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Hægt er að rekja talsvert
mörg dæmi þess að eigendur hafi losað
um hlut sinn í grónum fyrirtækjum. Fyrir
tveimur árum var greiddur út hlutur nokk-
urra aðila í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og
áður hefur verið minnst á hluthafa i Gunn-
vöru sem eru að draga sig í hlé. Aðalbjörn
Jóakimsson seldi Þorbirni í Grindavík sinn
hlut í Bakka fyrir nokkrum árum og út-
gerðarfyrirtækið Hrönn, sem gerði út
Guðbjörgu ÍS, sameinaðist Samheija.
Hluti af eignum Bakka, s.s. rækjuverk-
smiðjan í Bolungarvík, er nú í eigu Nasco
hf. Hér mætti einnig rekja ris og hnig fyrir-
tækja í eigu Ketils Helgasonar í Bolungar-
vík sem kennd voru við „Rauða herinn“ og
eru flest í gjaldþrotameðferð. Einnig mættí
rekja úthlutun byggðakvóta og stofhun nýs
fyrirtækis á Þingeyri um
hann í samvinnu við
Burðarás og Vísi í Grinda-
vík. Það hefur ekkert lát
verið á sviptingum í vest-
firskum sjávarútvegi að
undanförnu og eðlilegt að
líta á eigendaskiptin á
Básafelli sem hluta af
þeirri þróun sem stöðugt
er í gangi.
Hver á leggja fé í
atvinnulifið? Umtalsvert
fjármagn hefur undanfarin
ár losnað úr sjávarútvegi á
Vestfjörðum og í flestum tíl-
vikum runnið til aðila sem
flestír eru heimamenn, bú-
settir vestra. Enginn þeirra
sem hér eru nefndir hefur
enn sem komið er séð ástæðu til þess að
fjárfesta í vestfirskum sjávarúlvegi. Af þvi
mætti draga þá ályktun að ijárfestum í röð-
um heimamanna þyki það ekki vænlegur
kostur að styrkja atvinnulífið á heimavelli.
Af þessum ástæðum finnst mörgum í
hópi heimamanna það ekki trúverðugur
málflutningur þegar nýir eigendur segjast
ætla að byggja fýrirtækin upp á ný á heima-
slóðum og spyrja sig hvers vegna þeir
skyldu hafa meiri trú á framtíð sjávarút-
vegs á Vestfjörðum en heimamenn.
Kannski er einfaldasta svarið við þeirri
spurningu jafnframt það sem fæstir vilja
heyra, nefnilega það að í hópi heimamanna
eru vandfundnir þeir sem eru í stakk bún-
ir tíl að reka fyrirtæki í takt við kröfur nú-
timans. 31]
38