Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 44
VERÐBREF
Hann lítur traustlega út þessi og líklega ekki á færi margra að brjóta hann uþþ. I svona skáþ
er gott að geyma bréfin sín... FV-myndir: Geir Ólafsson.
Peningaskápar
Við létta könnun kom í ljós að fyrir- ■
tækið Bedco & Mathiesen hf. við Bæjar- ,
hraun í Hafnarfirði selur peningaskápa,.
einnig svokallaða öryggisskápa, sem not- /
aðir eru á heimilum og uppíylla ekki
sömu kröfur og þeir öflugu skápar sem
kallast peningaskápar og sem hlotið hafa
vottun um styrk. Algengir heimilisskápar
(öryggisskápar) eru um 40 kg að þyngd
og kosta 30 þús. kr.
Peningaskápur eða bankahólf? Fyrst
má nefna peningaskáp undir bréfin. Þeir
eru að öllu jöfnu traustir og sterklegir, oft
fallega peningagrænir að lit og ekki heigl-
um hent að brjótast inn í þá. Hvað þá ef
skápurinn góði er falinn á bak við Kjarvals-
málverkið í bókaherberginu og lokaður
með talnalás sem bara eigandinn kann.
Ekki má gleyma möguleikanum á því
að leigja bankahólf undir bréfin og önnur
verðmæti. Sá böggull fylgir reyndar
skammrifi að ijöldi bankahólfa er ekki
ótakmarkaður og því hætt við að illa fari ef
allir vilja geyma bréf í bankahólfi.
Þá er bara ein leið eftir og hún er senni-
lega best. Að geyma bréfin í svokallaðri
verðbréfavörslu sem öll verðbréfafýrirtæki
bjóða upp á. Þar eru bréfin skráð á nafn
eigandans og miklar öryggisráðstafanir
gerðar til að geymslan sé sem best. Með
Þegar hlutabréf glatast...
Þvífylgir mikid umstang að endurheimta eignaraöild að hlutabréfum og því er
vissara að gœta þeirra vel En hvar og hvernig er best að geyma hlutabréfin?
Ekki undir koddanum!
ér einu sinni þótti gott að geta
gripið til peninga sem geymdir
voru undir koddanum — eða dýn-
unni, ef því var að skipta. Margir geymdu
•verulegt fé þannig og þóttu menn með
mönnum fýrir vikið. En verðbólgan breytti
þessum hugsunarhætti og nú eru þeir
varla margir sem geyma fé þannig, enda
íjárfestingamöguleikar á hveiju strái. Fyrir
peningana má til dæmis kaupa hlutabréf í
fýrirtækjum sem lofa góðum arði, meiri en
geymsla í banka. Og þá kemur nýtt vanda-
mál til sögunnar. Hvernig geyma á að
hlutabréfm. Það er nefnilega ekki nóg að
kaupa þau, það þarf að koma þeim ein-
hvers staðar fyrir líka. Helst á öruggum
stað þar sem hvorki ryð eða mölur — eða
samsvarandi tvífættir illvirkjar fá þeim
grandað.
TEXTI: Vigdís Stefánsdóttír
MYNDIR: Geir Ólafsson
þessu móti eru bréfin þar sem einfaldast er
að ná í þau, vilji eigandinn selja þau skyndi-
lega, og auðvelt að fylgjast með þeim.
Glatist bréf hefst ótrúlegt ferli! Sigurður
Guðjónsson, lögfræðingur hjá Kaupþingi
hf., svaraði spurningum um það hvaðaferli
færi í gang ef bréf tapast eða skemmist og
lét hann fylgja með ýmsan fróðleik annan.
„Hluthafar eru skráðir í hluthafaskrá,"
segir Sigurður. „Til þess að hluthafar geti
beitt rétti sínum sem hluthafar þurfa þeir
44