Frjáls verslun - 01.07.1999, Qupperneq 53
VIÐTAL
ir lánsfé leiti þær fremur til ijölskyldu og
vina en lánastofnana. Fyrir þessu eru m.a.
gefnar þær ástæður að konur vilji síður
taka íjárhagslega áhættu, að þær veðsetji
síður heimili sín til tryggingar lánum og að
lánastofnanir taki ekki eins vel á móti kon-
um. Þá er oft nefnt að þær biðji um lægri
fjárhæðir sem kunni að vera ástæða þess
að þær veki minni áhuga lánastofnana,“
segir Hansína.
Hún segir ennfremur að því sé slegið
fram að hugsanlega hafi konur ábyrgari af-
stöðu til endurgreiðslu lána. Vísar hún til
þriggja kannana í Hollandi, Þýskalandi og
Bretlandi sem staðfesti þá viðteknu skoð-
un að konur fái minna lánsfé þar sem þær
fari fram á lægri ljárhæðir en karlar. Niður-
stöður svissneskrar könnunar sýni þó að
svipað hlutfall kvenna, 61%, og karla, 66%,
sem helji atvinnurekstur eigi meira en 50%
af stofnkostnaði, þótt ijárhæðir í tilvikum
kvenna geti verið lægri.
Koma hvaðanæva að í stjórninni eru sjö
konur af ýmsum sviðum atvinnureksturs
og má sjá þar í hnotskurn ijölbreytileika
félagskvenna, en einn af meginkostum fé-
örlum
18% íslenskra fyrirtœkja.
hér fyrir svörum!
lagsins er einmitt, að mati stjórnarinnar,
hvað félagskonur koma úr margvíslegum
rekstri. Allt frá því að vera einyrkjar upp í
það að stjórna stórfyrirtækjum.
„Það er okkur mikilvægt að hafa þessa
breidd,“ segir Hildur Petersen. „Með
henni náum við að kynnast rekstri fyrir-
tækja af öllum stærðum og gerðum og get-
um látið hver annarri í té upplýsingar sem
kannski væri erfitt að nálgast á annan
hátt.“
Brautargengi tókst vel til Félag kvenna
í atvinnurekstri hefur nú þegar hleypt
verkefninu Brautargengi af stokkunum og
könnun, sem gerð var nýlega, leiddi í Ijós
að allar konurnar úr fyrsta hópnum sem
útskrifaðist hafa notfært sér tengslin sem
mynduðust og hafa styrkt stöðu sína og
fyrirtækja sinna á grundvelli samskipt-
anna. Að mati stjórnar félagsins sýnir þetta
dæmi að þær eru að gera góða hluti — og
rétta — með stofnun félagsins.
Munur á styrkveitingum eftir kynjum
„Það er talsverður munur á styrkveitingum
til helðbundinna kvenna- og karlafyrir-
tækja og ágætis dæmi er einmitt Smáverk-
efnasjóður sem einkum er ætlað að styrkja
konur. Þar var hámarksstyrkur 300 þús.,
sem ekki nær langt. Á sama tíma er Fram-
leiðnisjóður að úthluta margföldum þess-
um upphæðum en allílestir viðtakendur
eru karlar,“ segir Hansina.
„Konur reka ennþá aðeins um 18%
íslenskra fyrirtækja," bætir Jónína við.
„Okkur finnst vanta sárlega kyngreinda
tölfræði á sviðið atvinnurekstar þannig að
meðal annars sé hægt að sjá hlutfall lána
og styrkja til kvenna í samanburði við
karla.“
Fyrirmyndir „Það má kannski segja að
konur alstaðar í þjóðfélaginu þurfi að hafa
fyrirmyndir, konur sem standa vel að
rekstri sinna fyrirtækja. Það er eitt af
markmiðum okkar að sýna þessar fyrir-
myndir og við viljum gæta þess að félagið
sé vel sýnilegt og líílegt og að konur linni
hjá sér þörf fyrir að ganga í það; finnist þær
hafa hag af samskiptum og tengslum við
aðrar konur í atvinnulífinu," segir Dagný
Halldórsdóttir.
„Við erum að vinna að undirbúningi
fréttabréfs sem ætlunin er að verði með
tímanum í tölvutæku formi,“ bætir Jónína
við.
„Þær konur sem hafa áhuga á að ganga
í félagið geta haft samband við Impru,
þjónustumiðstöð fyrir frumkvöðla og fyrir-
tæki, sem er við Iðntæknistofnun. Þar er
síminn 570 7267 og póstfangið
hulda@itn.is.“
Framtíðin Á dagskrá er að halda árlega
nokkra félags- og fræðslufundi þar sem
fengnir verða fyrirlesarar sem miðlað geta
þekkingu og reynslu á sviði atvinnurekst-
urs. Einnig að hafa minni fundi nokkuð ört
og þá með hliðsjón af því hvar í sveit kon-
urnar eru í settar í rekstrinum. Til að fé-
lagið geti virkað sem tengslanet kvennana
innbyrðis er verið að undirbúa skráningu
félagskvenna þar sem fram koma nákvæm-
ar upplýsingar um rekstur hverrar og einn-
ar og ekki hægt að segja annað en að fram-
tíðin sé björt í augum stjórnarkvenna í
hinu nýstofnaða félagi. 1111
Félag kvenna í atvinnurekstri I
Konur taka gjarnan heldur smærri /
skref í atvinnurekstri sínum og fara mun
varlegar en karlar. Þetta var ein af niður- j
stöðum þeim sem nefrid er skipuð var af
iðnaðar-og viðskiptaráðherra, til að meta í
þörf fyrir sérstakar stuðningsaðgerðir /
sem taki mið af þörfum kvenna í atvinnu-
rekstri, komst að. í framhaldi af skýrslu {
nefndarinnar var meðal annars ákveðið
að styðja við stofnun Félags kvenna í at-
vinnurekstri, en það var stofnað þann 9. (
apríl 1999. Stofnfélagar eru um 300 og f
hefur félagið haldið tvo stóra fundi ásamt /
nokkrum stjórnarfundum þar sem stefna
félagsins hefur verið að mótast og unnið
hefur verið að starfsáætlun þess.
Stjórnendur fyrirtækja
Einn af meginkostum félagsins er
einmitt, að mati stjórnarinnar, hvað
félagskonur koma úr margvíslegum
rekstri. Félagið er opið öllum konum
sem reka fyrirtæki einar eða með
öðrum.
18%
Konur reka ennþá aðeins um 18%
íslenskra fyrirtækja.
Sterkar saman
Með breiddinni náum við að kynnast
rekstri fyrirtækja af öllum stærðum og
gerðum og getum látið hver annarri í
té upplýsingar sem kannski væri erfitt
að nálgast á annan hátt.
Frekar hafnað af bankastjórum
Því er oft haldið fram að konur taki
síður lán til atvinnurekstrar en karlar.
Fyrir þessu eru m.a. gefnar þær
ástæður að konur vilji síður taka
fjárhagslega áhættu, að þær veðsetji
síður heimili sín til tryggingar lánum
— og síöast en ekki síst að lánastofn-
anir taki ekki eins vel á móti þeim.
Þá er oft nefnt að þær biðji um lægri
fjárhæðir sem kunni að vera
ástæða þess að þær veki minni áhuga
lánastofnana.
53