Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 60
Kjúklitigabúið á Ásmundarstöðum hefur verið í sviðsljósinu í allt sumar vegna svartrar skýrslu frá heilbrigðisyfirvöldum.
svona af lífi án dóms og laga fyrir opnum
tjöldum. Stundum hafa fyrirtæki samband
við okkur til að fá aðstoð við að bregðast
við slæmum tíðindum sem vitað er hver
eru og hvenær verða opinber. Þá er hægt
að undirbúa kynningar- og upplýsingahlið
málanna en í kjúklingamálinu reið hol-
skeflan fyrirvaralaust yfir
Reykjagarð.
Ég þekkti engan starfs-
mann Reykjagarðs íyrir og
hafði aldrei komið nálægt
þessu fyrirtæki áður, nema
auðvitað borðað íramleiðslu
þess, Holtakjúklingana,
margsinnis. Ég byrjaði því á
því að kynnast fólkinu og því
sem það er að fást við og það
kynntist mér.“
Orð eru dýr Atli Rúnar segir
afar mikilvægt að forsvars-
menn fyrirtækja séu varkárir
orðum fyrst eftir að áfall dynur
yfir. Menn geti eðlilega verið í
miklu uppnámi eftir t.d. alvar-
legt slys sem varðar viðkomandi
fyrirtæki eða reiðir og svekktir vegna ásak-
ana sem að þeim og rekstri þeirra beinast.
Orð á opinberum vettvangi geti verið ansi
afdrifarík á slíkum stundum og auðvelt að
gera slæma stöðu enn verri með ógætilegu
orðavali.
„Ég hef oft rekið mig á að aðeins það að
fá að ræða við einhvern utanaðkomandi er
mikils virði stjórnendum fyrirtækja sem
verða fyrir áföllum. Margir þeirra hafa
aldrei staðið framan við sjónvarpsvél og
kvíða því að þurfa að svara spurningum
fjölmiðla. Þá er mikilvægt að undirbúa við-
komandi sem best, draga saman kjarna
máls þess sem á að koma á framfæri og
setja hann fram á skýran hátt. Um leið og
menn vita nokkurn veginn hvað þeir ætia
að segja og hvernig þeir ætla að haga orð-
um sínum eykst sjálfstraustið og þeir af-
greiða fjölmiðlaviðtölin auðveldlega!"
Högg á atvinnugreinina En var ekki ver-
ið að draga athyglina að boðbera hinna illu
tíðinda? Var ekki allan tímann aðalatriði
kjúklingamálsins að sýnin frá búinu voru
ekki í lagi?
„Ég ráðlegg engum sem lendir í áfalli
að vísa frá sér ábyrgð og tilnefna einhverja
aðra sem „sökudólga“, nema sannanir um
slíkt liggi fyrir. Það nægir að lesa yfirlýs-
ingu Reykjagarðs sem birt var einum sól-
arhring eftir fyrstu fréttirnar um skýrslu
heilbrigðisfulltrúanna að fyrirtækið tók
málið alvarlega frá fyrstu stundu. Sama má
segja um hagsmunasamtök kjúklingafram-
leiðenda enda varð heil atvinnugrein í raun
fyrir högginu en ekki bara eitt fyrirtæki.
Þannig sögðu kaupmenn mér að sumir við-
skiptavinir, sem á annað borð hikuðu við
að kaupa kjúkling þegar fárið var í há-
punkti, hafi lítt velt fyrir sér
vörumerkjunum heldur
fremur vörunni sjálfri. Eins
og við mátti búast létu við-
brögð markaðarins ekki á
sér standa því það dró
verulega úr sölu
kjúklinga, einkum í til-
teknum matvörumörkuð-
um á höfuðborgarsvæð-
inu. Það verður að gera
ráð fyrir að langan tíma
taki fyrir fyrirtæki sem í
svona hremmingum
lendir að ná fyrri stöðu
og ímynd á markaði.
Reykjagarðsmenn hafa
farið í gegnum alla sína
starfsemi og vinnslu-
ferli og kallað til sér-
fræðinga til ráðgjafar um hvernig gott
innra heilbrigðiseftiriit með framleiðslunni
geti orðið enn betra. Þessu þarf svo að
koma til skila til neytenda til að vinna
traust þeirra á ný.“
Mörg áföll undanfarin ár Þegar rætt er
um fyrirtæki sem verða fyrir áföllum má
ritja upp ýmis mál sem dregið hafa fyrir-
tæki, samtök eða fólk fram fyrir augu al-
mennings undir neikvæðum formerkjum.
Nefna mætti salmonellumengun hjá Sam-
sölubakaríum í rjómabollum fyrir rúmum
þremur árum. Það má nefna biskupsmál
þjóðkirkjunnar, deilurnar í Langholts-
kirkju, uppnám vegna nýs leiðakerfis
60