Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 61

Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 61
Strætísvagna Reykjavíkur, fjöldauppsagnir ým- issa fyrirtækja og fleira og fleira. Við þetta má bæta nýjum fréttum af útgerð hjólabáta í Vík í Mýrdal þar sem menn greinir verulega á um hvort farþegar hafi verið í hættu þegar vél báts bilaði. Hvað sem öðru líður má fullyrða að ímynd þess fyrirtækis hefur beðið verulegan hnekki enda hefur eigandinn sagst vera hættur starfseminni og hefur talað um op- inbera aftöku í þessu sambandi. Áfallahjálp Atli Rúnar á að baki 19 ára starfs- feril við fréttamennsku og tjögurra ára feril sem starfsmaður almannatengslafyrirtækis. Hann segir það nokkrum sinnum hafa orðið sitt hlut- skipti að veita fyrirtækjum nokkurs konar „áfallahjálp" af einu eða öðru tagi. „Eg hef reyndar sérstakan áhuga á málum af þessu tagi í seinni tíð og meðan ég dvaldi í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur fylgdist ég hvað best með fréttum af áföllum af ýmsu tagi. Eg reyndi að „lesa í“ opinber viðbrögð þeirra sem fyrir áfallinu urðu og fylgjast með því hvernig íjölmiðlarnir tóku á málinu og hvaða afleiðingar áfallið hafði fyrir ímynd viðkomandi fyrirtækis og starfsemi." Það gerist æ oftar að fyrirtæki leití aðstoðar Athygli tíl að bregðast við vandamálum af ýmsu tagi. Atli Rúnar segir að eríiðasta áfallamálið sem hann hafi komið nálægt sé tvímælalaust mannskaðaslysið þegar Dísarfell fórst í mars 1997. Hann hafði áður unnið mikið fyrir Sam- skip og þekkti vel fyrirtækið og stjórnendur þess. Samskip ræstu Atla Rúnar út strax morg- uninn eftir slysið tíl að annast fjölmiðlatengsl fyrirtækisins og vera stjórnendum þess innan handar um upplýsingamiðlunina út á við. Hann var þannig fyrstu klukkustundirnar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og sendi fyrstu tilkynn- ingarnar til Ijölmiðla þaðan í samráði við yfir- menn Samskipa og Landhelgisgæslunnar. Hvað er míkilvægt og hvað ekki? Þegar flett er upp í því sem skrifað hefur verið um krísu- stjórnun af því tagi sem beita þurfti í máli Ás- mundarstaðabúsins standa fá en skýr atriði upp úr. 1. Segja þarf allan sannleikann strax. Því meira sem dregið er undan, því meiri líkur eru á að fjölmiðlar komist á snoðir um það og leggi í rúst trúverðugleika fyrirtækisins. 2. Það skiptír miklu máli að vera fljótur tíl og stundum er betra að fyrirtækið hafi frum- kvæði að því að skýra frá því sem aflaga fer. Þarna er einnig mikilvægt að skýra ffá öll- um atriðum málsins strax og draga þannig úr líftíma þess í opinberri umræðu. Atli Rúnar Halldórsson (t. v.) og Valþór Hlöðversson eiga og reka fjöhniðla- og kynning- arfyrirtækið Athygli. Það kom í hlut Atla að ráðleggja Ásmundarstaðabœndum um rétt viðbrögð í miðri orrahríðinni. 3. Þegar um er að ræða viðkvæma neysluvöru, eins og kjúklinga, sem getur haft áhrif á heilsu fólks, er mikilvægt að neytendur séu fullviss- aðir um að gripið sé tíl endurbóta og eftirlit hert. Þannig getur verið mögulegt að endurreisa ímynd fyrir- tækisins. U] 61

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.