Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 64
FJÁRMÁL
Hvenær?
í samsvarandi reglugerð segir að starfsþáttur teljist hafa
veruleg áhrif ef tekjur af honum nema a.m.k. 10% af heildar-
tekjum, eða hagnaður af starfsþætti nemur a.m.k. 10% af
heildarhagnaði fyrirtækis, eða eignir starfsþáttar nema
a.m.k. 10% af heildareignum fyrirtækis.
Nafngreina viðskiptavin
Að auki er það krafa frá Verðbréfaeftirlitinu (SEC) í Bandaríkj-
unum að nafngreina skuli viðskiptavin í ársreikningi fyrirtækis
ef hann er ábyrgur fyrir meira en 10% af heildartekjum.
Þegar um deildaskiptan rekstur er að ræða, þarf að finna skyn-
samlega leið til þess að skipta annars vegar rekstrartekjum og
rekstrargjöldum á einstakar deildir og hins vegar að skipta lang-
tímaijármagni, þ.e. eigin fé og langtímaskuldum, á sömu deildir.
Nú er nánast útilokað að skipta langtímafjármagni á einstakar
deildir, enda iðulega ekki vitað hvort tiltekið lán rann til starfsemi
deildar A eða B. En sannleikurinn er sá að slík skipting fjármagns
er ekki aðeins ógerleg, heldur einnig óþarfi, því nýta má bókhalds-
jöfnuna (eignir eru jafnháar skuldum og eigin fé) í þessu skyni og
umstafla henni lítilega til að sjá að langvinnt fjármagn er sama
stærðin og eignir í rekstri, sbr. eftirfarandi (hreint veltufé er mis-
munur veltufjármuna og skammtímaskulda);
Langtímaíjármagn = Eignir í rekstri
Eigið fé + langtímaskuldir = Fastafjármunir + hreint veltufé
Sá sem vill því fylgjast með rekstri einstakra deilda stendur nú
frammi fyrir tveimur verkefnum. Annað er að skipta rekstrartekj-
um og rekstrargjöldum á einstakar deildir. I því sambandi vakna
alls kyns skiptingarvandamál, aðallega um kostnað, en þau má
flest leysa. Bandariskar reglur um upplýsingakröfur um einstaka
starfsþætti gera raunar ekki ráð fyrir að öllum kostnaði sé skipt,
t.d. þarf ekki að skipta öllum sameiginlegum kostnaði. Hitt verk-
ROI-kvarðinn
Sú aðferð að fylgjast með arðsemi þess fjármagns sem bundið
er í hinum ýmsu deildum fyrirtækja, þ.e. ROI-kvarðinn, er enn
notuð í stórum stíl, þó að ýmsar aðrar aðferðir hafi komið til
sögunnar.
Verðmæti fyrirtækja
í yfirliti um sjóðstreymi er samkvæmt nýjum reglum um gerð
þess yfirlits að finna upplýsingar um sjóðsframiag rekstrar án
vaxta og skatta. Þá fjárhæð má með einföldum hætti nota til
þess að bregða grófu máli á verðmæti fyrirtækja, án þess að
því máli séu gerð frekari skil hér.
Árangur deilda
Þá geta deildaskipt fyrirtæki einnig beitt þessari aðferð, án
þess að upplýsingar um árangur deilda birtist í ársreikningi,
heldur fremur til leiðbeiningar fyrir stjórnendur fyrirtækja.
efnið er að skipta eignum í rekstri, þ.e. fastaíjármunum og hreinu
veltufé, á einstakar deildir. Hið sama á við það verkefni; sumar
eignir er einfalt að færa á einstakar deildir en öðrum er erfitt að
skipta, en þó er það ekki óyfirstíganlegt vandamál. T.d. gæti ver-
ið nokkrum erfiðleikum bundið að skipta viðskiptakröfum og við-
skiptaskuldum á einstakar deildir — en skynsamlegan
skiptigrundvöll má þó í ílestum tilvikum finna. Hér á eftir íylgir
sundurgreining rekstrarhagnaðar og eigna í rekstri eftir deildum,
sem getur verið afar fróðleg viðbót við heildartölur, eins og þær
birtast í ársreikningi:
Rekstrarreikningur 19x1
Samtals Deild A DeildB DeildC
Rekstrartekjur 20.000 ... 10.000 ... 6.000 .. ... 4.000
Rekstrargjöld -18.000 .... -8.000 .. -6.500 . ... -3.500
Rekstrarhagnaður. 2.000 2.000 -500 . ... 500
Vextir af langtímalánum.. -1.000
Hagnaður fyrir skatta 1.000
Skattar -300
Hagnaður ársins 700
Efnahagsreikningur í ársbyrjun
Samtals Deild A Deild B Deild C
Fastafjármunir.......... 9.000 5.000 .... 2000 .... 2000
Hreint veltufé.......... 4.000 1.500 .... 500 .... 2000
13.000 ... 6.500 ... 2.500 ... 4.000
Eigiðfé................ 5.000
Langtímaskuldir........ 8.000
13.000
Arðsemi deilda................... 30,8% ... -20,0% .... 12,5%
Skýringardæmið sýnir að deild B er rekin með neikvæðri arð-
semi, deild C með sömu arðsemi og greitt er af langtímalánum en
deild A með helmingi hærri arðsemi en reksturinn skilar í heild.
Slík greining rekstrar gæti komið lesendum reikningsskila að
verulegu gagni þegar um margskiptan rekstur er að ræða. Þá geta
deildaskipt íýrirtæki einnig beitt þessari aðferð, án þess að upplýs-
ingar um árangur deilda birtist í ársreikningi, heldur fremur til
leiðbeiningar fyrir stjórnendur fyrirtækja. Loks má nefna að í yfir-
liti um sjóðstreymi er samkvæmt nýjum reglum um gerð þess yf-
irlits að finna upplýsingar um sjóðsframlag rekstrar án vaxta og
skatta. Þá Ijárhæð má með einföldum hætti nota tíl þess að bregða
grófu máli á verðmæti fyrirtækja, án þess að því máli séu gerð
frekari skil hér.
Útgerð og fiskvinnsla Eitt er það sem gerir ofangreinda útreikn-
inga einkar áhugaverða fyrir íslensk fyrirtæki en það er að tölur í
íslenskum ársreikningum hafa verið færðar til sama verðlags. Það
þýðir að útreikningar á arðsemi endurspegla raunarðsemi fremur
en nafnverðsarðsemi, eins og á við hjá erlendum fyrirtækjum.
Flest fyrirtæki ættu að geta nýtt sér þessa einföldu greiningu á
rekstri, enda á hún víðast hvar við. Vafalaust er t.d. að fyrirtæki í
útgerð og fiskvinnslu ættu að fylgjast með rekstri sínum á þennan
hátt og skýra frá í ársreikningi. Hið sama gildir um fyrirtæki sem
að hluta til eru í samkeppnisrekstri og að hluta til í einkaréttarleg-
um rekstri, en Landssíminn hf. er ágætt dæmi þar um. SD
64