Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 8
Augu stjórnenda beinast nú æ meira að vöru- stjórnun og því rekstrarhagræði sem henni fylg- ir. Vörustjórnun nær yfir flutning og meðhöndlun vöru, allt frá framleiðanda og til neytanda. Síðasta skref þessa ferlis kallast innri vörustjórnun (internal logist- ics) og nær til flutnings vörunnar um lager og út í versl- anir en það er á þessu sviði vörustjórnunar sem Rými ehf. hefur sérhæft sig. Rými ehf. er nýstofnað dótturfyrirtæki Hf. Ofnasmiðjunnar í Reykjavík. Hjá Rými starfa sérfræðingar sem leiðbeina við- skiptavinum við að finna hagkvæmar lausnir fyrir lager-, skrif- stofu- og verslunarrými, svo dæmi séu nefnd. Lausnirnar miðast að því að ná hámarksnýtingu á tilteknum viðskiptarým- um fyrirtækisins, sem síðan leiðir til vinnuhagræðis, sparnað- ar og aukins hagnaðar. Framkvæmdastjóri Rýmis er Thor Ólafs- son sem sjálfur er auglýsinga- og markaðsfræðingur. „Rými leggur áherslu á að selja fyrirtækjum faglega þekk- ingu og ráðgjöf á sviði innri vörustjórnunar. í tengslum við það höfum við gefið út fjóra bæklinga: Lagerstjórann, Verslunar- stjórann, Skjalarými og Skáparými, sem veita greinargóðar upplýsingar um það sem Rými hefur upp á að bjóða. Við vinn- um með fyrirtækjum að hönnun, smíði og uppsetningu á lager- , verslunar- og skrifstofuinnréttingum og komum með lausnir sem miðast að þvf að hægt sé að koma sem mestu fyrir í sem minnstu rými," segirThor. Thor Ólafsson, framkvæmdastjóri Rýmis. RÝMI ehf INNRI VÖRUSTJÓRNUN Betri nýting lager-, skrifstofu- og verslunarrýmis Lagerstjórinn „Þegar sérfræðingar Rýmis taka að sér að endurskipuleggja lagerrými hafa þeir að markmiði að lausnirnar tryggi aukið hagræði, betri meðferð vörunnar, aukið öryggi starfsfólks og sparnað í rekstri," segir Thor. „Þannig hefur þeim t.d. tekist að auka geymslugetu ákveðins lagerrýmis um 80% án þess að takmarka aðgengi að vöru á nokkurn hátt. Með aðgerðum sem þessum er oft hægt að skjóta á frest flutningum eða nýbyggingum og þar með spara mikil útgjöld." Eftir að fram hefur farið þarfagreining innan fyrirtækisins koma Rýmismenn með tillögur að lausnum og um það hvaða búnað skuli nota í hverju tilviki fyrir sig, en Rými hefur umboð fyrir stærsta framleiðanda lag- erlausna í heimi, Constructor Group. 8 iatoiíimíiiíií JY FRV fi4 Rark 9 Thu Mar OQ 9000 03:49-07 WfcwtrrHw ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.