Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 8

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 8
Augu stjórnenda beinast nú æ meira að vöru- stjórnun og því rekstrarhagræði sem henni fylg- ir. Vörustjórnun nær yfir flutning og meðhöndlun vöru, allt frá framleiðanda og til neytanda. Síðasta skref þessa ferlis kallast innri vörustjórnun (internal logist- ics) og nær til flutnings vörunnar um lager og út í versl- anir en það er á þessu sviði vörustjórnunar sem Rými ehf. hefur sérhæft sig. Rými ehf. er nýstofnað dótturfyrirtæki Hf. Ofnasmiðjunnar í Reykjavík. Hjá Rými starfa sérfræðingar sem leiðbeina við- skiptavinum við að finna hagkvæmar lausnir fyrir lager-, skrif- stofu- og verslunarrými, svo dæmi séu nefnd. Lausnirnar miðast að því að ná hámarksnýtingu á tilteknum viðskiptarým- um fyrirtækisins, sem síðan leiðir til vinnuhagræðis, sparnað- ar og aukins hagnaðar. Framkvæmdastjóri Rýmis er Thor Ólafs- son sem sjálfur er auglýsinga- og markaðsfræðingur. „Rými leggur áherslu á að selja fyrirtækjum faglega þekk- ingu og ráðgjöf á sviði innri vörustjórnunar. í tengslum við það höfum við gefið út fjóra bæklinga: Lagerstjórann, Verslunar- stjórann, Skjalarými og Skáparými, sem veita greinargóðar upplýsingar um það sem Rými hefur upp á að bjóða. Við vinn- um með fyrirtækjum að hönnun, smíði og uppsetningu á lager- , verslunar- og skrifstofuinnréttingum og komum með lausnir sem miðast að þvf að hægt sé að koma sem mestu fyrir í sem minnstu rými," segirThor. Thor Ólafsson, framkvæmdastjóri Rýmis. RÝMI ehf INNRI VÖRUSTJÓRNUN Betri nýting lager-, skrifstofu- og verslunarrýmis Lagerstjórinn „Þegar sérfræðingar Rýmis taka að sér að endurskipuleggja lagerrými hafa þeir að markmiði að lausnirnar tryggi aukið hagræði, betri meðferð vörunnar, aukið öryggi starfsfólks og sparnað í rekstri," segir Thor. „Þannig hefur þeim t.d. tekist að auka geymslugetu ákveðins lagerrýmis um 80% án þess að takmarka aðgengi að vöru á nokkurn hátt. Með aðgerðum sem þessum er oft hægt að skjóta á frest flutningum eða nýbyggingum og þar með spara mikil útgjöld." Eftir að fram hefur farið þarfagreining innan fyrirtækisins koma Rýmismenn með tillögur að lausnum og um það hvaða búnað skuli nota í hverju tilviki fyrir sig, en Rými hefur umboð fyrir stærsta framleiðanda lag- erlausna í heimi, Constructor Group. 8 iatoiíimíiiíií JY FRV fi4 Rark 9 Thu Mar OQ 9000 03:49-07 WfcwtrrHw ,

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.