Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 68
STJÓRNUN Leiðtogatígullinn Leiðtogatígullinn heitir greiningar- og þjálfunarmódel sem ráðgjafastofan Skref fyrir skref hefur tekið upp til að setja fram á skýran hátt aðstæður stjórn- enda og' leiðtoga. Tígullinn hefur íjóra póla; næmni, framsýni, djörfung og veru- leika, sem allir þurfa að vera í jafnvægi svo leiðtoginn nái árangri. Næmni táknar að vera næmur á þarfir annarra og tilfinningar og bregðast við þeim. Framsýni táknar að hafa hæfileika til að sjá hlutina í víðu samhengi og einnig fram í tímann, þ.e. hvaða áhrif ákvarðanir muni hafa. Djörfung er hæfileikinn til að vilja breyta út af venj- unni, að veðja á nýjar hugmyndir og þora að sigla á móti straumnum. Veruleiki táknar að geta séð á raunsæjan hátt hvernig útkoman verður eða er, vera hlutiægur og hafa stað- reyndir á hreinu en vera ekki með óraunhæfar grillur eða vænt- ingar. Fæstir búa yfir þessum eiginleikum öllum en eru eigi að síður í stjórnunarstöðu þar sem þeirra er krafist Oft gera menn sér heldur ekki grein fyrir því hvar veikleikar eða hæfileikar þeirra liggja og þar kemur til kasta greiningarmódelsins Tíguls- ins. Hver er eg? „Við bjóðum upp á 2 1/2 dags þjálfúnarnámskeið sem heitir Að laða fram hið besta,“ segir Ketill Magnússon hjá Skrefi fyrir skref. „Þar eru þessir þættir teknir fyrir og unnið með þá eins og hentar hveijum og einum. En áður en að því kemur eru þátttakendur látnir fylla út ítarlegan spurningalista með spurningum um ýmsa hegðunarþætti sína. Hver spurning vísar í einhvern af ásum Tígulsins og er einkunn gefin á skalanum 1-5. En það er ekki talið nóg því tveir aðrir spurn- ingalistar koma við sögu. Maki eða náinn vinur á að fylla annan út og vinnufélagi hinn. Þegar þessir þrír listar hafa verið skilgreindir og tölur lagð- Ketill B. Magnússon, M.A., og verkefnastjóri ar saman er hægt að teikna þrjá tígla. Einn fyrir hvert spurningablað. Tíglarnir geta verið mismunandi eftir því hvernig við- komandi skorar en sé Tígull sá sem hann teiknar efdr sínum svörum mjög ólíkur þeim sem hinir tveir gefa er verk að vinna. Það þýðir að þátttakandinn hefur nokkuð skekkta mynd af sjálfum sér og þarf að breyta tíl. Þegar þetta er komið á hreint er hægt að vinna að þeim þáttum sem veikastir eru, að styrkja þá. Stjórnandi, sem er sterkur á þremur sviðum en veikur á einu, til dæmis raunveru- leikanum, kemur ekki til með að geta fylgt nægilega efdr hug- myndum sínum og verkefnum og þarf því að þjálfa sig á því sviði. Hins vegar er til annar möguleiki en hann er sá að hafa tvo stjórnendur sem eru sterkir hvor á sínu sviði. Þá leið fór Ford fyrirtækið á sínum tíma og tókst vel til. Það krefst þess að visu að stjórnendur vinni vel saman og missi ekki sjónar á heildar- markmiðum fyrirtækisins.“ Engar töfralausnir til Tígullinn hefúr verið lengi í þróun. Dr. Peter Kostenbaum, sá sem er höfundur kenninganna, er pró- fessor í heimspeki og hefur eytt síðustu 30 árum í að þróa kenn- ingarnar og safna þekkingu af ýmsum sviðum, heimspeki, sfjórnunarffæðum, verkfræði og sálfræði, svo eitthvað sé nefnt, og með því tekur módelið tíl mjög margra þátta. Síðustu tíu ár hefur hann starfað sem einkaráðgjafi margra stjórnenda og fyr- irtæki um allan heim eru byrjuð að notfæra sér Tígulinn, þar á meðal IBM, Ford og Xerox. En Tígullinn er ekki töfralausn vandamála og gerir ekki ráð fyrir því að öll vandamál verði leyst í eitt skiptí fyrir öll. Hann þjálfar hins vegar fólk í að hugsa á ákveðinn hátt og takast á við vandamál. Tigull- inn dregur fram vandamálið og skýrir hvaða klemma eða spenna eigi sér stað. Sem dæmi má nefna vanda- málið um breytingar og stöðugleika. Flestir vilja hafa stöðugleika í fyrirtækinu. Með þvf skapast ró og starfsfólk getur verið visst um að halda vinnunni, stjórnandinn getur gert áætlanir fram í tímann og allt er öruggt. Hins vegar er raunveruleikinn sá að miklar breytingar eiga sér stað sí og æ. Stöðugt þarf að bregðast við nýjum að- stæðum og þá kemur Leiðtogatígullinn hefur jjóra póla sem allirpurfa aó vera í jafn- vœgi svo leiðtoginn nái árangri. Eftír Vigdisi Stefánsdóttur Mynd: Geir Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.