Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 38

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 38
Geir Hallgrímsson 1986 -1990. Jóhannes Nordal 1961 -1993. Tómas Árnason 1985 -1993. Hannes Hafstein þurfti vel launaða stöðu og virðulega. Steingrímur var alla tíð yfirlýstur andstæðingur Seðlabankans. Síðasta ráðherraverk Sigurðar Eggerz var að skipa sjálfan sig bankastjóra. þessum pólitísku hlutaskiptum í bankakerfinu. Sósíalistaflokk- urinn, og síðar Alþýðubandalagið, „áttu“ aldrei nein viss banka- stjóraembætti, en skipuðu sína menn þar í stöður ef þær losn- uðu á meðan þeir voru við völd. Hinir flokkarnir máttu ganga að því sem vísu, að þeir fengju sína menn í sínar stöður, hvort sem þeir voru í stjórn eða stjórnarandstöðu, þegar þær losn- uðu. Langvinnar deílur um saðlabanka Upp úr fýrri heimsstyrjöld- inni stóð Islandsbanki mjög höllum fæti og var sviptur rétti til seðlaútgáfu 1921. Hófust nú langvinnar deilur um það hvernig peningamálum þjóðarinnEir skyldi skipað. Um miðjan þriðja ára- tuginn kom fram tillaga um stofnun Ríkisbanka er skyldi hafa seðlaútgáfuna með höndum, en hlaut ekki fýlgi. Árið 1928 var leyst úr þessum ágreiningi með þvi að skipta Landsbankanum upp í þrjár deildir: seðlabanka, sparisjóðsdeild og veðdeild, og heyrði seðlaútgáfurétturinn undir seðlabank- ann. Þessi skipan hélst til 1957. Samsteypustjórn Hermanns Jónassonar (Vinstri stjórnin) skipti Landsbankanum upp í tvær deildir, Seðlabanka íslands og Viðskiptabanka, og skyldi hvor um sig lúta sérstakri stjórn. Seðlabankinn, eða aðrir bankar í umboði hans, skyldi hafa með höndum kaup og sölu á erlend- um gjaldeyri. Var Seðlabankanum jafnframt fært aukið vald í gjaldeyrismálum og til að hafa áhrif á starfsemi banka og sparisjóða. Jafnframt var honum heimilað, að höfðu samráði við ríkisstjórn, að kveða á um vexti banka og sparisjóða. Bankastjórar urðu tveir, Vilhjálmur Þór, aðalbankastjóri, og Jón G. Maríasson, sem hafði framast innan bankans og varð varla skipað í sérstakan pólitískan dilk. Þessi skipan mála bar þó öll merki pólitískrar málamiðlunar og við upphaf Viðreisnar þóttí rétt að aðskilja Seðlabankann algerlega frá viðskiptabankanum, Landsbankanum, og stíga sporið tíl fulls varðandi styrka stjórn peningamála. Var þeim Gylfa Þ. Gísla- syni, Jóhannesi Nordal og Jónasi Haralz falið að semja frum- varp um stofnun slíks banka. Sjálfstæði Seðlabankans Frá upphafi umræðna um Seðla- banka á þriðja áratugnum hafði verið tekist á um sjálfstæði slíkr- ar stofnunar. Pólitískir ráðamenn vildu ógjarnan missa úr hönd- um sér réttinn tíl lykilákvarðana, svo sem um upphæð vaxta og gengi gjaldmiðilsins. Jafnframt áttu ráðamenn viðskiptabank- anna erfitt með að hugsa sér afskipti utanaðkomandi

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.