Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 81
Inga Jóna Fríðgeirsdóttir, markaðsstjóri Netverks, er rekstrarfrœðingur að mennt. „FoneStar gerír fólki kleift að senda tölvupóst með viðhengi úrfartölvu ígegnum GSM-kerfið með mun meiri hraða og öryggi en áður.“ FV-mynd: Geir Ólafsson Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Netverki Eftir Isak Örn Sigurðsson Inga Jóna Friðgeirsdóttir er markaðsstjóri Net- verks. Netverk var stofn- að árið 1993 og framleiðir hugbúnað fyrir gagnaflutn- inga um þráðlaus íjarskipta- kerfi með takmarkaða flutn- ingsgetu. „Við erum með hugbúnað sem heitir Fone- Star en hann gerir fólki kleift að senda tölvupóst með við- hengi úr fartölvu í gegnum GSM-kerfið með mun meiri hraða og öryggi en áður hef- ur þekkst. Með FoneStar getur notandinn meira en sexfaldað hraðann," segir Inga Jóna. „Þegar ég byrjaði fyrir tveimur árum vorum við ein- göngu með MarStar sem er hugbúnaður fyrir gagna- flutninga milli skips og lands í gegnum gervihnattakerfi á borð við Inmarsat. Sam- skipti í gegnum gervihnött eru mjög dýr en með MarStar má stytta sending- artímann allt að fimmfalt og þannig lækka kostnað. Ný- lega kynntum við nýja vöru sem heitir WapStar, sem gerir notandanum mögulegt að vinna með tölvupóstinn á WAP-símanum á mjög auð- veldan og öruggan hátt, hvar sem er og hvenær sem er. Notandinn getur tengst öllum þeim pósthólfum sem hann notar í dag sem er mjög þægilegt fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Verk- efnin í markaðsdeildinni eru af ýmsum toga, við vinnum ýmsa greiningarvinnu, áætl- anir og kynningarefni. í rauninni kemur mark- aðsvinnan fram á öllum þrepum vöruþróunarferlis- ins, allt frá skilgreiningu á þörfum markaðarins og eig- inleikum vörunnar, mark- aðssetningu, sölu og svo áfram í stuðningi við endur- seljendur vörunnar. Auk þess að markaðssetja fyrir- tækið gagnvart væntanleg- um kaupendum þurfum við að markaðssetja okkur gagnvart fjárfestum og í það hefur farið mikið af okkar tíma í markaðsdeildinni. Internetið er notað mjög mikið við ýmsa rannsóknar- og greiningarvinnu. Einnig höfum við töluvert leitað til erlendra sérfræðinga varð- andi markaðsathuganir fyrir okkur. Það eru gífurlega örar breytingar á þessum markaði og fer mikill tími í að fylgjast með því sem er að gerast og miðla upplýsing- um. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf hjá fyrir- tæki í örum vexti. Starfs- mannaíjöldinn hefur rúm- lega þrefaldast síðan ég byrj- aði fyrir tveimur árum og nú vinna um 60 manns hjá Net- verki. Netverk er með skrif- stofur í Bretlandi, Hong Kong og svo hér í Reykjavík þar sem öll þróunarvinnan fer fram.“ Inga Jóna er fædd á Eski- firði og vann þar ýmis störf, var m.a til sjós. „Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Akraness og útskrifaðist sem rekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskól- anum 1991. Síðan vann ég hjá heildverslun Karls K. Karlssonar við markaðs- og sölustjórnun ásamt innkaup- um í sex ár. Þá langaði mig að breyta til og bæta við menntun mína og fór aftur í Tækniskólann og lauk þaðan B.Sc. gráðu í útflutnings- markaðsfræði árið 1998. Eft- ir það fór ég að vinna í mark- aðsdeild Netverks." Inga Jóna er gift Óskari B. Haukssyni, forstöðu- manni upplýsingavinnslu Eimskips, og eiga þau fimm ára son. „Þegar tómstundir gefast fer mestur tími í að sinna fjölskyldunni. Við höf- um gaman af því að ferðast, bæði innanlands og utan. Einnig hef ég gaman af því að spila golf og reyni að komast í það nokkrum sinn- um á sumrin,“ segir Inga Jóna. HQ 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.